Landsmenn héldu í sér á meðan Gagnamagnið steig á stokk Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 23. maí 2021 15:00 Sjá má á þessu grafi hve mikið notkun á köldu vatni minnkaði á meðan Daði og Gagnamagnið stigu á stokk í Rotterdam. Veitur Landsmenn virðast hafa verið mjög samtaka í klósettferðum á meðan á Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva stóð yfir í gær. Lang flestir slepptu því að létta á sér þegar Daði og Gagnamagnið stigu á stokk samkvæmt gögnum sem Veitur sendu um vatnsnotkun fyrir stuttu. Veitur tóku saman tölur um rennsli á köldu vatni á meðan á útsendingu Eurovision stóð og minnkaði notkunin umtalsvert á meðan íslenska lagið var í loftinu. Í tilkynningu frá Veitum segir að stórir viðburðir sem þessir gefi áhugaverðar upplýsingar um sameiginlegt hegðunarmynstur borgarbúa „og væntanlega landsmanna allra“. „Leiða má líkum að því að skrifa megi sveiflur í notkun vatns, á meðan á söngvakeppninni stendur, á að fólk sé að létta á sér og sturta niður. Svo virðist sem nokkur fjöldi hafi séð ástæðu til að skreppa á klóið áður en myndbandið með framlagi Íslands, 10 Years, var sýnt og hið sama var uppi á teningnum þegar laginu lauk,“ segir í tilkynningunni. Þá segir að vatnsnotkun Reykvíkinga sé yfirleitt töluvert minni þegar lokakeppni Eurovision stendur yfir en á hefðbundnu laugardagskvöldi. Notkunin minnki svo stöðugt þegar líði á kvöldið, sé með minnsta móti þegar íslenska lagið er flutt og svo aftur þegar úrslitin eru kynnt. Að lokinni útsendingu aukist vatnsnotkun svo aftur og verði fljótt í samræmi við það sem gerist á venjulegum laugardagskvöldum. Eurovision Tengdar fréttir Þetta segja útlendingar um frammistöðu Íslands Framlag Íslands í Eurovision vakti mikla athygli á samfélagsmiðlinum Twitter eftir keppnina í gær. 23. maí 2021 10:27 Svona gáfu þjóðirnar okkur stig Finnskir, ástralskir og danskir Eurovision-aðdáendur gáfu Íslandi tólf stig í símakosningu Eurovision í gær. Ísland hafnaði í fjórða sæti í keppninni, en þau Daði Freyr og Gagnamagnið „stigu á svið“ fyrir Íslands hönd og fluttu lagið 10 Years. 23. maí 2021 09:24 Gagnamagnið annað stigahæsta á undanúrslitakvöldinu Eins og þjóðin veit kannski öll lentu Daði og Gagnamagnið í fjórða sæti í Eurovision í gærkvöldi, sem er auðvitað alveg frábær árangur. 23. maí 2021 07:29 Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Inga mundaði skófluna við Sóltún Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Innlent Fleiri fréttir Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Sjá meira
Veitur tóku saman tölur um rennsli á köldu vatni á meðan á útsendingu Eurovision stóð og minnkaði notkunin umtalsvert á meðan íslenska lagið var í loftinu. Í tilkynningu frá Veitum segir að stórir viðburðir sem þessir gefi áhugaverðar upplýsingar um sameiginlegt hegðunarmynstur borgarbúa „og væntanlega landsmanna allra“. „Leiða má líkum að því að skrifa megi sveiflur í notkun vatns, á meðan á söngvakeppninni stendur, á að fólk sé að létta á sér og sturta niður. Svo virðist sem nokkur fjöldi hafi séð ástæðu til að skreppa á klóið áður en myndbandið með framlagi Íslands, 10 Years, var sýnt og hið sama var uppi á teningnum þegar laginu lauk,“ segir í tilkynningunni. Þá segir að vatnsnotkun Reykvíkinga sé yfirleitt töluvert minni þegar lokakeppni Eurovision stendur yfir en á hefðbundnu laugardagskvöldi. Notkunin minnki svo stöðugt þegar líði á kvöldið, sé með minnsta móti þegar íslenska lagið er flutt og svo aftur þegar úrslitin eru kynnt. Að lokinni útsendingu aukist vatnsnotkun svo aftur og verði fljótt í samræmi við það sem gerist á venjulegum laugardagskvöldum.
Eurovision Tengdar fréttir Þetta segja útlendingar um frammistöðu Íslands Framlag Íslands í Eurovision vakti mikla athygli á samfélagsmiðlinum Twitter eftir keppnina í gær. 23. maí 2021 10:27 Svona gáfu þjóðirnar okkur stig Finnskir, ástralskir og danskir Eurovision-aðdáendur gáfu Íslandi tólf stig í símakosningu Eurovision í gær. Ísland hafnaði í fjórða sæti í keppninni, en þau Daði Freyr og Gagnamagnið „stigu á svið“ fyrir Íslands hönd og fluttu lagið 10 Years. 23. maí 2021 09:24 Gagnamagnið annað stigahæsta á undanúrslitakvöldinu Eins og þjóðin veit kannski öll lentu Daði og Gagnamagnið í fjórða sæti í Eurovision í gærkvöldi, sem er auðvitað alveg frábær árangur. 23. maí 2021 07:29 Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Inga mundaði skófluna við Sóltún Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Innlent Fleiri fréttir Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Sjá meira
Þetta segja útlendingar um frammistöðu Íslands Framlag Íslands í Eurovision vakti mikla athygli á samfélagsmiðlinum Twitter eftir keppnina í gær. 23. maí 2021 10:27
Svona gáfu þjóðirnar okkur stig Finnskir, ástralskir og danskir Eurovision-aðdáendur gáfu Íslandi tólf stig í símakosningu Eurovision í gær. Ísland hafnaði í fjórða sæti í keppninni, en þau Daði Freyr og Gagnamagnið „stigu á svið“ fyrir Íslands hönd og fluttu lagið 10 Years. 23. maí 2021 09:24
Gagnamagnið annað stigahæsta á undanúrslitakvöldinu Eins og þjóðin veit kannski öll lentu Daði og Gagnamagnið í fjórða sæti í Eurovision í gærkvöldi, sem er auðvitað alveg frábær árangur. 23. maí 2021 07:29