Landsbyggðin eignast fulltrúa í úrslitum í fyrsta sinn í sextán ár Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 29. maí 2021 11:01 Leikmenn KA/Þórs fagna deildarmeistaratitlinum sem það vann á dögunum. vísir/hulda margrét Í dag kemur í ljós hvort KA/Þór eða ÍBV mætir Val í úrslitum um Íslandsmeistaratitilinn í handbolta kvenna. Oddaleikur KA/Þórs og ÍBV fer fram í KA-heimilinu og hefst klukkan 15:00. ÍBV vann fyrsta leik liðanna á Akureyri, 26-27, á sunnudaginn en KA/Þór tryggði sér oddaleik með því að vinna í Eyjum á miðvikudaginn, 21-24. Það var fyrsta tap Eyjakvenna í úrslitakeppninni en þær unnu Stjörnukonur, 2-0, í átta liða úrslitunum. Þar sátu Akureyringar hjá líkt og Frammarar. Hvernig sem leikurinn í dag fer er ljóst að í fyrsta sinn síðan 2005 verður lið af landsbyggðinni í úrslitum um Íslandsmeistaratitilinn. ÍBV komst þá í úrslit þriðja árið í röð en tapaði fyrir Haukum, 3-0. Eyjakonur hafa fjórum sinnum komist í úrslit um Íslandsmeistaratitilinn. Þær unnu hann 2000, 2003 og 2004 og svo 2006 þegar engin úrslitakeppni var. Harpa Valey Gylfadóttir er mikilvægur hlekkur hjá ÍBV.vísir/hulda margrét KA/Þór er hins vegar á ókunnugum slóðum en liðið er í fyrsta sinn í úrslitakeppninni. KA/Þór komst upp í Olís-deildina 2018 og lenti í 5. sæti hennar tímabilið 2018-19. Í fyrra var KA/Þór í 6. sæti þegar tímabilið var blásið af. Liðið komst hins vegar í bikarúrslit í fyrsta sinn þar sem það steinlá fyrir Fram. KA/Þór þegar unnið tvo titla á þessu tímabili og tryggt sér þá báða í Safamýrinni. Liðið vann Meistarakeppnina síðasta haust og svo deildarmeistaratitilinn í vor. Í fyrsta leiknum í einvíginu reyndust Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir og Ásta Björt Júlíusdóttir KA/Þór erfiðar og skoruðu samtals nítján af 27 mörkum ÍBV. Í leiknum á miðvikudaginn gekk Akureyringum betur að hemja þær og þær skoruðu aðeins sjö mörk úr samtals 29 skotum. Hornamaðurinn efnilegi, Rakel Sara Elvarsdóttir, hefur besti leikmaður KA/Þórs í einvíginu. Hún skoraði sex mörk í fyrsta og öðrum leiknum og var með afbragðs góða skotnýtingu. Oddaeikur KA/Þórs og ÍBV hefst klukkan 15:00 í dag og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Eftir leikinn verður svo farið yfir hann í Seinni bylgjunni. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Olís-deild kvenna KA Þór Akureyri ÍBV Mest lesið Fulltrúi Íslands í áfalli eftir aðalfund sem fór í háaloft: „Eins og eldur í púðurtunnu“ Sport Þeir bestu (1. sæti): Afrekaði allt Íslenski boltinn Enginn labbaði meira en verðandi leikmaður Man United Enski boltinn Kolli stígur aftur inn í hringinn: „Getur enginn verið ósigraður að eilífu“ Sport Þeir bestu (2. sæti): Hæglæti en heljarinnar ferill Íslenski boltinn Stal senunni í fagnaðarlátum Arsenal Fótbolti „Við sjáum okkur ekki sem körfuboltinn á móti fótboltanum“ Íslenski boltinn KR kaupir ungan og efnilegan leikmann Njarðvíkur Íslenski boltinn „Nálguðumst leikinn vitlaust“ Fótbolti Dagskráin í dag: Heil umferð í Bestu karla og Knicks þarf líflínu Sport Fleiri fréttir Magdeburg á toppinn eftir enn einn stórleikinn hjá Ómari og Gísla „Er þreyttur núna, ég skal bara viðurkenna það“ Anton og Jónas dæma á úrslitahelgi Meistaradeildarinnar Viktor Gísli og Wisla Plock með yfirhöndina í úrslitaeinvíginu Hannes fær Íslandsmeistara til Austurríkis Myndaveisla: Valskonur Íslandsmeistarar þriðja árið í röð „Erum búin að vera í fimm úrslitaleikjum“ „Þvílík vegferð sem þetta er búið að vera“ „Þær vinna þetta Íslandsmót sanngjarnt“ „Hefði ekki verið hægt að skrifa þennan endi“ Gerir ekki upp á milli Arons og Óla Stef: „Verður mikill söknuður af honum“ Uppgjörið: Valur - Haukar 30-25 | Íslandsmeistarar þriðja árið í röð Alltaf markmiðið að verða Íslandsmeistari Goðsagnir senda Aroni kveðjur: „Einn besti leikmaður allra tíma“ „Stórmannlegt“ af Aroni sem hafi tekið rétta ákvörðun Aron Pálmarsson leggur skóna á hilluna í sumar Óðinn Þór skoraði ellefu og tryggði þriðja titilinn Átján mörk frá Ómari og Gísla í stórsigri Magdeburg Féll allur ketill í eld í seinni hálfleik Þorsteinn Leó með fimm í mikilvægum sigri Melsungen komst ekki í úrslitaleikinn Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið „Við þurfum hjálp frá Guði“ „Við erum með gríðarlega sterka liðsheild“ „Er til eitthvað sem heitir sjöundi gír?“ Uppgjörið: Haukar - Valur 22-29 (0-2) | Skellt í lás í seinni Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ Sjá meira
ÍBV vann fyrsta leik liðanna á Akureyri, 26-27, á sunnudaginn en KA/Þór tryggði sér oddaleik með því að vinna í Eyjum á miðvikudaginn, 21-24. Það var fyrsta tap Eyjakvenna í úrslitakeppninni en þær unnu Stjörnukonur, 2-0, í átta liða úrslitunum. Þar sátu Akureyringar hjá líkt og Frammarar. Hvernig sem leikurinn í dag fer er ljóst að í fyrsta sinn síðan 2005 verður lið af landsbyggðinni í úrslitum um Íslandsmeistaratitilinn. ÍBV komst þá í úrslit þriðja árið í röð en tapaði fyrir Haukum, 3-0. Eyjakonur hafa fjórum sinnum komist í úrslit um Íslandsmeistaratitilinn. Þær unnu hann 2000, 2003 og 2004 og svo 2006 þegar engin úrslitakeppni var. Harpa Valey Gylfadóttir er mikilvægur hlekkur hjá ÍBV.vísir/hulda margrét KA/Þór er hins vegar á ókunnugum slóðum en liðið er í fyrsta sinn í úrslitakeppninni. KA/Þór komst upp í Olís-deildina 2018 og lenti í 5. sæti hennar tímabilið 2018-19. Í fyrra var KA/Þór í 6. sæti þegar tímabilið var blásið af. Liðið komst hins vegar í bikarúrslit í fyrsta sinn þar sem það steinlá fyrir Fram. KA/Þór þegar unnið tvo titla á þessu tímabili og tryggt sér þá báða í Safamýrinni. Liðið vann Meistarakeppnina síðasta haust og svo deildarmeistaratitilinn í vor. Í fyrsta leiknum í einvíginu reyndust Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir og Ásta Björt Júlíusdóttir KA/Þór erfiðar og skoruðu samtals nítján af 27 mörkum ÍBV. Í leiknum á miðvikudaginn gekk Akureyringum betur að hemja þær og þær skoruðu aðeins sjö mörk úr samtals 29 skotum. Hornamaðurinn efnilegi, Rakel Sara Elvarsdóttir, hefur besti leikmaður KA/Þórs í einvíginu. Hún skoraði sex mörk í fyrsta og öðrum leiknum og var með afbragðs góða skotnýtingu. Oddaeikur KA/Þórs og ÍBV hefst klukkan 15:00 í dag og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Eftir leikinn verður svo farið yfir hann í Seinni bylgjunni. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Olís-deild kvenna KA Þór Akureyri ÍBV Mest lesið Fulltrúi Íslands í áfalli eftir aðalfund sem fór í háaloft: „Eins og eldur í púðurtunnu“ Sport Þeir bestu (1. sæti): Afrekaði allt Íslenski boltinn Enginn labbaði meira en verðandi leikmaður Man United Enski boltinn Kolli stígur aftur inn í hringinn: „Getur enginn verið ósigraður að eilífu“ Sport Þeir bestu (2. sæti): Hæglæti en heljarinnar ferill Íslenski boltinn Stal senunni í fagnaðarlátum Arsenal Fótbolti „Við sjáum okkur ekki sem körfuboltinn á móti fótboltanum“ Íslenski boltinn KR kaupir ungan og efnilegan leikmann Njarðvíkur Íslenski boltinn „Nálguðumst leikinn vitlaust“ Fótbolti Dagskráin í dag: Heil umferð í Bestu karla og Knicks þarf líflínu Sport Fleiri fréttir Magdeburg á toppinn eftir enn einn stórleikinn hjá Ómari og Gísla „Er þreyttur núna, ég skal bara viðurkenna það“ Anton og Jónas dæma á úrslitahelgi Meistaradeildarinnar Viktor Gísli og Wisla Plock með yfirhöndina í úrslitaeinvíginu Hannes fær Íslandsmeistara til Austurríkis Myndaveisla: Valskonur Íslandsmeistarar þriðja árið í röð „Erum búin að vera í fimm úrslitaleikjum“ „Þvílík vegferð sem þetta er búið að vera“ „Þær vinna þetta Íslandsmót sanngjarnt“ „Hefði ekki verið hægt að skrifa þennan endi“ Gerir ekki upp á milli Arons og Óla Stef: „Verður mikill söknuður af honum“ Uppgjörið: Valur - Haukar 30-25 | Íslandsmeistarar þriðja árið í röð Alltaf markmiðið að verða Íslandsmeistari Goðsagnir senda Aroni kveðjur: „Einn besti leikmaður allra tíma“ „Stórmannlegt“ af Aroni sem hafi tekið rétta ákvörðun Aron Pálmarsson leggur skóna á hilluna í sumar Óðinn Þór skoraði ellefu og tryggði þriðja titilinn Átján mörk frá Ómari og Gísla í stórsigri Magdeburg Féll allur ketill í eld í seinni hálfleik Þorsteinn Leó með fimm í mikilvægum sigri Melsungen komst ekki í úrslitaleikinn Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið „Við þurfum hjálp frá Guði“ „Við erum með gríðarlega sterka liðsheild“ „Er til eitthvað sem heitir sjöundi gír?“ Uppgjörið: Haukar - Valur 22-29 (0-2) | Skellt í lás í seinni Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ Sjá meira