Örugg á hjólinu Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar 27. maí 2021 08:02 Hjólreiðafólki hefur fjölgað ört síðastliðin ár og njóta hjólreiðar sívaxandi vinsælda bæði sem íþrótt og samgöngumáti. Síminn Cyclothon verður haldið dagana 22. til 25. júní 2021 en fjöldi málefna hafa fengið góðan stuðning frá Cyclothon í gegnum árin. Í ár verður safnað fyrir Landvernd og eru eflaust margir að stunda æfingar af miklum móð þessa dagana. En kapp er best með forsjá og huga þarf að ýmsum öryggisatriðum á ferðinni. Öryggisbúnaður Nauðsynlegt er að huga vel að öryggi hjólreiðamanna og áður en lagt er af stað skiptir máli að reiðskjótinn sé vel búinn og í lagi. Endurskin á að vera framan og aftan á hjóli, á fótstigum og teinum og einnig þarf að vera bjalla á hjólinu svo hægt sé að vara aðra vegfarendur við ef þörf krefur. Ljós skulu vera að aftan og framan og þegar skyggja tekur er skylda að vera með ljós. Bremsur þurfa að vera í lagi og kanna þarf ástand þeirra reglulega. Auk þessa þarf hjólandi vegfarandi að vera vel sýnilegur og því er mælt með endurskinsvesti eða fötum í áberandi litum. Síðast en ekki síst er hjálmurinn mikilvægur öryggisbúnaður. Börnum yngri en 16 ára ber samkvæmt lögum að nota hlífðarhjálm við hjólreiðar en mælt er með að allir, ungir sem aldnir noti hjálm. Hann þarf að vera í réttri stærð og rétt stilltur. Hann þarf einnig að vera CE merktur og framleiðsludagur á að koma fram á límmiða innan í hjálminum. Endingartími hjálms miðast yfirleitt við fimm ár frá framleiðsludegi en þrjú ár frá söludegi. Tryggingar reiðhjóla og reiðhjólakappa Mikilvægt er að vera vel tryggður í frístundum og þá bæði fyrir slysum og tjóni á búnaði. Ef fólk er með tryggingu á borð við Fjölskylduvernd sem innifelur slysatryggingu í frítíma er það almennt vel tryggt en þegar komið er út í keppnisíþróttir þarf að kanna málið betur. Ef þú átt dýrt hjól eða keppir í hjólreiðum þarf að skoða vel hvers konar tryggingu þú ert með og líklega er þá þörf á sérstakri reiðhjólatryggingu. Þeir sem keppa í hjólreiðum gætu einnig þurft að slysatryggja sig sérstaklega en undanfarin ár hafa tryggingafélög komið sífellt betur til móts við hjólreiðafólk þegar kemur að skilmálum. Fjölbreytt umferð Við búum við breyttan veruleika þegar kemur að umferð þar sem sífellt fleiri farartæki eru á ferðinni og tillitssemi í umferðinni hefur sjaldan eða aldrei verið mikilvægari. Auk reiðhjóla hafa rafhlaupahjól, rafmagnshjól og vespur rutt sér til rúms og umferð um náttúrustíga er einnig fjölbreyttari. Nýlega var þörf umræða um aukinn ágang á reiðvegum í höfuðborginni þar sem gangandi, hlaupandi og hjólandi nýta sér í auknum mæli sérmerkta reiðstíga, sér í lagi á tímum takmarkana og farsóttar. Þá bar því miður á því að ekki væri sýnd nægjanleg tillitssemi en gæta þarf sérstaklega að umgengni í kringum hesta sem bregðast eðli málsins samkvæmt við áreiti. Hestinum getur brugðið en farartækjunum er alfarið stjórnað af þeim sem á þeim sitja. Ef allir vanda sig og taka tillit til sérmerktra stíga eru meiri líkur á að við getum öll notið útivistarinnar með góðu samkomulagi. Aðgát skal höfð Almennt ættu allir vegfarendur að miða við að í gildi sé hægri umferð. Þá er tekið fram úr vinstra megin. Ef merki aðgreina umferð gangandi og hjólandi skal virða þau en ef þau eru ekki fyrir hendi gildir hægri umferð. Mikilvægt er að hjólreiðamenn hægi á sér og gefi merki með bjöllu tímanlega áður en komið er að gangandi vegfaranda, blindhorni eða beygju. Gangandi vegfarendur eiga yfirleitt ekki von á skyndilegum framúrakstri. Eins þarf að gæta varúðar þegar farið er yfir umferðargötur og akbraut og stígar skerast. Ýmis ákvæði eru í umferðarlögum um hjólreiðar. Hjólreiðarmaður skal almennt halda sig lengst til hægri á akrein en óhætt er að hjóla á miðri akrein á vegi þar sem hámarkshraði er ekki meiri en 30 km/klst. Bann við notkun snjalltækja gildir jafnt fyrir hjólreiðamenn sem ökumenn vélknúinna ökutækja. Ökumenn þurfa einnig að sýna tillitssemi og horfa vel fram fyrir sig. Í tengslum við umhverfið Hjólreiðar eru hópíþrótt og snúast mikið um að læra að vera í hóp. Þeir sem æfa hjólreiðar nefna til dæmis að götuhjólreiðar snúist mikið um að læra að lesa hópinn og skynja umhverfi sitt. Til að fá góða tilfinningu fyrir hvernig er að hjóla í umferð eða í hópi með öðru hjólreiðafólki þarf æfingu og þess vegna skiptir máli að fólk fari rólega af stað og viði að sér reynslu og þekkingu. Þetta er til dæmis hægt að gera hjá hjólreiðafélögum. Að lokum er vert að hnykkja á því að allur búnaður sé í lagi: góð dekk, bremsur og gírar virki og nýlegur hjálmur sem passar. Höfundur er verkefnastjóri forvarna hjá Sjóvá. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hrefna Sigurjónsdóttir Umferðaröryggi Hjólreiðar Mest lesið Halldór 11.01.2025 Rafn Ágúst Ragnarsson Halldór Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson skrifar Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir skrifar Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Með vægi í samræmi við það Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugvíkkandi efni: Forvitni umfram dómhörku Bergsveinn Ólafsson skrifar Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Sjá meira
Hjólreiðafólki hefur fjölgað ört síðastliðin ár og njóta hjólreiðar sívaxandi vinsælda bæði sem íþrótt og samgöngumáti. Síminn Cyclothon verður haldið dagana 22. til 25. júní 2021 en fjöldi málefna hafa fengið góðan stuðning frá Cyclothon í gegnum árin. Í ár verður safnað fyrir Landvernd og eru eflaust margir að stunda æfingar af miklum móð þessa dagana. En kapp er best með forsjá og huga þarf að ýmsum öryggisatriðum á ferðinni. Öryggisbúnaður Nauðsynlegt er að huga vel að öryggi hjólreiðamanna og áður en lagt er af stað skiptir máli að reiðskjótinn sé vel búinn og í lagi. Endurskin á að vera framan og aftan á hjóli, á fótstigum og teinum og einnig þarf að vera bjalla á hjólinu svo hægt sé að vara aðra vegfarendur við ef þörf krefur. Ljós skulu vera að aftan og framan og þegar skyggja tekur er skylda að vera með ljós. Bremsur þurfa að vera í lagi og kanna þarf ástand þeirra reglulega. Auk þessa þarf hjólandi vegfarandi að vera vel sýnilegur og því er mælt með endurskinsvesti eða fötum í áberandi litum. Síðast en ekki síst er hjálmurinn mikilvægur öryggisbúnaður. Börnum yngri en 16 ára ber samkvæmt lögum að nota hlífðarhjálm við hjólreiðar en mælt er með að allir, ungir sem aldnir noti hjálm. Hann þarf að vera í réttri stærð og rétt stilltur. Hann þarf einnig að vera CE merktur og framleiðsludagur á að koma fram á límmiða innan í hjálminum. Endingartími hjálms miðast yfirleitt við fimm ár frá framleiðsludegi en þrjú ár frá söludegi. Tryggingar reiðhjóla og reiðhjólakappa Mikilvægt er að vera vel tryggður í frístundum og þá bæði fyrir slysum og tjóni á búnaði. Ef fólk er með tryggingu á borð við Fjölskylduvernd sem innifelur slysatryggingu í frítíma er það almennt vel tryggt en þegar komið er út í keppnisíþróttir þarf að kanna málið betur. Ef þú átt dýrt hjól eða keppir í hjólreiðum þarf að skoða vel hvers konar tryggingu þú ert með og líklega er þá þörf á sérstakri reiðhjólatryggingu. Þeir sem keppa í hjólreiðum gætu einnig þurft að slysatryggja sig sérstaklega en undanfarin ár hafa tryggingafélög komið sífellt betur til móts við hjólreiðafólk þegar kemur að skilmálum. Fjölbreytt umferð Við búum við breyttan veruleika þegar kemur að umferð þar sem sífellt fleiri farartæki eru á ferðinni og tillitssemi í umferðinni hefur sjaldan eða aldrei verið mikilvægari. Auk reiðhjóla hafa rafhlaupahjól, rafmagnshjól og vespur rutt sér til rúms og umferð um náttúrustíga er einnig fjölbreyttari. Nýlega var þörf umræða um aukinn ágang á reiðvegum í höfuðborginni þar sem gangandi, hlaupandi og hjólandi nýta sér í auknum mæli sérmerkta reiðstíga, sér í lagi á tímum takmarkana og farsóttar. Þá bar því miður á því að ekki væri sýnd nægjanleg tillitssemi en gæta þarf sérstaklega að umgengni í kringum hesta sem bregðast eðli málsins samkvæmt við áreiti. Hestinum getur brugðið en farartækjunum er alfarið stjórnað af þeim sem á þeim sitja. Ef allir vanda sig og taka tillit til sérmerktra stíga eru meiri líkur á að við getum öll notið útivistarinnar með góðu samkomulagi. Aðgát skal höfð Almennt ættu allir vegfarendur að miða við að í gildi sé hægri umferð. Þá er tekið fram úr vinstra megin. Ef merki aðgreina umferð gangandi og hjólandi skal virða þau en ef þau eru ekki fyrir hendi gildir hægri umferð. Mikilvægt er að hjólreiðamenn hægi á sér og gefi merki með bjöllu tímanlega áður en komið er að gangandi vegfaranda, blindhorni eða beygju. Gangandi vegfarendur eiga yfirleitt ekki von á skyndilegum framúrakstri. Eins þarf að gæta varúðar þegar farið er yfir umferðargötur og akbraut og stígar skerast. Ýmis ákvæði eru í umferðarlögum um hjólreiðar. Hjólreiðarmaður skal almennt halda sig lengst til hægri á akrein en óhætt er að hjóla á miðri akrein á vegi þar sem hámarkshraði er ekki meiri en 30 km/klst. Bann við notkun snjalltækja gildir jafnt fyrir hjólreiðamenn sem ökumenn vélknúinna ökutækja. Ökumenn þurfa einnig að sýna tillitssemi og horfa vel fram fyrir sig. Í tengslum við umhverfið Hjólreiðar eru hópíþrótt og snúast mikið um að læra að vera í hóp. Þeir sem æfa hjólreiðar nefna til dæmis að götuhjólreiðar snúist mikið um að læra að lesa hópinn og skynja umhverfi sitt. Til að fá góða tilfinningu fyrir hvernig er að hjóla í umferð eða í hópi með öðru hjólreiðafólki þarf æfingu og þess vegna skiptir máli að fólk fari rólega af stað og viði að sér reynslu og þekkingu. Þetta er til dæmis hægt að gera hjá hjólreiðafélögum. Að lokum er vert að hnykkja á því að allur búnaður sé í lagi: góð dekk, bremsur og gírar virki og nýlegur hjálmur sem passar. Höfundur er verkefnastjóri forvarna hjá Sjóvá.
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar
Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun