Ársfangelsi fyrir að koma ekki konu með eitrun til bjargar Kjartan Kjartansson skrifar 28. maí 2021 18:59 Refsing mannsins var þyngd úr þriggja mánaða fangelsi í tólf í Landsrétti í dag. Vísir/Vilhelm Landsréttur þyngdi fangelsisdóm yfir Kristjáni Markúsi Sívarssyni fyrir að hafa ekki komið barnsmóður sinni sem lést vegna alvarlegrar kókaíneitrunar undir læknishendur úr þremur mánuðum í tólf í dag. Almenn hegningarlög kveða á um skyldu til athafna við lífsháska. Konan veiktist lífshættulega og lést úr bilun á miðtaugakerfi vegna eitrunarinnar 24. janúar árið 2018. Kristján Markús var ákærður fyrir að hafa brotið gegn lífi hennar og líkama með því að láta farast fyrir að koma henni undir læknishendur þegar hún veiktist. Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur yfir honum frá því í júlí í fyrra koma fram að nágrannar hefðu borið vitni um að hann og konan hefðu rifist um kvöldið. Það hafi endað með því að Kristjá Markús lokaði að þeim inni í svefnherbergi en síðan hefði hann hlaupið út. Kristján Markús hringdi á móður sína sem hleypti lögreglumönnum inn í íbúðina þegar þeir brugðust við tilkynningu um að konan væri meðvitundarlaus. Merki voru um að endurlífgun hefði verið reynd á henni. Kristján Markús lét sig hins vegar hverfa af vettvangi og þráaðist við að ræða við lögreglu jafnvel þegar honum var tjáð að upplýsingar um aðdraganda veikinda konunnar væru mikilvægar upp á lífslíkur hennar að gera. Vildi hann ekki kannast við að hafa verið á staðnum. Það var ekki fyrr en bróðir hans hringdi í hann öðru sinni sem hann veitti upplýsingar um hvað konan hefði tekið inn af lyfjum. Mögulega hægt að bjarga lífi konunnar Réttarmeinafræðingur taldi mögulegt að hægt hefði verið að bjarga lífi konunnar hefði hún fengið endurlífgandi meðferð án undandráttar. Kristján Markús bar fyrir dómi að hann hefði ekki viljað vera á vettvangi þegar lögregla og sjúkralið kom á staðinn vegna þess að hann var á reynslulausn vegna fangelsisdóms sem hann hlaut og hann hefði ekki viljað fara í fangelsi. Landsréttur staðfesti sakfellingu héraðsdóms yfir Kristjáni Markúsi. Hann hafi látist farast fyrir að kalla til sjúkralið en slíkt símtal kynni að hafa bjargað lífi konunnar. Hann hafi þannig látið eigin hagsmuni ráða för við ákvarðanatöku um viðbrögð sín. Viðbrögðin hafi borið vott um skeytingarleysi um líf og heilsu konunnar sem var háð Kristjáni Markúsi um líf sitt að öllu leyti. Ákvað Landsréttur því að þyngja dóminn yfir Kristjáni Markúsi í tólf mánuði. Taldi rétturinn ekki efni til þess að skilorðsbinda refsinguna í ljósi alvarleika brotsins og sakaferils hans. Kristján Markús á langa brotasögu að baki og hefur hlotið þunga dóma fyrir ofbeldi. Þá hefur hann hlotið dóm fyrir að hvetja unglingsstúlku til fíkniefnaneyslu. Fyrri unnusta hans lést úr ofneyslu fíkniefna fyrir nokkrum árum en hún var þá rúmlega tvítug. Hann var nýlega í fjölmiðlum vegna fyrirætlana sinna um að hefja veðlánastarfsemi með kærustu sinni. Fréttin var uppfærð 31.5.2021 með nafni þessi dæmda. Dómsmál Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Fleiri fréttir Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Sjá meira
Konan veiktist lífshættulega og lést úr bilun á miðtaugakerfi vegna eitrunarinnar 24. janúar árið 2018. Kristján Markús var ákærður fyrir að hafa brotið gegn lífi hennar og líkama með því að láta farast fyrir að koma henni undir læknishendur þegar hún veiktist. Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur yfir honum frá því í júlí í fyrra koma fram að nágrannar hefðu borið vitni um að hann og konan hefðu rifist um kvöldið. Það hafi endað með því að Kristjá Markús lokaði að þeim inni í svefnherbergi en síðan hefði hann hlaupið út. Kristján Markús hringdi á móður sína sem hleypti lögreglumönnum inn í íbúðina þegar þeir brugðust við tilkynningu um að konan væri meðvitundarlaus. Merki voru um að endurlífgun hefði verið reynd á henni. Kristján Markús lét sig hins vegar hverfa af vettvangi og þráaðist við að ræða við lögreglu jafnvel þegar honum var tjáð að upplýsingar um aðdraganda veikinda konunnar væru mikilvægar upp á lífslíkur hennar að gera. Vildi hann ekki kannast við að hafa verið á staðnum. Það var ekki fyrr en bróðir hans hringdi í hann öðru sinni sem hann veitti upplýsingar um hvað konan hefði tekið inn af lyfjum. Mögulega hægt að bjarga lífi konunnar Réttarmeinafræðingur taldi mögulegt að hægt hefði verið að bjarga lífi konunnar hefði hún fengið endurlífgandi meðferð án undandráttar. Kristján Markús bar fyrir dómi að hann hefði ekki viljað vera á vettvangi þegar lögregla og sjúkralið kom á staðinn vegna þess að hann var á reynslulausn vegna fangelsisdóms sem hann hlaut og hann hefði ekki viljað fara í fangelsi. Landsréttur staðfesti sakfellingu héraðsdóms yfir Kristjáni Markúsi. Hann hafi látist farast fyrir að kalla til sjúkralið en slíkt símtal kynni að hafa bjargað lífi konunnar. Hann hafi þannig látið eigin hagsmuni ráða för við ákvarðanatöku um viðbrögð sín. Viðbrögðin hafi borið vott um skeytingarleysi um líf og heilsu konunnar sem var háð Kristjáni Markúsi um líf sitt að öllu leyti. Ákvað Landsréttur því að þyngja dóminn yfir Kristjáni Markúsi í tólf mánuði. Taldi rétturinn ekki efni til þess að skilorðsbinda refsinguna í ljósi alvarleika brotsins og sakaferils hans. Kristján Markús á langa brotasögu að baki og hefur hlotið þunga dóma fyrir ofbeldi. Þá hefur hann hlotið dóm fyrir að hvetja unglingsstúlku til fíkniefnaneyslu. Fyrri unnusta hans lést úr ofneyslu fíkniefna fyrir nokkrum árum en hún var þá rúmlega tvítug. Hann var nýlega í fjölmiðlum vegna fyrirætlana sinna um að hefja veðlánastarfsemi með kærustu sinni. Fréttin var uppfærð 31.5.2021 með nafni þessi dæmda.
Dómsmál Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Fleiri fréttir Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Sjá meira