Innlent

Hafa borið kennsl á líkams­leifarnar sem fundust í Vopna­firði

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Drengurinn féll fyrir borð fiskiskips fyrir rúmu ári síðan.
Drengurinn féll fyrir borð fiskiskips fyrir rúmu ári síðan. Getty

Eftir ítarlegar rannsóknir hefur verið borið kennsl á líkamsleifar sem fundust í fjörunni í Vopnafirði í apríl síðastliðnum. Nafn mannsins er Axel Jósefsson Zarioh, sem var fæddur árið 2001.

Axel var aðeins átján ára gamall þegar hann féll fyrir borð fiskiskips í Vopnafirði þann 18. maí í fyrra. Tugir björgunarsveitamanna tóku þátt í leitinni sem stóð yfir í rúma viku.

Líkamsleifar Axels fundust í fjörunni í Vopnafirði 1. apríl síðastliðinn og hafði þær rekið þar á land. Í samráði við kennslanefnd ríkislögreglustjóra voru líkamsleifarnar sendar til réttarlæknisfræðilegrar rannsóknar á Landspítala og til DNA greiningar í Svíþjóð.


Tengdar fréttir

Líkfundur í fjörunni á Vopna­firði

Mannabein fundust í fjöru við Vopnafjörð í dag. Þetta staðfestir Kristján Ólafur Guðnason, yfirlögregluþjónn á Austurlandi, í samtali við fréttastofu. 

Hætta skipu­lagðri leit að skip­verjanum á Vopna­firði

Skipulagðri leit lögreglu að skipverjanum Axel Jósefssyni Zarioh hefur verið hætt. Áfram verður þó haldið af hálfu björgunarsveitarinnar Vopna á Vopnafirði með leit á sjó og í fjöru en dregið úr þunga þeirrar leitar og skipulagi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×