Fjölmiðlafrumvarpið samþykkt Sunna Sæmundsdóttir skrifar 25. maí 2021 14:51 Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra. vísir/Vilhelm Frumvarp Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra, um stuðning við einkarekna fjölmiðla var samþykkt á Alþingi í dag. Þrjátíu og fjórir þingmenn greiddu atkvæði með frumvarpinu, en ellefu á móti og tólf greiddu ekki atkvæði. Samkvæmt frumvarpinu stendur til að útdeila alls 400 milljónum króna í styrki til einkarekinna fjölmiðla sem geta sótt um 25 prósenta endurgreiðslu á stuðningshæfum kostnaði; eða launum og verktakagreiðslum sem falla til við að afla og miðla fréttum. Frumvarpið hefur verið umdeilt og tekið umtalsverðum breytingum í meðferð þingsins. Ólíkt því sem lagt var upp með er styrkjakerfið nú tímabundið og gildir einungis út næsta ár. Til stendur að skoða umsvif Ríkisútvarpsins og erlendra efnisveitna á auglýsingamarkaði á þeim tíma sem styrkjakerfið gildir. Greiðsluþak styrkja til einstakra fjölmiðla nemur 100 milljónum króna. Fjölmiðlafrumvarpið var samþykkt á Alþingi í dag.vísir/Sigurjón Lilja sagði atkvæðagreiðsluna sögulega. „Því að hér er verið að stíga langþráð skref. Markmið laganna er að efla einkarekna fjölmiðla, auka fjölmiðlafrelsi og styrkja stöðu fjölmiðla til að sinna sínu lýðræðislega hlutverki,“ sagði hún og vísaði til þess að tilurð frumvarpsins mætti rekja til starfshóps sem var skipaður árið 2016. „Það er fagnaðarefni að þessum áfanga sé náð jafnvel þó að hann kunni að vera sá fyrsti af mörgum til að efla íslenska fjölmiðla,“ sagði Lilja. Ekki voru allir sammála um ágæti frumvarpsins og sagði Guðmundur Ingi Kristinsson, þingmaður Flokks fólksins, er hann greiddi atkvæði að málið væri ömurlegt og arfavitlaust. Ömurlegt og arfavitlaust voru orðin sem Guðmundur Ingi notaði til að lýsa frumvarpinu.Vísir/Vilhelm „Þetta heita einkareknir fjölmiðlar. Núna verða þetta einkareknir fjölmiðlar á ríkisstyrk. Fjölmiðlar fá allt upp undir 100 milljónir, í eigu auðmanna. Á sama tíma er ég að fá tölvupóst eftir tölvupóst, þar sem fólk spyr mig hvernig þau eigi að eiga mat eftir fyrstu vikuna í mánuðinum. Þetta er ömurlegt mál og ég segi nei.“ Guðmundur Andri Thorsson, þingmaður Samfylkingarinnar, sagði fulla ástæðu til þess að styrkja fjölmiðla og rekstrarumhverfi þeirra. Hann vísaði þó í álit sitt og minnihluta allsherjar- og menntamálanefndar þar sem lagt var til að styrkjaþakið yrði lækkað. „Við hefðum kosið að þingið hefði samþykkt breytingartillögu okkar sem miðaði að því að hafa styrkina lægri þannig að þeir mundu nýtast fleirum og myndu nýtast betur minni fjölmiðlum en meirihluti þingsins leit ekki svo á og því fór sem fór. En engu að síður þá tel ég að þetta sé framfaramál og við munum styðja þetta mál,“ sagði Guðmundur. Alþingi Fjölmiðlar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fleiri fréttir Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Sjá meira
Þrjátíu og fjórir þingmenn greiddu atkvæði með frumvarpinu, en ellefu á móti og tólf greiddu ekki atkvæði. Samkvæmt frumvarpinu stendur til að útdeila alls 400 milljónum króna í styrki til einkarekinna fjölmiðla sem geta sótt um 25 prósenta endurgreiðslu á stuðningshæfum kostnaði; eða launum og verktakagreiðslum sem falla til við að afla og miðla fréttum. Frumvarpið hefur verið umdeilt og tekið umtalsverðum breytingum í meðferð þingsins. Ólíkt því sem lagt var upp með er styrkjakerfið nú tímabundið og gildir einungis út næsta ár. Til stendur að skoða umsvif Ríkisútvarpsins og erlendra efnisveitna á auglýsingamarkaði á þeim tíma sem styrkjakerfið gildir. Greiðsluþak styrkja til einstakra fjölmiðla nemur 100 milljónum króna. Fjölmiðlafrumvarpið var samþykkt á Alþingi í dag.vísir/Sigurjón Lilja sagði atkvæðagreiðsluna sögulega. „Því að hér er verið að stíga langþráð skref. Markmið laganna er að efla einkarekna fjölmiðla, auka fjölmiðlafrelsi og styrkja stöðu fjölmiðla til að sinna sínu lýðræðislega hlutverki,“ sagði hún og vísaði til þess að tilurð frumvarpsins mætti rekja til starfshóps sem var skipaður árið 2016. „Það er fagnaðarefni að þessum áfanga sé náð jafnvel þó að hann kunni að vera sá fyrsti af mörgum til að efla íslenska fjölmiðla,“ sagði Lilja. Ekki voru allir sammála um ágæti frumvarpsins og sagði Guðmundur Ingi Kristinsson, þingmaður Flokks fólksins, er hann greiddi atkvæði að málið væri ömurlegt og arfavitlaust. Ömurlegt og arfavitlaust voru orðin sem Guðmundur Ingi notaði til að lýsa frumvarpinu.Vísir/Vilhelm „Þetta heita einkareknir fjölmiðlar. Núna verða þetta einkareknir fjölmiðlar á ríkisstyrk. Fjölmiðlar fá allt upp undir 100 milljónir, í eigu auðmanna. Á sama tíma er ég að fá tölvupóst eftir tölvupóst, þar sem fólk spyr mig hvernig þau eigi að eiga mat eftir fyrstu vikuna í mánuðinum. Þetta er ömurlegt mál og ég segi nei.“ Guðmundur Andri Thorsson, þingmaður Samfylkingarinnar, sagði fulla ástæðu til þess að styrkja fjölmiðla og rekstrarumhverfi þeirra. Hann vísaði þó í álit sitt og minnihluta allsherjar- og menntamálanefndar þar sem lagt var til að styrkjaþakið yrði lækkað. „Við hefðum kosið að þingið hefði samþykkt breytingartillögu okkar sem miðaði að því að hafa styrkina lægri þannig að þeir mundu nýtast fleirum og myndu nýtast betur minni fjölmiðlum en meirihluti þingsins leit ekki svo á og því fór sem fór. En engu að síður þá tel ég að þetta sé framfaramál og við munum styðja þetta mál,“ sagði Guðmundur.
Alþingi Fjölmiðlar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fleiri fréttir Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Sjá meira