Innlit inn í nýja sýnatökugáminn á Keflavíkurflugvelli Kristín Ólafsdóttir skrifar 2. júní 2021 21:54 Starfsfólk í sýnatökugáminum býr sig undir komu flugvélar á Keflavíkurflugvelli. Vísir/arnar Nýr sýnatökugámur var tekinn í notkun á Keflavíkurflugvelli fyrir helgi. Aðstoðaryfirlögregluþjónn vonar að afkastageta aukist um helming en með auknum straumi ferðamanna sé þó spurning hvenær starfsemin sprengi utan af sér þessa nýju aðstöðu. Sýnataka og móttaka vottorða fór áður fram á tveimur mismunandi stöðum inni í miðri flugstöðinni. Nú sýna farþegar hins vegar bólusetningar- og PCR-vottorð í komusal - og fara að því búnu í sýnatöku í sérútbúnum gámi fyrir utan flugstöðina. Arngrímur Guðmundsson aðstoðaryfirlögregluþjónn á Keflavíkurflugvelli segir nýju aðstöðuna hafa gefist mjög vel. „Málið var það að við vorum komin alveg að þanmörkum þar sem við vorum staðsett á öðrum stað í byggingunni, þar vorum við með einhverjar níu vinnustöðvar en hér er búið að opna átján vinnustöðvar þannig að þetta er búið að auka flæði gríðarlega.“ Arngrímur reiknar með breytingum á skimunarfyrirkomulaginu um miðjan júní. „Við erum að vona að þetta sé að auka um helming hjá okkur, afkastagetan, en á sama tíma er farþegunum að fjölga alveg gríðarlega. Þannig að það er spurning hvenær þessi aðstaða hjá okkur springur líka.“ Arngrímur Guðmundsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá flugstöðvardeild lögreglunnar á Suðurnesjum.Vísir/Arnar Almennt hafi gengið vel að taka á móti ferðamönnum á vellinum. „Það er alltaf eitthvað um það að ferðamenn komi til landsins sem hafa ekki þessar heimildir sem ég hef nefnt áður og við höfum þurft að vísa aftur til síns heima. Þannig að nei, ekkert stórt en það er alltaf einn og einn sem er ekki alveg búinn að kynna sér hvernig á að ferðast til Íslands og hvaða gögn þarf að hafa með sér.“ Beðið eftir farþegum til að skima.Vísir/Arnar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Keflavíkurflugvöllur Lögreglumál Mest lesið Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Húsleit á heimili þekkts brotamanns Innlent Vöknuðu með rottu upp í rúmi Innlent Ekki allt sem sýnist varðandi launin Innlent Tilkynnt um par að slást Innlent Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Segir ásakanir Evrópu barnalegar Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Fleiri fréttir Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Sjá meira
Sýnataka og móttaka vottorða fór áður fram á tveimur mismunandi stöðum inni í miðri flugstöðinni. Nú sýna farþegar hins vegar bólusetningar- og PCR-vottorð í komusal - og fara að því búnu í sýnatöku í sérútbúnum gámi fyrir utan flugstöðina. Arngrímur Guðmundsson aðstoðaryfirlögregluþjónn á Keflavíkurflugvelli segir nýju aðstöðuna hafa gefist mjög vel. „Málið var það að við vorum komin alveg að þanmörkum þar sem við vorum staðsett á öðrum stað í byggingunni, þar vorum við með einhverjar níu vinnustöðvar en hér er búið að opna átján vinnustöðvar þannig að þetta er búið að auka flæði gríðarlega.“ Arngrímur reiknar með breytingum á skimunarfyrirkomulaginu um miðjan júní. „Við erum að vona að þetta sé að auka um helming hjá okkur, afkastagetan, en á sama tíma er farþegunum að fjölga alveg gríðarlega. Þannig að það er spurning hvenær þessi aðstaða hjá okkur springur líka.“ Arngrímur Guðmundsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá flugstöðvardeild lögreglunnar á Suðurnesjum.Vísir/Arnar Almennt hafi gengið vel að taka á móti ferðamönnum á vellinum. „Það er alltaf eitthvað um það að ferðamenn komi til landsins sem hafa ekki þessar heimildir sem ég hef nefnt áður og við höfum þurft að vísa aftur til síns heima. Þannig að nei, ekkert stórt en það er alltaf einn og einn sem er ekki alveg búinn að kynna sér hvernig á að ferðast til Íslands og hvaða gögn þarf að hafa með sér.“ Beðið eftir farþegum til að skima.Vísir/Arnar
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Keflavíkurflugvöllur Lögreglumál Mest lesið Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Húsleit á heimili þekkts brotamanns Innlent Vöknuðu með rottu upp í rúmi Innlent Ekki allt sem sýnist varðandi launin Innlent Tilkynnt um par að slást Innlent Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Segir ásakanir Evrópu barnalegar Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Fleiri fréttir Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Sjá meira