Björgunarsveitir glímdu við fjúkandi fellihýsi í gær Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 29. maí 2021 11:07 Björgunarsveitir tókust á við ýmis verkefni í gær þegar óveður reið yfir Suðvesturhorn landsins. Vísir/Vilhelm Björgunarsveitir, lögregla og slökkvilið sinntu talsverðum fjölda útkalla á suðvesturhorni landsins síðdegis í gær og í gærkvöldi vegna hvassviðrisins sem gekk þar yfir. Óvenjulega mörg útköll sneru að þessu sinni að ferðahýsum sem höfðu fokið til. Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Slysavarnafélagsins Landsbjargar, segir að hjá björgunarsveitunum hafi þetta byrjað með smá hvelli rétt fyrir sex í gær, en fram að því hafi lögregla og slökkvilið sinnt flestum aðstoðarbeiðnum. „Þetta byrjaði hjá björgunarsveitunum með hvelli rétt fyrir 18 í gær, fram að því hafði lögregla og slökkvilið sinnt flestum aðstoðarbeiðnum en svo virðist hafa bætt í veðrið og það fór að rigna inn beiðnum hérna á höfuðborgarsvæðinu. Það var reitingur alveg þangað til síðla kvölds, undir miðnætti. Þá róuðust verkefnin og björgunarsveitir gátu farið aftur til síns heima rétt fyrir miðnætti,“ segir Davíð. Davíð Már segir langflest verkefni björgunarsveitanna hafa verið foktengd og á suðvesturhluta landsins og á Suðurlandi. „Þetta voru meira og minna allt foktengd verkefni. Það var svolítið um trampólín, klæðningar og glugga að fjúka. Það var líka töluvert áberandi í gær að það var þónokkuð af ferðahýsum, hjólhýsum og fellihýsum sem voru að færast til og valda tjóni,“ segir Davíð. „Okkar aðgerðarstjórnendur muna ekki til þess að það hafi verið svona mikið um það áður. Það hefur auðvitað gerst en það stóð upp úr hvað var mikið um það í gær.“ Veður Björgunarsveitir Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Fleiri fréttir Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Sjá meira
Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Slysavarnafélagsins Landsbjargar, segir að hjá björgunarsveitunum hafi þetta byrjað með smá hvelli rétt fyrir sex í gær, en fram að því hafi lögregla og slökkvilið sinnt flestum aðstoðarbeiðnum. „Þetta byrjaði hjá björgunarsveitunum með hvelli rétt fyrir 18 í gær, fram að því hafði lögregla og slökkvilið sinnt flestum aðstoðarbeiðnum en svo virðist hafa bætt í veðrið og það fór að rigna inn beiðnum hérna á höfuðborgarsvæðinu. Það var reitingur alveg þangað til síðla kvölds, undir miðnætti. Þá róuðust verkefnin og björgunarsveitir gátu farið aftur til síns heima rétt fyrir miðnætti,“ segir Davíð. Davíð Már segir langflest verkefni björgunarsveitanna hafa verið foktengd og á suðvesturhluta landsins og á Suðurlandi. „Þetta voru meira og minna allt foktengd verkefni. Það var svolítið um trampólín, klæðningar og glugga að fjúka. Það var líka töluvert áberandi í gær að það var þónokkuð af ferðahýsum, hjólhýsum og fellihýsum sem voru að færast til og valda tjóni,“ segir Davíð. „Okkar aðgerðarstjórnendur muna ekki til þess að það hafi verið svona mikið um það áður. Það hefur auðvitað gerst en það stóð upp úr hvað var mikið um það í gær.“
Veður Björgunarsveitir Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Fleiri fréttir Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Sjá meira