Norðlendingar hafa getað notið hitans vel því í dag var heiðskírt og stillt veður.
Daníel Þorláksson, veðurfræðingur hjá Veðurstofunni, segir að veðrið verði svipað á morgun fyrir norðan; mjög hlýtt, heiðskírt og stillt.
Hann útilokar þá ekki að í borginni verði veðrið eitthvað í átt við það sem er á Norðurlandi þó ljóst sé að hér verði örlítið meiri vindur og að hitinn fari ekki svo hátt. „Ef allt gengur upp gætum við þó farið upp í alveg 14, 15 gráður hérna á morgun,“ segir hann.