Erfið enduruppbygging framundan á Gasa Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 21. maí 2021 20:00 Manni bjargað úr rústum fjölbýlishúss á Gaza. AP/Khalil Hamra Vopnahlé tók gildi í morgun eftir ellefu daga átök Ísraelshers og Hamas-samtakanna. Rauði krossinn á Íslandi hefur safnað þrjátíu milljónum króna sem munu nýtast í mannúðaraðstoð á svæðinu. Á þriðja hundrað fórust í árásum síðustu daga, langflest á Gasasvæðinu. Bæði Ísraelar og Hamas fögnuðu sigri eftir samþykkt vopnahlésins í gærkvöldi. „Okkar skylda nú er að byggja nýjan veruleika ofan á rústum heimila Hamas-leiðtoga og hryðjuverkaganga þeirra,“ sagði Benny Gantz, varnarmálaráðherra Ísraela en aðgerðir Ísraelshers beindust meðal annars gegn göngum sem Hamas-samtökin hafa notað. Khalil al-Hayya, einn leiðtoga Hamas, var ekki á sama máli. „Óvinurinn Netanjahú og hermenn hans ætluðu að eyðileggja göngin okkar. Í dag vil ég segja honum að við göngum glaðir um þessi sömu göng.“ Tjónið á Gasasvæðinu er gríðarlegt. Atli Viðar Thorstensen, sviðsstjóri hjálpar- og mannúðarsviðs Rauða krossins segir að enduruppbygging gæti tekið langan tíma. „Það er ágætt að hafa það í huga að innviðir í Gasa voru slæmir fyrir. Ástandið er enn verra núna. Það er ómögulegt að segja til um það núna hversu lengi við verðum að ná því upp í það sem var fyrir loftárásir,“segir Atli viðar. Ennþá eigi eftir að meta áhrif árásanna. Atli Viðar Thorstensen, sviðstjóri á hjálpar og mannúðarsviði Rauða krossins. Vonandi fylgi stóraukið hjálparstarf vopnahléinu enda sé þörfin mikil. „Við hófum söfnun rétt í þann mund sem átökin voru að hefjast og þessar loftárásir dundu yfir á Gasa. Við höfum fengið ótrúlega fínar viðtökur og í dag tilkynntum við um að við getum sent um þrjátíu milljónir íslenskra króna.“ Borið hefur á árásum á almenna borgara og segir Atli alþjóðleg mannúðarlög kveða á um með skýrum hætti að það sé óviðunandi. „Meðal annars hafa störf bráðaliða palestínska rauða hálfmánans verið hindruð. Þeir jafnvel sætt árásum, sem er í algjörri andstöðu við alþjóðleg mannúðarlög. Vonandi koma þar til bærir aðilar og skera úr um hvort og með hvaða hætti svona lög hafa verið brotin og vonandi verða einhverjir dregnir til ábyrgðar sömuleiðis.“ Ísrael Palestína Hjálparstarf Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fleiri fréttir Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sjá meira
Á þriðja hundrað fórust í árásum síðustu daga, langflest á Gasasvæðinu. Bæði Ísraelar og Hamas fögnuðu sigri eftir samþykkt vopnahlésins í gærkvöldi. „Okkar skylda nú er að byggja nýjan veruleika ofan á rústum heimila Hamas-leiðtoga og hryðjuverkaganga þeirra,“ sagði Benny Gantz, varnarmálaráðherra Ísraela en aðgerðir Ísraelshers beindust meðal annars gegn göngum sem Hamas-samtökin hafa notað. Khalil al-Hayya, einn leiðtoga Hamas, var ekki á sama máli. „Óvinurinn Netanjahú og hermenn hans ætluðu að eyðileggja göngin okkar. Í dag vil ég segja honum að við göngum glaðir um þessi sömu göng.“ Tjónið á Gasasvæðinu er gríðarlegt. Atli Viðar Thorstensen, sviðsstjóri hjálpar- og mannúðarsviðs Rauða krossins segir að enduruppbygging gæti tekið langan tíma. „Það er ágætt að hafa það í huga að innviðir í Gasa voru slæmir fyrir. Ástandið er enn verra núna. Það er ómögulegt að segja til um það núna hversu lengi við verðum að ná því upp í það sem var fyrir loftárásir,“segir Atli viðar. Ennþá eigi eftir að meta áhrif árásanna. Atli Viðar Thorstensen, sviðstjóri á hjálpar og mannúðarsviði Rauða krossins. Vonandi fylgi stóraukið hjálparstarf vopnahléinu enda sé þörfin mikil. „Við hófum söfnun rétt í þann mund sem átökin voru að hefjast og þessar loftárásir dundu yfir á Gasa. Við höfum fengið ótrúlega fínar viðtökur og í dag tilkynntum við um að við getum sent um þrjátíu milljónir íslenskra króna.“ Borið hefur á árásum á almenna borgara og segir Atli alþjóðleg mannúðarlög kveða á um með skýrum hætti að það sé óviðunandi. „Meðal annars hafa störf bráðaliða palestínska rauða hálfmánans verið hindruð. Þeir jafnvel sætt árásum, sem er í algjörri andstöðu við alþjóðleg mannúðarlög. Vonandi koma þar til bærir aðilar og skera úr um hvort og með hvaða hætti svona lög hafa verið brotin og vonandi verða einhverjir dregnir til ábyrgðar sömuleiðis.“
Ísrael Palestína Hjálparstarf Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fleiri fréttir Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sjá meira