Myndi vilja leggja sig hjá kúnum í Nátthaga og láta hrauna yfir sig Kristján Már Unnarsson skrifar 27. maí 2021 23:13 Guðbergur Bergsson rithöfundur smalaði kúm í Nátthaga á æskuárum í Ísólfsskála. Núna sér hann hraunið fara yfir átthagana. Egill Aðalsteinsson Guðbergur Bergsson rithöfundur heimsótti æskuslóðir sínar á Ísólfsskála í dag þar sem fornleifafræðingar frá Minjastofnun vinna í kappi við hraunrennslið að kanna fornminjar. Sjálfur skoðaði Guðbergur nýja hraunið í Nátthaga þar sem hann var kúasmali á yngri árum. Jörðin Ísólfsskáli stendur við Suðurstrandarveg austan Grindavíkur.Egill Aðalsteinsson Jörðinni Ísólfsskála er núna ógnað af hraunrennsli en þar er Guðbergur fæddur. Á heimreiðinni hitti hann tvo frændur sína, þá Val Helgason og Ársæl Ármannsson, sem fögnuðu honum með faðmlagi, eins og sjá mátti í fréttum Stöðvar 2. „Ég fæddist hér. Síðasti maðurinn sem fæðist hér, næstum fyrir níutíu árum,“ segir Guðbergur en hann er heiðursborgari Grindavíkur. Guðbergur með frændum sínum, þeim Ársæli Ármannssyni og Vali Helgasyni, á heimreiðinni að Ísólfsskála. Guðni Þorbjörnsson ljósmyndar hópinn.Egill Aðalsteinsson Að Ísólfsskála mættu einnig fjórir fornleifafræðingar frá Minjastofnun Íslands, að vinna í kappi við tímann. „Já, því miður. Það er svona hætta á því að hraunið komi hingað niður eftir, nema þeir finni einhverja aðra leið fyrir það. Þannig að við erum svona að reyna að vera með fyrirbyggjandi aðgerðir,“ segir Agnes Stefánsdóttir, deildarstjóri og fornleifafræðingur hjá Minjastofnun. Agnes Stefánsdóttir er fornleifafræðingur hjá Minjastofnun Íslands.Egill Aðalsteinsson Hún segir jörðina geyma fjölda merkra minja. Þær merkustu séu kannski þær sem tengjast sögu útræðis, eins og fiskbyrgin í hrauninu austan við bæinn, en þar séu einnig hlaðnir garðar. „Það er alveg ótrúlegt magn af hleðslum þarna á svæði sem er rosalega erfitt að fara yfir,“ segir Agnes. Guðbergur hafði mestan áhuga á að fara inn í Nátthaga að sjá nýja hraunið en þangað fór hann oft á æskuárum að sækja kýrnar. „Ég á minningar með kúnum. Því að þær komu hingað og áttu hér ból. Þær týndust oft og þá vissi maður nokkurn veginn að þær myndu fara upp í Nátthaga,“ rifjar Guðbergur upp. Guðbergur horfir á hraunið skríða niður í Nátthaga í dag.Egill Aðalsteinsson Í dag sá hann rauðglóandi hraunárnar steypast niður í Nátthaga. -Þetta hlýtur að vera skrítin tilfinning? „Ég vildi bara að kýrnar væru hérna og leggðu sig hjá hrauninu. Þá myndi ég leggja mig hjá kúnum og hrauninu. Og láta hrauna yfir mig,“ svarar Guðbergur, sposkur á svip. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Landeigendur Hrauns við Grindavík hafa einnig mátt sjá á eftir fyrrum nytjalandi undir hraun, eins og fjallað var um í þessari frétt fyrir tveimur mánuðum: Eldgos í Fagradalsfjalli Grindavík Náttúruhamfarir Fornminjar Landbúnaður Tengdar fréttir Kannski ætti fólkið líka að hafa tilverurétt, ekki bara náttúran Formaður Landeigendafélags Ísólfsskála óttast að umræða um náttúrurask verði til þess að yfirvöld heykist á því að verja jörðina með varnargörðum og segir mannfólkið einnig hafa tilverurétt. 26. maí 2021 20:10 Segir alveg skelfilegt að sjá hraunið stefna á Ísólfsskála Talsmaður landeigenda Ísólfsskála segir alveg skelfilegt að hraun stefni núna á bæjarstæðið og hvetur til þess að reynt verði bægja því frá með rásum. 25. maí 2021 22:44 Landeigandi segir jarðeldana hafa komið upp í haugi Ísólfs Einn af landeigendum Geldingadala segir eldgosið hafa komið upp á haugi Ísólfs landnámsmanns og því sé alveg eins gott að kenna eldstöðina við Ísólf. Verið er að bæta göngu- og akstursleiðir að svæðinu en veðurspá helgarinnar er hins vegar afleit. 25. mars 2021 22:01 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Fleiri fréttir Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Sjá meira
Jörðin Ísólfsskáli stendur við Suðurstrandarveg austan Grindavíkur.Egill Aðalsteinsson Jörðinni Ísólfsskála er núna ógnað af hraunrennsli en þar er Guðbergur fæddur. Á heimreiðinni hitti hann tvo frændur sína, þá Val Helgason og Ársæl Ármannsson, sem fögnuðu honum með faðmlagi, eins og sjá mátti í fréttum Stöðvar 2. „Ég fæddist hér. Síðasti maðurinn sem fæðist hér, næstum fyrir níutíu árum,“ segir Guðbergur en hann er heiðursborgari Grindavíkur. Guðbergur með frændum sínum, þeim Ársæli Ármannssyni og Vali Helgasyni, á heimreiðinni að Ísólfsskála. Guðni Þorbjörnsson ljósmyndar hópinn.Egill Aðalsteinsson Að Ísólfsskála mættu einnig fjórir fornleifafræðingar frá Minjastofnun Íslands, að vinna í kappi við tímann. „Já, því miður. Það er svona hætta á því að hraunið komi hingað niður eftir, nema þeir finni einhverja aðra leið fyrir það. Þannig að við erum svona að reyna að vera með fyrirbyggjandi aðgerðir,“ segir Agnes Stefánsdóttir, deildarstjóri og fornleifafræðingur hjá Minjastofnun. Agnes Stefánsdóttir er fornleifafræðingur hjá Minjastofnun Íslands.Egill Aðalsteinsson Hún segir jörðina geyma fjölda merkra minja. Þær merkustu séu kannski þær sem tengjast sögu útræðis, eins og fiskbyrgin í hrauninu austan við bæinn, en þar séu einnig hlaðnir garðar. „Það er alveg ótrúlegt magn af hleðslum þarna á svæði sem er rosalega erfitt að fara yfir,“ segir Agnes. Guðbergur hafði mestan áhuga á að fara inn í Nátthaga að sjá nýja hraunið en þangað fór hann oft á æskuárum að sækja kýrnar. „Ég á minningar með kúnum. Því að þær komu hingað og áttu hér ból. Þær týndust oft og þá vissi maður nokkurn veginn að þær myndu fara upp í Nátthaga,“ rifjar Guðbergur upp. Guðbergur horfir á hraunið skríða niður í Nátthaga í dag.Egill Aðalsteinsson Í dag sá hann rauðglóandi hraunárnar steypast niður í Nátthaga. -Þetta hlýtur að vera skrítin tilfinning? „Ég vildi bara að kýrnar væru hérna og leggðu sig hjá hrauninu. Þá myndi ég leggja mig hjá kúnum og hrauninu. Og láta hrauna yfir mig,“ svarar Guðbergur, sposkur á svip. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Landeigendur Hrauns við Grindavík hafa einnig mátt sjá á eftir fyrrum nytjalandi undir hraun, eins og fjallað var um í þessari frétt fyrir tveimur mánuðum:
Eldgos í Fagradalsfjalli Grindavík Náttúruhamfarir Fornminjar Landbúnaður Tengdar fréttir Kannski ætti fólkið líka að hafa tilverurétt, ekki bara náttúran Formaður Landeigendafélags Ísólfsskála óttast að umræða um náttúrurask verði til þess að yfirvöld heykist á því að verja jörðina með varnargörðum og segir mannfólkið einnig hafa tilverurétt. 26. maí 2021 20:10 Segir alveg skelfilegt að sjá hraunið stefna á Ísólfsskála Talsmaður landeigenda Ísólfsskála segir alveg skelfilegt að hraun stefni núna á bæjarstæðið og hvetur til þess að reynt verði bægja því frá með rásum. 25. maí 2021 22:44 Landeigandi segir jarðeldana hafa komið upp í haugi Ísólfs Einn af landeigendum Geldingadala segir eldgosið hafa komið upp á haugi Ísólfs landnámsmanns og því sé alveg eins gott að kenna eldstöðina við Ísólf. Verið er að bæta göngu- og akstursleiðir að svæðinu en veðurspá helgarinnar er hins vegar afleit. 25. mars 2021 22:01 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Fleiri fréttir Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Sjá meira
Kannski ætti fólkið líka að hafa tilverurétt, ekki bara náttúran Formaður Landeigendafélags Ísólfsskála óttast að umræða um náttúrurask verði til þess að yfirvöld heykist á því að verja jörðina með varnargörðum og segir mannfólkið einnig hafa tilverurétt. 26. maí 2021 20:10
Segir alveg skelfilegt að sjá hraunið stefna á Ísólfsskála Talsmaður landeigenda Ísólfsskála segir alveg skelfilegt að hraun stefni núna á bæjarstæðið og hvetur til þess að reynt verði bægja því frá með rásum. 25. maí 2021 22:44
Landeigandi segir jarðeldana hafa komið upp í haugi Ísólfs Einn af landeigendum Geldingadala segir eldgosið hafa komið upp á haugi Ísólfs landnámsmanns og því sé alveg eins gott að kenna eldstöðina við Ísólf. Verið er að bæta göngu- og akstursleiðir að svæðinu en veðurspá helgarinnar er hins vegar afleit. 25. mars 2021 22:01
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent