Alvaro Montejo kom Þór yfir úr vítaspyrnu á 37. mínútu og þannig stóðu leikar í hálfleik.
Fannar Daði Malmquist Gíslason tvöfaldaði forystuna á 53. mínútu en Aron Elí Sævarsson minnkaði muninn fyrir Aftureldingu á 66. mínútu.
Ísak Atli Kristjánsson fékk svo beint rautt spjald á 87. mínútu og Afturelding náði ekki að jafna metin.
Þór er í fimmta sætinu með sex stig eftir fjóra leiki en Afturelding er í sjöunda sætinu með fjögur stig.