Skólastúlkur fá ókeypis tíðavörur í Buikwe Heimsljós 28. maí 2021 13:31 MS Í dag, föstudaginn 28. maí, er alþjóðlegi „túrdagurinn“ - Menstrual Hygene Day. Fimmtán hundruð skólastúlkur í Buikwe héraði, í grunn- og framhaldsskólum sem Íslendingar styðja í héraðinu, hafa fengið ókeypis tíðavörur og fræðslu um blæðingar, nú þegar skólar hafa verið opnaðir að nýju eftir lokun vegna COVID-19. Strákar í sömu skólum, skólayfirvöld, foreldrar og áhrifafólk í samfélaginu, hafa einnig fengið sambærilega fræðslu. Í dag, föstudaginn 28. maí, er alþjóðlegi „túrdagurinn“ – Menstrual Hygene Day. Sendiráð Íslands í Úganda hefur á undanförnum árum átt í samstarfi við dönsku samtökin WoMena sem starfa meðal annars í Buikwe héraði að kynheilbrigðismálum. „Skólastjórnendur og samfélögin í héraðinu kunna vel að meta stuðninginn frá Íslandi við stúlkur um líffræði, tíðahringinn og hvernig eigi að bregðast við blæðingum. Stelpurnar eru ánægðar að geta verið í skólanum óháð því hvort þær eru á blæðingum eða ekki. Það styður markmið Íslands um árangur af stuðningi við menntun í Buikwer,“ segir í þakkarbréfi frá Womena til sendiráðsins. „Blæðingahreinlæti og heilbrigði eru mikilvægir þættir í kynferðis- og frjósemisheilsu kvenna og stúlkna um allan heim. Ef þær hafa ekki aðgang að túrvörum eiga þær á hættu að fá sýkingar og sjúkdóma,“ segir í frétt Upplýsingaskrifstofu Sameinuðu þjóðanna í tilefni dagsins. „Aðgangur að túrvörum er mikilvægur til að tryggja velferð og jöfn tækifæri fyrir konur og stúlkur. Þetta snýst um mannréttindi,“ segir í fréttinni. Þar segir enn fremur að kona sé að meðaltali á blæðingum fimm daga af hverjum 28. „Að meðaltali er kona á blæðingum í fimm daga af hverjum 28. Af þessum sökum varð 28. dagur maí mánaðar fyrir valinu sem Alþjóðlegi túrdagurinn. Íslenska heitið á „Menstrual Hygiene Day” kemur frá Landsnefnd UN Women á Íslandi. Markmiðið með deginum er að vinna gegn blæðingaskömm. Jafnframt að fræða jafnt karla sem konur um blæðingar og mikilvægi blæðingahreinlætis. Víða um heim hvílir bannhelgi á blæðingum. Sums staðar eru konur aðskildar frá öðrum á meðan á blæðingum stendur. Sumar stúlkur missa úr skóla. Margar konur og stúlkur missa af tækifærum og ná aldrei að njóta hæfileika sinna að fullu vegna blæðingaskammar." Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Jafnréttismál Skóla - og menntamál Mest lesið Árni Grétar Futuregrapher látinn Innlent Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Innlent Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi Innlent „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Erlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Erlent
Fimmtán hundruð skólastúlkur í Buikwe héraði, í grunn- og framhaldsskólum sem Íslendingar styðja í héraðinu, hafa fengið ókeypis tíðavörur og fræðslu um blæðingar, nú þegar skólar hafa verið opnaðir að nýju eftir lokun vegna COVID-19. Strákar í sömu skólum, skólayfirvöld, foreldrar og áhrifafólk í samfélaginu, hafa einnig fengið sambærilega fræðslu. Í dag, föstudaginn 28. maí, er alþjóðlegi „túrdagurinn“ – Menstrual Hygene Day. Sendiráð Íslands í Úganda hefur á undanförnum árum átt í samstarfi við dönsku samtökin WoMena sem starfa meðal annars í Buikwe héraði að kynheilbrigðismálum. „Skólastjórnendur og samfélögin í héraðinu kunna vel að meta stuðninginn frá Íslandi við stúlkur um líffræði, tíðahringinn og hvernig eigi að bregðast við blæðingum. Stelpurnar eru ánægðar að geta verið í skólanum óháð því hvort þær eru á blæðingum eða ekki. Það styður markmið Íslands um árangur af stuðningi við menntun í Buikwer,“ segir í þakkarbréfi frá Womena til sendiráðsins. „Blæðingahreinlæti og heilbrigði eru mikilvægir þættir í kynferðis- og frjósemisheilsu kvenna og stúlkna um allan heim. Ef þær hafa ekki aðgang að túrvörum eiga þær á hættu að fá sýkingar og sjúkdóma,“ segir í frétt Upplýsingaskrifstofu Sameinuðu þjóðanna í tilefni dagsins. „Aðgangur að túrvörum er mikilvægur til að tryggja velferð og jöfn tækifæri fyrir konur og stúlkur. Þetta snýst um mannréttindi,“ segir í fréttinni. Þar segir enn fremur að kona sé að meðaltali á blæðingum fimm daga af hverjum 28. „Að meðaltali er kona á blæðingum í fimm daga af hverjum 28. Af þessum sökum varð 28. dagur maí mánaðar fyrir valinu sem Alþjóðlegi túrdagurinn. Íslenska heitið á „Menstrual Hygiene Day” kemur frá Landsnefnd UN Women á Íslandi. Markmiðið með deginum er að vinna gegn blæðingaskömm. Jafnframt að fræða jafnt karla sem konur um blæðingar og mikilvægi blæðingahreinlætis. Víða um heim hvílir bannhelgi á blæðingum. Sums staðar eru konur aðskildar frá öðrum á meðan á blæðingum stendur. Sumar stúlkur missa úr skóla. Margar konur og stúlkur missa af tækifærum og ná aldrei að njóta hæfileika sinna að fullu vegna blæðingaskammar." Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Jafnréttismál Skóla - og menntamál Mest lesið Árni Grétar Futuregrapher látinn Innlent Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Innlent Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi Innlent „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Erlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Erlent