Umfjöllun og viðtöl: Fylkir - Keflavík 4-2 | Orrahríð í fyrsta sigri Fylkis Sindri Sverrisson skrifar 21. maí 2021 23:15 Breiðablik - Keflavík Pepsi deild karla vetur 2021 fótbolti KSÍ Foto: Hulda Margrét Óladóttir/Hulda Margrét Fylkismenn unnu sinn fyrsta sigur í Pepsi Max-deild karla í fótbolta í kvöld þegar þeir lögðu nýliða Keflavíkur að velli, 4-2, í Árbænum. Sigurinn var sannfærandi. Orri Hrafn Kjartansson skoraði tvö afar lagleg mörk fyrir Fylki í kvöld og miðvörðurinn Orri Sveinn Stefánsson skoraði eitt. Frans Elvarsson kom Keflavík yfir strax í upphafi leiks en Djair Parfitt-Williams jafnaði metin fljótlega fyrir Fylki sem var 2-1 yfir í hálfleik. Fylkismenn skoruðu tvö mörk með skömmu millibili eftir klukkutíma leik og þar með var sigurinn í höfn. Joey Gibbs náði þó að minnka muninn fyrir Keflavík úr vítaspyrnu og gestirnir fengu færi til að minnka muninn enn frekar á lokakaflanum en sigur Fylkis var þó fyllilega verðskuldaður. Með sigrinum komust Fylkismenn af botni deildarinnar og þeir eru nú með fimm stig í 7. sæti. Einu stig Keflavíkur komu úr sigrinum gegn Stjörnunni og liðið hefur nú fengið á sig fjögur mörk í tveimur leikjum í röð. Af hverju vann Fylkir? Draumabyrjun Keflavíkur virkaði sem vítamínsprauta á Fylki sem var mikið betra liðið í fyrri hálfleiknum. Staðan að honum loknum var 2-1 en Fylkir hefði getað nýtt sér fleiri stöður gegn mjög ótraustri vörn Keflavíkurliðsins sem auk þess gaf boltann ítrekað frá sér á eigin vallarhelmingi. Þó að Keflavík hafi sýnt klærnar á köflum í seinni hálfleik þá dugði það ekki til því liðið var steinsofandi í þriðja marki Fylkis og gat svo lítið gert í frábæru fjórða marki Fylkis strax í kjölfarið. Hverjir stóðu upp úr? Orri Hrafn var mjög ógnandi í fyrri hálfleiknum og mörkin tvö sem hann skoraði bjó hann algjörlega til sjálfur. Þetta var annar leikur hans í byrjunarliði og Fylkismenn hafa fengið fjögur stig úr þeim leikjum. Djair Parfitt-Williams var einnig stórhættulegur fram á við í fyrri hálfleiknum. Ástbjörn Þórðarson var öflugur á miðjunni fyrir Keflavík, náði í vítaspyrnu og var nálægt því að skora. Hvað gekk illa? Eins og fyrr segir var varnarleikur Keflavíkur mjög ótraustur í fyrri hálfleiknum, liðið missti boltann ítrekað á slæmum stað og gerði Sindra markvörð berskjaldaðri en hann réði við. Christian Volesky náði engum takti í fyrsta byrjunarliðsleik sínum, ekkert kom heldur út úr Kian Williams á kantinum og hinn góði spyrnumaður Davíð Snær Jóhannsson átti margar slæmar sendingar, sérstaklega í fyrri hálfleik. Hvað gerist næst? Það er skammt stórra högga á milli. Keflavík tekur á móti meisturum Vals á mánudagskvöld og Fylkismenn sækja granna sína í Víkingi heim á þriðjudagskvöld. Ólafur Ingi Stígsson og Atli Sveinn Þórarinsson fara yfir málin.VÍSIR/VILHELM Ólafur Ingi: Vonandi fleiri svona leikir hjá Orra Hrafni „Þetta var frábær leikur og góð skemmtun,“ sagði Ólafur Ingi Stígsson, annar þjálfara Fylkis. „Fyrri hálfleikur var mjög flottur og við gerðum líka tvö góð mörk í seinni hálfleik en lágum aðeins of mikið til baka eftir það. Ég skil það samt vel. Við þurftum að finna okkar fyrsta sigur, fórum aðeins of aftarlega en stóðumst samt álagið. Þetta er ótrúlega flott hjá strákunum því það er erfitt þegar maður er ekki búinn að ná fyrsta sigri að lenda svo undir svona snemma, á heimavelli. Spilamennskan var frábær í fyrri hálfleik, nokkur fín færi, og heilt yfir er ég mjög ánægður,“ sagði Ólafur Ingi. Aðspurður um Orra Hrafn svaraði þjálfarinn: „Hann var frábær í dag eins og allt liðið. Hann er duglegur, teknískur og fljótur og áræðinn. Það tekur bara tíma að komast almennilega inn en hann var frábær í dag og vonandi verða fleiri svona leikir.“ Jordan Brown var ekki í leikmannahópi Fylkis í kvöld, einfaldlega því hann hefur ekki staðið sig nægilega vel hingað til: „Við erum með sterkan hóp, veljum bara 18 leikmenn og það voru fleiri sem komu til greina í dag. Svona var þetta í dag en hann á eftir að aðlagast okkur betur. Við gefum honum tíma og sjáum hvernig það kemur út,“ sagði Ólafur Ingi. Eysteinn Húni Hauksson og Sigurður Ragnar Eyjólfsson stýra Keflavík í sameiningu.VÍSIR/HULDA MARGRÉT Eysteinn: Eins og við séum bara hræddir „Mér fannst fyrri hálfleikurinn vera hálfgerð sóun hjá okkur. Við sýndum margt ágætt í seinni hálfleik, og skoruðum tvö mörk í leiknum sem á að duga. Við getum ekki staðið í því endalaust að fá á okkur fjögur mörk í leik,“ sagði Eysteinn Húni Hauksson, þjálfari Keflavíkur. Keflvíkingum gekk sérstaklega illa í fyrri hálfleiknum: „Mér fannst við aðallega spila þá inn í leikinn með þversendingum þarna aftast, sem ég veit ekki af hverju við vorum að gera. Við þurfum að skoða þennan leik mjög vel og finna út hvernig við förum að því að sýna betur okkar rétta andlit. Það er eins og við séum dálítið áhyggjufullir, og kannski bara hræddir. Ég veit ekki alveg við hvað. Í seinni hálfleik fórum við að spila, pressa og gera fullt af góðum hlutum. Við áttum fullt af fyrirgjöfum, sem vantaði bara að reka hausinn í. Þeirra maður er að skalla boltann frá í magahæð, rétt fyrir framan markið. Það verðum við að ráðast á,“ sagði Eysteinn. Ekki var hjá því komist að spyrja þjálfarann út í nýju A-landsliðsmennina, Rúnar Þór Sigurgeirsson og Ísak Óla Ólafsson, sem eru á leið til Bandaríkjanna til að mæta Mexíkó í lok mánaðarins: „Við erum mjög ánægðir fyrir þeirra hönd og fyrir hönd félagsins. Mér finnst þetta frábært og gott hjá Arnari [Þór Viðarssyni, landsliðsþjálfara]. Hann sér hvað býr í þessum strákum þó að ekki hafi gengið vel undanfarið. Hann veit hvernig þeir lifa í kringum fótboltann. Þeir eiga þetta innilega skilið.“ Pepsi Max-deild karla Fylkir Keflavík ÍF
Fylkismenn unnu sinn fyrsta sigur í Pepsi Max-deild karla í fótbolta í kvöld þegar þeir lögðu nýliða Keflavíkur að velli, 4-2, í Árbænum. Sigurinn var sannfærandi. Orri Hrafn Kjartansson skoraði tvö afar lagleg mörk fyrir Fylki í kvöld og miðvörðurinn Orri Sveinn Stefánsson skoraði eitt. Frans Elvarsson kom Keflavík yfir strax í upphafi leiks en Djair Parfitt-Williams jafnaði metin fljótlega fyrir Fylki sem var 2-1 yfir í hálfleik. Fylkismenn skoruðu tvö mörk með skömmu millibili eftir klukkutíma leik og þar með var sigurinn í höfn. Joey Gibbs náði þó að minnka muninn fyrir Keflavík úr vítaspyrnu og gestirnir fengu færi til að minnka muninn enn frekar á lokakaflanum en sigur Fylkis var þó fyllilega verðskuldaður. Með sigrinum komust Fylkismenn af botni deildarinnar og þeir eru nú með fimm stig í 7. sæti. Einu stig Keflavíkur komu úr sigrinum gegn Stjörnunni og liðið hefur nú fengið á sig fjögur mörk í tveimur leikjum í röð. Af hverju vann Fylkir? Draumabyrjun Keflavíkur virkaði sem vítamínsprauta á Fylki sem var mikið betra liðið í fyrri hálfleiknum. Staðan að honum loknum var 2-1 en Fylkir hefði getað nýtt sér fleiri stöður gegn mjög ótraustri vörn Keflavíkurliðsins sem auk þess gaf boltann ítrekað frá sér á eigin vallarhelmingi. Þó að Keflavík hafi sýnt klærnar á köflum í seinni hálfleik þá dugði það ekki til því liðið var steinsofandi í þriðja marki Fylkis og gat svo lítið gert í frábæru fjórða marki Fylkis strax í kjölfarið. Hverjir stóðu upp úr? Orri Hrafn var mjög ógnandi í fyrri hálfleiknum og mörkin tvö sem hann skoraði bjó hann algjörlega til sjálfur. Þetta var annar leikur hans í byrjunarliði og Fylkismenn hafa fengið fjögur stig úr þeim leikjum. Djair Parfitt-Williams var einnig stórhættulegur fram á við í fyrri hálfleiknum. Ástbjörn Þórðarson var öflugur á miðjunni fyrir Keflavík, náði í vítaspyrnu og var nálægt því að skora. Hvað gekk illa? Eins og fyrr segir var varnarleikur Keflavíkur mjög ótraustur í fyrri hálfleiknum, liðið missti boltann ítrekað á slæmum stað og gerði Sindra markvörð berskjaldaðri en hann réði við. Christian Volesky náði engum takti í fyrsta byrjunarliðsleik sínum, ekkert kom heldur út úr Kian Williams á kantinum og hinn góði spyrnumaður Davíð Snær Jóhannsson átti margar slæmar sendingar, sérstaklega í fyrri hálfleik. Hvað gerist næst? Það er skammt stórra högga á milli. Keflavík tekur á móti meisturum Vals á mánudagskvöld og Fylkismenn sækja granna sína í Víkingi heim á þriðjudagskvöld. Ólafur Ingi Stígsson og Atli Sveinn Þórarinsson fara yfir málin.VÍSIR/VILHELM Ólafur Ingi: Vonandi fleiri svona leikir hjá Orra Hrafni „Þetta var frábær leikur og góð skemmtun,“ sagði Ólafur Ingi Stígsson, annar þjálfara Fylkis. „Fyrri hálfleikur var mjög flottur og við gerðum líka tvö góð mörk í seinni hálfleik en lágum aðeins of mikið til baka eftir það. Ég skil það samt vel. Við þurftum að finna okkar fyrsta sigur, fórum aðeins of aftarlega en stóðumst samt álagið. Þetta er ótrúlega flott hjá strákunum því það er erfitt þegar maður er ekki búinn að ná fyrsta sigri að lenda svo undir svona snemma, á heimavelli. Spilamennskan var frábær í fyrri hálfleik, nokkur fín færi, og heilt yfir er ég mjög ánægður,“ sagði Ólafur Ingi. Aðspurður um Orra Hrafn svaraði þjálfarinn: „Hann var frábær í dag eins og allt liðið. Hann er duglegur, teknískur og fljótur og áræðinn. Það tekur bara tíma að komast almennilega inn en hann var frábær í dag og vonandi verða fleiri svona leikir.“ Jordan Brown var ekki í leikmannahópi Fylkis í kvöld, einfaldlega því hann hefur ekki staðið sig nægilega vel hingað til: „Við erum með sterkan hóp, veljum bara 18 leikmenn og það voru fleiri sem komu til greina í dag. Svona var þetta í dag en hann á eftir að aðlagast okkur betur. Við gefum honum tíma og sjáum hvernig það kemur út,“ sagði Ólafur Ingi. Eysteinn Húni Hauksson og Sigurður Ragnar Eyjólfsson stýra Keflavík í sameiningu.VÍSIR/HULDA MARGRÉT Eysteinn: Eins og við séum bara hræddir „Mér fannst fyrri hálfleikurinn vera hálfgerð sóun hjá okkur. Við sýndum margt ágætt í seinni hálfleik, og skoruðum tvö mörk í leiknum sem á að duga. Við getum ekki staðið í því endalaust að fá á okkur fjögur mörk í leik,“ sagði Eysteinn Húni Hauksson, þjálfari Keflavíkur. Keflvíkingum gekk sérstaklega illa í fyrri hálfleiknum: „Mér fannst við aðallega spila þá inn í leikinn með þversendingum þarna aftast, sem ég veit ekki af hverju við vorum að gera. Við þurfum að skoða þennan leik mjög vel og finna út hvernig við förum að því að sýna betur okkar rétta andlit. Það er eins og við séum dálítið áhyggjufullir, og kannski bara hræddir. Ég veit ekki alveg við hvað. Í seinni hálfleik fórum við að spila, pressa og gera fullt af góðum hlutum. Við áttum fullt af fyrirgjöfum, sem vantaði bara að reka hausinn í. Þeirra maður er að skalla boltann frá í magahæð, rétt fyrir framan markið. Það verðum við að ráðast á,“ sagði Eysteinn. Ekki var hjá því komist að spyrja þjálfarann út í nýju A-landsliðsmennina, Rúnar Þór Sigurgeirsson og Ísak Óla Ólafsson, sem eru á leið til Bandaríkjanna til að mæta Mexíkó í lok mánaðarins: „Við erum mjög ánægðir fyrir þeirra hönd og fyrir hönd félagsins. Mér finnst þetta frábært og gott hjá Arnari [Þór Viðarssyni, landsliðsþjálfara]. Hann sér hvað býr í þessum strákum þó að ekki hafi gengið vel undanfarið. Hann veit hvernig þeir lifa í kringum fótboltann. Þeir eiga þetta innilega skilið.“