„Ekki einn maður haldið því fram að þetta sé sanngjarnt“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 27. maí 2021 16:21 Þórir Skarphéðinsson hugsar til þúsunda landsmanna sem tóku lán hjá Íbúðalánasjóði fyrir árið 2013 með 16% uppgreiðslugjaldi. Vísir/SigurjónÓ Lögmaður hjóna sem fögnuðu sigri í deilu við Íbúðalánasjóð vegna uppgreiðslugjalds sem metið var ólögmætt í héraðsdómi í desember segir nýfallinn dóm fullskipaðs Hæstarétts í málinu mikil vonbrigði. Dómurinn féll Íbúðalánasjóði í vil. Hjónin tóku fjörutíu ára lán hjá Íbúðalánasjóði árið 2008. Árið 2019 ætluðu þau að greiða inn á lánið sitt en komust að því að til þess að gera það þyrftu þau að greiða 16% uppgreiðsluþóknun af eftirstöðvum lánsins. 3,7 milljónir í krónum talið í tilfelli þessara hjóna. Hámarksuppgreiðslugjald á Íslandi hefur verið 1% frá árinu 2013. Þórir Skarphéðinsson, lögmaður hjónanna, segir dóminn mikinn vonbrigði fyrir hjónin en ekki síður allan þann fjölda fólks sem sé fast í viðjum þessara hávaxtalána Íbúðalánasjóðs sem það tók fyrir árið 2013. Fólkið geti ekki endurfjármagnað á sama tíma og margfalt betri kjör standi til boða. „Þetta er algjör viðsnúningur. Við vorum náttúrulega full bjartsýni og vonar eftir dóminn frá því í desember þar sem fjölskipaður héraðsdómur kemst að því að þessar uppreiðsluþóknanir væru ólögmætar. Sá dómur var mjög afgerandi og vel rökstuddur,“ segir Þórir. „Hæstiréttur þurfti að leggjast í ansi mikla vinnu til að snúa sig út úr þeim dómi - sem eru auðvitað vonbrigði.“ Allajafna dæmir einn dómari í málum í héraði. Stundum þrír þegar aðstæður kalla á það. Til dæmis þegar svo mikið er í húfi. Mörg þúsund manns og fleiri milljarðar króna. Þórir segist hafa talið að svo vel rökstuddur dómur yrði staðfestur í Hæstarétti en svo hafi ekki verið. „Það er ansi langt seilst í lagatúlkunum að mínu mati. Það er í raun þannig að allur vafi er túlkaður sjóðnum í hag,“ segir Þórir. Hann vísar til þess að tekið sé fram í dómi Hæstaréttar að heimild fyrir uppgreiðslugjaldi og reglugerð þess efnis hefði mátt vera skýrari. En það hafi ekki nægt til að staðfesta niðurstöðu í héraði. „Þarna er ákveðinn vafi í túlkun á ákvæðum en það er ekki túlkað umbjóðendum mínum í hag.“ Þórir segist enn vera að glöggva sig á niðurstöðunni. Hann sé ekki tilbúinn að úttala sig á þessu stigi hvort dómurinn hafi fordæmisgildi í öllum öðrum uppgreiðslumálum. Hann hugsar til fólks sem sé fast í klóm þessa láns. Alveg sama við hvern þú talar „Það hefur hellingur af fólki haft samband, sem stendur frammi fyrri því að endurfjármagna sig en þurfa að greiða 3-4 milljónir í þóknun.“ Upphæð sem í mörgum tilfellum er hærri en sú upphæð sem til stendur að greiða inn á lánið. „Það er skelfilegt að vera fastur í þessu á meðan verið er að bjóða önnur lán á miklu lægri vöxtum - en geta sig hvergi hreyft. Það hefur ekki einn maður haldið því fram að þetta sé sanngjarnt. Það er alveg sama við hvern þú talar.“ Dómsmál Húsnæðismál Tengdar fréttir Viðsnúningur í Hæstarétti vegna uppgreiðsluþóknunar Íbúðalánasjóðs Hæstiréttur sýknaði í dag Íbúðalánasjóð í einu máli er varðaði uppgreiðsluþóknun sjóðsins og ómerkti dóm í öðru og vísaði til meðferðar í héraði á nýjan leik. Héraðsdómur hafði áður komist að þeirri niðurstöðu að uppgreiðsluþóknun Íbúðalánasjóðs hefði verið ólögmæt. 27. maí 2021 14:38 Áfrýjar dómi sem gæti kostað ríkið milljarða Íslensk stjórnvöld hafa ákveðið að áfrýja dómi í máli hjóna sem höfðu betur í dómsmáli gegn Íbúðarlánasjóði. Ríkið segir að þetta sé gert í ljósi þeirra verulegu hagsmuna sem undir séu. 8. desember 2020 14:15 Ólögmætt uppgreiðslugjald Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt uppgreiðslugjald lánþega á lánum sem tekin voru hjá Íbúðalánasjóði (ÍLS) á árunum 2005-13 ólögleg. ÍLS var óheimilt að krefja lánþega um greiðslu uppgreiðslugjalda þegar þeir greiddu lán sín upp. 6. desember 2020 10:01 Fögnuðu óvæntum sigri í máli sem gæti kostað ríkið milljarða Kona sem lagði Íbúðalánasjóð í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær segist ekki hafa átt von á niðurstöðunni, en dómurinn er sagður marka tímamót og gæti kostað ríkissjóð á annan tug milljarða. Dómurinn sé sigur fyrir lántakendur. 5. desember 2020 12:42 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Fleiri fréttir Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Sjá meira
Hjónin tóku fjörutíu ára lán hjá Íbúðalánasjóði árið 2008. Árið 2019 ætluðu þau að greiða inn á lánið sitt en komust að því að til þess að gera það þyrftu þau að greiða 16% uppgreiðsluþóknun af eftirstöðvum lánsins. 3,7 milljónir í krónum talið í tilfelli þessara hjóna. Hámarksuppgreiðslugjald á Íslandi hefur verið 1% frá árinu 2013. Þórir Skarphéðinsson, lögmaður hjónanna, segir dóminn mikinn vonbrigði fyrir hjónin en ekki síður allan þann fjölda fólks sem sé fast í viðjum þessara hávaxtalána Íbúðalánasjóðs sem það tók fyrir árið 2013. Fólkið geti ekki endurfjármagnað á sama tíma og margfalt betri kjör standi til boða. „Þetta er algjör viðsnúningur. Við vorum náttúrulega full bjartsýni og vonar eftir dóminn frá því í desember þar sem fjölskipaður héraðsdómur kemst að því að þessar uppreiðsluþóknanir væru ólögmætar. Sá dómur var mjög afgerandi og vel rökstuddur,“ segir Þórir. „Hæstiréttur þurfti að leggjast í ansi mikla vinnu til að snúa sig út úr þeim dómi - sem eru auðvitað vonbrigði.“ Allajafna dæmir einn dómari í málum í héraði. Stundum þrír þegar aðstæður kalla á það. Til dæmis þegar svo mikið er í húfi. Mörg þúsund manns og fleiri milljarðar króna. Þórir segist hafa talið að svo vel rökstuddur dómur yrði staðfestur í Hæstarétti en svo hafi ekki verið. „Það er ansi langt seilst í lagatúlkunum að mínu mati. Það er í raun þannig að allur vafi er túlkaður sjóðnum í hag,“ segir Þórir. Hann vísar til þess að tekið sé fram í dómi Hæstaréttar að heimild fyrir uppgreiðslugjaldi og reglugerð þess efnis hefði mátt vera skýrari. En það hafi ekki nægt til að staðfesta niðurstöðu í héraði. „Þarna er ákveðinn vafi í túlkun á ákvæðum en það er ekki túlkað umbjóðendum mínum í hag.“ Þórir segist enn vera að glöggva sig á niðurstöðunni. Hann sé ekki tilbúinn að úttala sig á þessu stigi hvort dómurinn hafi fordæmisgildi í öllum öðrum uppgreiðslumálum. Hann hugsar til fólks sem sé fast í klóm þessa láns. Alveg sama við hvern þú talar „Það hefur hellingur af fólki haft samband, sem stendur frammi fyrri því að endurfjármagna sig en þurfa að greiða 3-4 milljónir í þóknun.“ Upphæð sem í mörgum tilfellum er hærri en sú upphæð sem til stendur að greiða inn á lánið. „Það er skelfilegt að vera fastur í þessu á meðan verið er að bjóða önnur lán á miklu lægri vöxtum - en geta sig hvergi hreyft. Það hefur ekki einn maður haldið því fram að þetta sé sanngjarnt. Það er alveg sama við hvern þú talar.“
Dómsmál Húsnæðismál Tengdar fréttir Viðsnúningur í Hæstarétti vegna uppgreiðsluþóknunar Íbúðalánasjóðs Hæstiréttur sýknaði í dag Íbúðalánasjóð í einu máli er varðaði uppgreiðsluþóknun sjóðsins og ómerkti dóm í öðru og vísaði til meðferðar í héraði á nýjan leik. Héraðsdómur hafði áður komist að þeirri niðurstöðu að uppgreiðsluþóknun Íbúðalánasjóðs hefði verið ólögmæt. 27. maí 2021 14:38 Áfrýjar dómi sem gæti kostað ríkið milljarða Íslensk stjórnvöld hafa ákveðið að áfrýja dómi í máli hjóna sem höfðu betur í dómsmáli gegn Íbúðarlánasjóði. Ríkið segir að þetta sé gert í ljósi þeirra verulegu hagsmuna sem undir séu. 8. desember 2020 14:15 Ólögmætt uppgreiðslugjald Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt uppgreiðslugjald lánþega á lánum sem tekin voru hjá Íbúðalánasjóði (ÍLS) á árunum 2005-13 ólögleg. ÍLS var óheimilt að krefja lánþega um greiðslu uppgreiðslugjalda þegar þeir greiddu lán sín upp. 6. desember 2020 10:01 Fögnuðu óvæntum sigri í máli sem gæti kostað ríkið milljarða Kona sem lagði Íbúðalánasjóð í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær segist ekki hafa átt von á niðurstöðunni, en dómurinn er sagður marka tímamót og gæti kostað ríkissjóð á annan tug milljarða. Dómurinn sé sigur fyrir lántakendur. 5. desember 2020 12:42 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Fleiri fréttir Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Sjá meira
Viðsnúningur í Hæstarétti vegna uppgreiðsluþóknunar Íbúðalánasjóðs Hæstiréttur sýknaði í dag Íbúðalánasjóð í einu máli er varðaði uppgreiðsluþóknun sjóðsins og ómerkti dóm í öðru og vísaði til meðferðar í héraði á nýjan leik. Héraðsdómur hafði áður komist að þeirri niðurstöðu að uppgreiðsluþóknun Íbúðalánasjóðs hefði verið ólögmæt. 27. maí 2021 14:38
Áfrýjar dómi sem gæti kostað ríkið milljarða Íslensk stjórnvöld hafa ákveðið að áfrýja dómi í máli hjóna sem höfðu betur í dómsmáli gegn Íbúðarlánasjóði. Ríkið segir að þetta sé gert í ljósi þeirra verulegu hagsmuna sem undir séu. 8. desember 2020 14:15
Ólögmætt uppgreiðslugjald Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt uppgreiðslugjald lánþega á lánum sem tekin voru hjá Íbúðalánasjóði (ÍLS) á árunum 2005-13 ólögleg. ÍLS var óheimilt að krefja lánþega um greiðslu uppgreiðslugjalda þegar þeir greiddu lán sín upp. 6. desember 2020 10:01
Fögnuðu óvæntum sigri í máli sem gæti kostað ríkið milljarða Kona sem lagði Íbúðalánasjóð í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær segist ekki hafa átt von á niðurstöðunni, en dómurinn er sagður marka tímamót og gæti kostað ríkissjóð á annan tug milljarða. Dómurinn sé sigur fyrir lántakendur. 5. desember 2020 12:42