Vandi hjúkrunarheimila aðkallandi en lausnin ekki auðfundin Sunna Sæmundsdóttir skrifar 26. maí 2021 12:15 Meirihluti fjárlaganefndar segir aðkallandi að taka á rekstrarvanda hjúkrunarheimila og að stíga þurfi skref í þá átt við næstu fjárlagagerð. Vísir/Vilhelm Fjárlaganefnd Alþingis segir rekstrarvanda hjúkrunarheimila aðkallandi en ekki sé ljóst hvernig taka eigi á honum. Formaður Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu segir bráðavanda blasa við og lýsir yfir miklum vonbrigðum með stjórnvöld. Nefndarálit með breytingartillögum meirihluta fjárlaganefndar við fjármáláætlun næstu fimm ára var birt í gær. Þar er fjallað um stöðu hjúkrunarheimila og í áliti segir að nefndin hafi ítarlega kynnt sér nýútkomna skýrslu um afkomu þeirra - eða svokallaða Gylfaskýrslu. Í henni er því spáð að fjöldi landsmanna yfir áttatíu ára aldri muni tvöfaldast á næstu tveimur áratugum og bent á að það kalli á verulega fjölgun hjúkrunarrýma. Fjárlaganefnd leggur til að framlög til hjúkrunarþjónustu verði aukin á árunum 2023 til 2025 til að standa undir fyrirhugaðri fjölgun rýma á þeim tíma. Gísli Páll Pálsson, formaður Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu.Vísir/Einar Gísli Páll Pálsson, formaður Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu, lýsir yfir miklum vonbrigðum að nefndin leggi ekki til hækkanir að öðru leyti. Í nefndaráliti segir að rekstrarvandi heimilanna sé aðkallandi en að nýútkomin skýrsla svari ekki hvernig heppilegast sé að taka á honum. „Það virðist ekki duga að það eru einungis fimm heimili af fjörtíu sem voru réttu megin við núllið árið 2019. Þannig að 87 prósent heimila voru ekki réttu megin við núllið. Það virðist ekki duga til þess að grípa til neinna hækkana. Og eftir 2019 komu fram kjarasamningsbundanr hækkanir þannig staðan hefur líklega versnað. Ég veit ekki hvað þarf að gerast til að fólk vakni og átti sig á stöðunni því hún er grafalvarleg,“ segir Gísli Páll. Formaður Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu segir bráðavanda blasa við hjúkrunarheimilum.vísir/vilhelm Í áliti nefndarinnar er vísað í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar um að endurskoða þurfi framlög til reksturs heimilanna. Gísli telur útséð að við þetta verði ekki staðið og lýsir yfir miklum vonbrigðum. „Það hefur verið 0,5 prósenta hagræðingarkarafa á hjúkrunarheimili á hverju ári. Grunnurinn hefur aldrei verið aukinn og þegar heilbrigðisráðherra segir að það hafi verið aukinn peningur settur í hjúkrunarheimilin er það hárrétt, en það er vegna launahækkana og verðlagshækkana. Það hefur enginn raunverulegur nýr peningur komið inn í hjúkrunarheimilin í valdatíð þessarar ríkisstjórnar og ég verð rosa feginn þegar við losnum við hana,“ segir Gísli. Hjúkrunarheimili Alþingi Eldri borgarar Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Boða til upplýsingafundar um landamærin Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Erlent Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Erlent Fleiri fréttir Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Boða til upplýsingafundar um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Sjá meira
Nefndarálit með breytingartillögum meirihluta fjárlaganefndar við fjármáláætlun næstu fimm ára var birt í gær. Þar er fjallað um stöðu hjúkrunarheimila og í áliti segir að nefndin hafi ítarlega kynnt sér nýútkomna skýrslu um afkomu þeirra - eða svokallaða Gylfaskýrslu. Í henni er því spáð að fjöldi landsmanna yfir áttatíu ára aldri muni tvöfaldast á næstu tveimur áratugum og bent á að það kalli á verulega fjölgun hjúkrunarrýma. Fjárlaganefnd leggur til að framlög til hjúkrunarþjónustu verði aukin á árunum 2023 til 2025 til að standa undir fyrirhugaðri fjölgun rýma á þeim tíma. Gísli Páll Pálsson, formaður Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu.Vísir/Einar Gísli Páll Pálsson, formaður Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu, lýsir yfir miklum vonbrigðum að nefndin leggi ekki til hækkanir að öðru leyti. Í nefndaráliti segir að rekstrarvandi heimilanna sé aðkallandi en að nýútkomin skýrsla svari ekki hvernig heppilegast sé að taka á honum. „Það virðist ekki duga að það eru einungis fimm heimili af fjörtíu sem voru réttu megin við núllið árið 2019. Þannig að 87 prósent heimila voru ekki réttu megin við núllið. Það virðist ekki duga til þess að grípa til neinna hækkana. Og eftir 2019 komu fram kjarasamningsbundanr hækkanir þannig staðan hefur líklega versnað. Ég veit ekki hvað þarf að gerast til að fólk vakni og átti sig á stöðunni því hún er grafalvarleg,“ segir Gísli Páll. Formaður Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu segir bráðavanda blasa við hjúkrunarheimilum.vísir/vilhelm Í áliti nefndarinnar er vísað í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar um að endurskoða þurfi framlög til reksturs heimilanna. Gísli telur útséð að við þetta verði ekki staðið og lýsir yfir miklum vonbrigðum. „Það hefur verið 0,5 prósenta hagræðingarkarafa á hjúkrunarheimili á hverju ári. Grunnurinn hefur aldrei verið aukinn og þegar heilbrigðisráðherra segir að það hafi verið aukinn peningur settur í hjúkrunarheimilin er það hárrétt, en það er vegna launahækkana og verðlagshækkana. Það hefur enginn raunverulegur nýr peningur komið inn í hjúkrunarheimilin í valdatíð þessarar ríkisstjórnar og ég verð rosa feginn þegar við losnum við hana,“ segir Gísli.
Hjúkrunarheimili Alþingi Eldri borgarar Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Boða til upplýsingafundar um landamærin Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Erlent Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Erlent Fleiri fréttir Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Boða til upplýsingafundar um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Sjá meira