Lífið

Boris John­son og Carri­e giftu sig í leyni

Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar
Fyrst var greint frá ástarsambandi Boris og Carrie árið 2019.
Fyrst var greint frá ástarsambandi Boris og Carrie árið 2019. getty/Tejas Sandhu

For­sætis­ráð­herra Bret­lands, Boris John­son, og unnusta hans, Carri­e Symonds, giftu sig við leyni­lega at­höfn í West­min­ster-dóm­kirkjunni í dag. Breskir miðlar greina frá þessu.

Einungis nánir vinir hjónanna og fjöl­skyldu­með­limir þeirra voru við­staddir at­höfnina. For­sætis­ráðu­neytið hefur neitað að tjá sig um málið og vill hvorki neita fréttunum né stað­festa þær.

At­vinnu­mála­ráð­herra Bret­lands, Therese Coff­ey, hefur óskað hjónunum inni­lega til hamingju á sam­fé­lags­miðlinum Twitter.

Sam­kvæmt um­fjöllun The Mail on Sunday voru þrjá­tíu gestir við­staddir at­höfnina en sam­komu­tak­markanir í Bret­landi leyfa ekki að fleiri komi saman. Þeim var boðið með mjög skömmum fyrir­vara.


Tengdar fréttir

Johnson og Symonds eignuðust dreng

Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, og Carrie Symonds, unnusta hans, hafa eignast son. Sá fæddist á sjúkrahúsi í London í morgun og heilsast öllum sem að koma vel.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.