Skynsamlegar ákvarðanir og jafnrétti Rafnar Lárusson skrifar 27. maí 2021 11:31 Samkeppnishæfni fyrirtækja og landa byggir á því að ná sérstöðu, hagkvæmni og taka betri ákvarðanir en aðrir. Reynir ekki síst á það í landi eins og okkar sem er smátt í alþjóðlegu samhengi. Ísland er þó í öfundsverðri stöðu þar sem landið er ríkt af auðlindum og mannauði, en við þurfum að nýta tækifærin og sækja áfram. Hvaða leiðir eru færar? Ef litið er á tölfræði þá kemur ein leið sterkt fram. Í skýrslu sem alþjóðlega ráðgjafafyrirtækið McKinsey & Company tók saman í maí á síðasta ári og kallast „Diversity wins“ eða „Fjölbreytileikinn sigrar“, var gerð greining á um eitt þúsund fyrirtækjum víða um heim þar sem rannsökuð voru, meðal annars, áhrif kynjajafnréttis á arðsemi. Ein af niðurstöðum skýrslunnar er að þau fyrirtæki sem voru með mesta fjölbreytni kynja í stjórnendalaginu væru að jafnaði 25% líklegri til að ná meiri arðsemi en þau sem byggðu á einsleitni. Þá gerði PwC sambærilega rannsókn á vegum eignastýringarfyrirtækisins Storebrand og mannúðarsamtakanna Care í Noregi árið 2019. Þar voru skoðuð 65 af stærstu skráðu fyrirtækjum Norðurlanda í kauphöllum, þar á meðal á Íslandi. Fyrirtæki sem voru hlutfallslega með fleiri konur í efsta stjórnendalagi og stjórn af þýðinu sýndu m.a. fram á meiri vöxt tekna, hærra hagnaðarhlutfall, meiri meðalarðsemi eiginfjár og færri ár þar sem tap var af rekstri. Af þessu má sjá að ein besta leið til sóknar er að jafna stöðu kynja. Ef litið er til vænts hagvaxtar og samkeppnisstöðu Íslands er viðkemur jafnrétti kynja þá eru ýmis jákvæð teikn á lofti. Landið hefur t.a.m. vermt efsta sæti kynjajafnréttislista Alþjóðaefnahagsráðsins í 12 ár, þó að fullkomnu jafnrétti sé síður en svo náð. Sóknarfærin eru víða, enn hallar til dæmis verulega á konur í efsta stjórnendalagi stærstu fyrirtækja landsins og engin kona leiðir fyrirtæki sem skráð er í Kauphöllinni. Landsvirkjun vinnur jafnt og þétt að því að bæta samkeppnisstöðu Íslands er kemur að raforkuvinnslu og umhverfismálum, en áhersla á jafnrétti kynja er eitt af lykilatriðunum til að ná þeim árangri. Ekki einungis jafnrétti þegar kemur að launum og kynjahlutfalli starfsfólks, heldur einnig að fjölbreytni njóti sín í fyrirtækjamenningunni. Árið 2019 fengum við hvatningarverðlaun jafnréttismála og nú er hlutfall kvenna og karla meðal framkvæmdastjóra orðið jafnt í fyrsta sinn í sögu fyrirtækisins. Sóknin heldur áfram. Jákvæður hvati við endurskoðun Það er eitt að leggja áherslu á jafnrétti í ákvörðunum og rekstri sem við sjálf sinnum, en ekki er síður mikilvægt að vera meðvituð og huga að sömu þáttum þegar kemur að þeirri þjónustu sem fyrirtæki sækja. Nýlegt dæmi er þegar Landsvirkjun ásamt dótturfélögum stóð að útboði á endurskoðun í samvinnu við Ríkisendurskoðun. Samkvæmt síðustu ársskýrslu Félags löggiltra endurskoðenda eru konur einungis 29% félagsmanna. Til þess að skapa jákvæðan hvata að jafna þetta hlutfall og stuðla að auknu jafnrétti og fjölbreytni í gæðum þjónustunnar settum við fram skilyrði í útboðinu um að tveir endurskoðendur árituðu ársuppgjör og könnuð hálfsársuppgjör Landsvirkjunar, en ekki einn eins og lágmarkið er. Einnig var sú krafa gerð, að þeir löggiltu endurskoðendur sem árituðu reikningsskil væru ekki af sama kyni. Þannig var skapaður hvati til að jafna kynjahlutföll þar sem á hallar. Svona hvata er hægt að nota víðar í þeirri þjónustu og ráðgjöf sem fyrirtæki þurfa á að halda. Við það ná fyrirtæki að skapa sér sérstöðu, sýna hagkvæmni í rekstri og bæta ákvarðanir. Styðjum við breytingar og fjölbreytni frá ýmsum hliðum, tökum höndum saman og tryggjum samkeppnishæfni Íslands og hagvöxt til framtíðar. Jöfnum stöðu kynjanna. Höfundur er framkvæmdastjóri Fjármála og upplýsingatækni hjá Landsvirkjun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jafnréttismál Landsvirkjun Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson Skoðun Skoðun Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Samkeppnishæfni fyrirtækja og landa byggir á því að ná sérstöðu, hagkvæmni og taka betri ákvarðanir en aðrir. Reynir ekki síst á það í landi eins og okkar sem er smátt í alþjóðlegu samhengi. Ísland er þó í öfundsverðri stöðu þar sem landið er ríkt af auðlindum og mannauði, en við þurfum að nýta tækifærin og sækja áfram. Hvaða leiðir eru færar? Ef litið er á tölfræði þá kemur ein leið sterkt fram. Í skýrslu sem alþjóðlega ráðgjafafyrirtækið McKinsey & Company tók saman í maí á síðasta ári og kallast „Diversity wins“ eða „Fjölbreytileikinn sigrar“, var gerð greining á um eitt þúsund fyrirtækjum víða um heim þar sem rannsökuð voru, meðal annars, áhrif kynjajafnréttis á arðsemi. Ein af niðurstöðum skýrslunnar er að þau fyrirtæki sem voru með mesta fjölbreytni kynja í stjórnendalaginu væru að jafnaði 25% líklegri til að ná meiri arðsemi en þau sem byggðu á einsleitni. Þá gerði PwC sambærilega rannsókn á vegum eignastýringarfyrirtækisins Storebrand og mannúðarsamtakanna Care í Noregi árið 2019. Þar voru skoðuð 65 af stærstu skráðu fyrirtækjum Norðurlanda í kauphöllum, þar á meðal á Íslandi. Fyrirtæki sem voru hlutfallslega með fleiri konur í efsta stjórnendalagi og stjórn af þýðinu sýndu m.a. fram á meiri vöxt tekna, hærra hagnaðarhlutfall, meiri meðalarðsemi eiginfjár og færri ár þar sem tap var af rekstri. Af þessu má sjá að ein besta leið til sóknar er að jafna stöðu kynja. Ef litið er til vænts hagvaxtar og samkeppnisstöðu Íslands er viðkemur jafnrétti kynja þá eru ýmis jákvæð teikn á lofti. Landið hefur t.a.m. vermt efsta sæti kynjajafnréttislista Alþjóðaefnahagsráðsins í 12 ár, þó að fullkomnu jafnrétti sé síður en svo náð. Sóknarfærin eru víða, enn hallar til dæmis verulega á konur í efsta stjórnendalagi stærstu fyrirtækja landsins og engin kona leiðir fyrirtæki sem skráð er í Kauphöllinni. Landsvirkjun vinnur jafnt og þétt að því að bæta samkeppnisstöðu Íslands er kemur að raforkuvinnslu og umhverfismálum, en áhersla á jafnrétti kynja er eitt af lykilatriðunum til að ná þeim árangri. Ekki einungis jafnrétti þegar kemur að launum og kynjahlutfalli starfsfólks, heldur einnig að fjölbreytni njóti sín í fyrirtækjamenningunni. Árið 2019 fengum við hvatningarverðlaun jafnréttismála og nú er hlutfall kvenna og karla meðal framkvæmdastjóra orðið jafnt í fyrsta sinn í sögu fyrirtækisins. Sóknin heldur áfram. Jákvæður hvati við endurskoðun Það er eitt að leggja áherslu á jafnrétti í ákvörðunum og rekstri sem við sjálf sinnum, en ekki er síður mikilvægt að vera meðvituð og huga að sömu þáttum þegar kemur að þeirri þjónustu sem fyrirtæki sækja. Nýlegt dæmi er þegar Landsvirkjun ásamt dótturfélögum stóð að útboði á endurskoðun í samvinnu við Ríkisendurskoðun. Samkvæmt síðustu ársskýrslu Félags löggiltra endurskoðenda eru konur einungis 29% félagsmanna. Til þess að skapa jákvæðan hvata að jafna þetta hlutfall og stuðla að auknu jafnrétti og fjölbreytni í gæðum þjónustunnar settum við fram skilyrði í útboðinu um að tveir endurskoðendur árituðu ársuppgjör og könnuð hálfsársuppgjör Landsvirkjunar, en ekki einn eins og lágmarkið er. Einnig var sú krafa gerð, að þeir löggiltu endurskoðendur sem árituðu reikningsskil væru ekki af sama kyni. Þannig var skapaður hvati til að jafna kynjahlutföll þar sem á hallar. Svona hvata er hægt að nota víðar í þeirri þjónustu og ráðgjöf sem fyrirtæki þurfa á að halda. Við það ná fyrirtæki að skapa sér sérstöðu, sýna hagkvæmni í rekstri og bæta ákvarðanir. Styðjum við breytingar og fjölbreytni frá ýmsum hliðum, tökum höndum saman og tryggjum samkeppnishæfni Íslands og hagvöxt til framtíðar. Jöfnum stöðu kynjanna. Höfundur er framkvæmdastjóri Fjármála og upplýsingatækni hjá Landsvirkjun.
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun