Skuggafaraldur Snædís Baldursdóttir skrifar 29. maí 2021 09:00 Á meðan ríki takast fyrst og fremst á við að slökkva elda COVID-19, aukast skaðlegar afleiðingar faraldursins á konur á ógnarhraða. Konur eru líklegri til að missa vinnuna en karlar og með skólalokunum eykst vinnuframlag kvenna á heimilinu með langvarandi áhrifum á heilsufar þeirra og andlega líðan. Frá því að faraldurinn hófst hefur kynbundið ofbeldi einnig aukist gríðarlega um allan heim; svo mikið að talað er um ofbeldið sem skuggafaraldur COVID-19. Gert er ráð fyrir að á hverju þriggja mánaða tímabili útgöngubanns fjölgi tilfellum kynbundins ofbeldis um 15 milljónir. Þar að auki er heimilisofbeldi ekki refsivert í fjölda landa. Þessar upplýsingar eru nóg til að valda fólki vonleysi. MeToo bylgja síðustu vikna hér á landi, sem hugrakkir þolendur ofbeldis hrintu af stað með persónulegum frásögnum, sýnir að konur eru komnar með nóg. Þær eru komnar með nóg af því að rekja endurtekið upplifanir sínar af ofbeldi sem þær hafa verið beittar, nóg af meðvirkni gagnvart gerendum og nóg af óréttlátri málsmeðferð. Þó mikið sé enn óunnið hér á landi í átt að samfélagi án ofbeldis hafa verið stigin skref í áttina, svo sem með auknu fjármagni til málaflokksins og forvörnum. Þessum skrefum ber svo sannarlega að fagna. Engu að síður er mikilvægt að skoða heildarmyndina. Víða um heim hafa konur og stúlkur veikari málsvara. Þar koma ljósberar UN Women inn. Ljósberar UN Women standa með konum um allan heim. Með stuðningi sínum koma þeir í veg fyrir kynbundið ofbeldi með því að tryggja þolendum um allan heim viðeigandi aðstoð og knýja fram breytingar á lögum og framfylgd laga um ofbeldi gegn konum. Ljósberar styðja við nauðsynlega grunnþjónustu fyrir þolendur svo sem kvennaathvörf, neyðarlínur og ráðgjöf á netinu. Líkt og kraftur MeToo-byltingarinnar, veitir kraftur ljósbera von og sýnir að breytingar eru mögulegar þegar við stöndum saman gegn ofbeldi. Kynbundið ofbeldi er heimsfaraldur og það er ekkert bóluefni gegn honum. En að gerast ljósberi UN Women er ein af þeim leiðum sem við höfum til að vinna gegn útbreiðslu kynbundins ofbeldis um allan heim. Verkefnin í kjölfar COVID-19 eru risastór en fjármagn ekki nægilegt. Aldrei hefur verið meiri þörf á stuðningi ljósbera. Ég hvet þig til að taka þátt í að uppræta kynbundið ofbeldi með því að gerast ljósberi á www.unwomen.is Höfundur er fjáröflunarstýra UN Women á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein MeToo Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson Skoðun Skoðun Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Sjá meira
Á meðan ríki takast fyrst og fremst á við að slökkva elda COVID-19, aukast skaðlegar afleiðingar faraldursins á konur á ógnarhraða. Konur eru líklegri til að missa vinnuna en karlar og með skólalokunum eykst vinnuframlag kvenna á heimilinu með langvarandi áhrifum á heilsufar þeirra og andlega líðan. Frá því að faraldurinn hófst hefur kynbundið ofbeldi einnig aukist gríðarlega um allan heim; svo mikið að talað er um ofbeldið sem skuggafaraldur COVID-19. Gert er ráð fyrir að á hverju þriggja mánaða tímabili útgöngubanns fjölgi tilfellum kynbundins ofbeldis um 15 milljónir. Þar að auki er heimilisofbeldi ekki refsivert í fjölda landa. Þessar upplýsingar eru nóg til að valda fólki vonleysi. MeToo bylgja síðustu vikna hér á landi, sem hugrakkir þolendur ofbeldis hrintu af stað með persónulegum frásögnum, sýnir að konur eru komnar með nóg. Þær eru komnar með nóg af því að rekja endurtekið upplifanir sínar af ofbeldi sem þær hafa verið beittar, nóg af meðvirkni gagnvart gerendum og nóg af óréttlátri málsmeðferð. Þó mikið sé enn óunnið hér á landi í átt að samfélagi án ofbeldis hafa verið stigin skref í áttina, svo sem með auknu fjármagni til málaflokksins og forvörnum. Þessum skrefum ber svo sannarlega að fagna. Engu að síður er mikilvægt að skoða heildarmyndina. Víða um heim hafa konur og stúlkur veikari málsvara. Þar koma ljósberar UN Women inn. Ljósberar UN Women standa með konum um allan heim. Með stuðningi sínum koma þeir í veg fyrir kynbundið ofbeldi með því að tryggja þolendum um allan heim viðeigandi aðstoð og knýja fram breytingar á lögum og framfylgd laga um ofbeldi gegn konum. Ljósberar styðja við nauðsynlega grunnþjónustu fyrir þolendur svo sem kvennaathvörf, neyðarlínur og ráðgjöf á netinu. Líkt og kraftur MeToo-byltingarinnar, veitir kraftur ljósbera von og sýnir að breytingar eru mögulegar þegar við stöndum saman gegn ofbeldi. Kynbundið ofbeldi er heimsfaraldur og það er ekkert bóluefni gegn honum. En að gerast ljósberi UN Women er ein af þeim leiðum sem við höfum til að vinna gegn útbreiðslu kynbundins ofbeldis um allan heim. Verkefnin í kjölfar COVID-19 eru risastór en fjármagn ekki nægilegt. Aldrei hefur verið meiri þörf á stuðningi ljósbera. Ég hvet þig til að taka þátt í að uppræta kynbundið ofbeldi með því að gerast ljósberi á www.unwomen.is Höfundur er fjáröflunarstýra UN Women á Íslandi.
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun