„Einstakt, fordæmalaust og grafalvarlegt“ Sylvía Hall skrifar 30. maí 2021 17:06 Rakel Þorbergsdóttir, fréttastjóri Ríkisútvarpsins. RÚV Rakel Þorbergsdóttir fréttastjóri Ríkisútvarpsins gefur lítið fyrir þá gagnrýni að frétta- og fjölmiðlamenn séu viðkvæmir og þoli ekki gagnrýni. Þeir sem starfi á þeim vettvangi séu ýmsu vanir og því sé kjánalegt að setja hlutina í það samhengi. Þá sé það fordæmalaust að fjölmiðlamaður þurfi að þola árásir líkt og Helgi Seljan hefur gert í kjölfar umfjöllunar Kveiks um Samherja. Vísaði Rakel þar til umræðu síðustu daga í kjölfar umfjöllunar Kjarnans og Stundarinnar um svokallaða „skæruliðadeild“ Samherja. Þar var gögnum úr síma starfsmanns lekið til miðlanna sem sýndu svart á hvítu að starfsmenn og ráðgjafar fyrirtækisins höfðu rætt sín á milli um ýmsar aðgerðir til þess að koma sjónarmiðum Samherja á framfæri og jafnvel reynt að hafa áhrif á formannskjör í Blaðamannafélagi. Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagði í kjölfarið í viðtali við Harmageddon að blaðamenn væru „sjálfhverfir og ótrúlega miklir aumingjar“ sem færu á taugum því umræðan sneri að þeim. „Það er náttúrulega bara kjánalegt að setja það í það samhengi, því hvort sem það eru þessar nýjustu vendingar eða fréttaflutningur Kjarnans af þessum samskiptum – sem er ekki einu sinni upphafið – að þá hefur þetta verið allt mjög óvenjulegt frá fyrstu tíð, samskiptin og frá því að við vorum að vinna þennan stóra Kveiksþátt í nóvember 2019. Þau voru strax mjög óvenjuleg og það var ástæða fyrir því að við birtum þau samskipti, þetta voru aðeins öðruvísi viðbrögð,“ segir Rakel um samskipti Ríkisútvarpsins við Samherja. Myndbandaherferð Samherja einsdæmi Hún segir skiljanlegt að fólk sé ekki ávallt reiðubúið að mæta í viðtöl, þá sérstaklega þegar umfjöllunarefnið er viðkvæmt eða erfitt. Stundum eigi menn erfitt með að skýra mál sitt og kjósi heldur að mæta ekki í viðtöl. Það sé ekkert nýtt. „Steininn tók úr þarna í ágúst í fyrra þegar Samherji fór í þessa myndbandaframleiðslu. Þá var beinlínis brotið blað í fjölmiðlasögu en líka í íslenskri sögu vil ég meina, því þarna var fyrirtæki farið að nýta aðferðir sem þekkjast ekki,“ segir Rakel og bætir við að slíkar aðferðir þekkist ekki heldur annars staðar. „Ég var á fundi með norrænum fréttastjórum á föstudag og var að fara yfir málið með þeim. Þetta eru fréttastjórar ríkismiðlanna og menn eru ýmsu vanir en það skildi enginn þetta. Enginn átti sambærilegt dæmi.“ „Við erum bara að vinna vinnuna okkar“ Hún segir einsdæmi að fjölmiðlamaður hafi þurft að þola árásir líkt og Helgi Seljan. Hún hafi gengið á kollega sína á fyrrnefndum fundi en þar hafi enginn getað komið með sambærileg dæmi. „Ég spurði sérstaklega: Þekkið þið einhver dæmi þess að persónulegar árásir eins og þær sem til dæmis Helgi Seljan hefur mátt þola, eru einhver dæmi einhvers staðar um það? Bara hvergi. Mér finnst það nú eiginlega svolítið lýsa þessu best. Þetta er algjörlega einstakt, fordæmalaust og grafalvarlegt.“ Aðspurð hvort það sé ekki skiljanlegt að slík viðbrögð fylgi því að menn séu sakaðir um mútugreiðslur, peningaþvætti og skattsvik segir Rakel ekkert nýtt að fyrirtæki séu sökuð um misjafna háttsemi. „Menn verða þá líka að skilja að okkar eina hlutverk er að draga fram sannleikann. Ef fjölmiðill kemst yfir gögn eins og Al Jazeera, RÚV og Stundin komust yfir þarna 2019 – eigum við að sitja á þeim? Varla eru menn að tala um það. Það er beinlínis okkar hlutverk að fjalla um og veita upplýsingar og aðhald. Við erum bara að vinna vinnuna okkar.“ Ríkisútvarpið Fjölmiðlar Samherjaskjölin Sprengisandur Sjávarútvegur Tengdar fréttir „Ef rétt er þá fordæmi ég tilraunir Samherja“ Heimir Már Pétursson, fréttamaður á miðlum Sýnar og mótframbjóðandi Sigríðar Daggar Auðunsdóttur í kjöri til formanns Blaðamannafélags Íslands, fordæmir tilraunir Samherja og annarra til að hafa áhrif á innra starf félagsins. 22. maí 2021 18:13 Samherji biðst afsökunar „Stjórnendur Samherja hafa brugðist harkalega við neikvæðri umfjöllun um félagið og ljóst að of langt hefur verið gengið í þeim viðbrögðum. Af þeim sökum vill Samherji biðjast afsökunar á þeirri framgöngu.“ 30. maí 2021 11:43 „Skæruliðadeild“ Samherja skipti sér af prófkjöri Sjálfstæðisflokksins Svokölluð skæruliðadeild Samherja reyndi að hafa áhrif á niðurstöður prófkjörs Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi fyrir komandi Alþingiskosningar. 23. maí 2021 15:00 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Fleiri fréttir Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Sjá meira
Vísaði Rakel þar til umræðu síðustu daga í kjölfar umfjöllunar Kjarnans og Stundarinnar um svokallaða „skæruliðadeild“ Samherja. Þar var gögnum úr síma starfsmanns lekið til miðlanna sem sýndu svart á hvítu að starfsmenn og ráðgjafar fyrirtækisins höfðu rætt sín á milli um ýmsar aðgerðir til þess að koma sjónarmiðum Samherja á framfæri og jafnvel reynt að hafa áhrif á formannskjör í Blaðamannafélagi. Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagði í kjölfarið í viðtali við Harmageddon að blaðamenn væru „sjálfhverfir og ótrúlega miklir aumingjar“ sem færu á taugum því umræðan sneri að þeim. „Það er náttúrulega bara kjánalegt að setja það í það samhengi, því hvort sem það eru þessar nýjustu vendingar eða fréttaflutningur Kjarnans af þessum samskiptum – sem er ekki einu sinni upphafið – að þá hefur þetta verið allt mjög óvenjulegt frá fyrstu tíð, samskiptin og frá því að við vorum að vinna þennan stóra Kveiksþátt í nóvember 2019. Þau voru strax mjög óvenjuleg og það var ástæða fyrir því að við birtum þau samskipti, þetta voru aðeins öðruvísi viðbrögð,“ segir Rakel um samskipti Ríkisútvarpsins við Samherja. Myndbandaherferð Samherja einsdæmi Hún segir skiljanlegt að fólk sé ekki ávallt reiðubúið að mæta í viðtöl, þá sérstaklega þegar umfjöllunarefnið er viðkvæmt eða erfitt. Stundum eigi menn erfitt með að skýra mál sitt og kjósi heldur að mæta ekki í viðtöl. Það sé ekkert nýtt. „Steininn tók úr þarna í ágúst í fyrra þegar Samherji fór í þessa myndbandaframleiðslu. Þá var beinlínis brotið blað í fjölmiðlasögu en líka í íslenskri sögu vil ég meina, því þarna var fyrirtæki farið að nýta aðferðir sem þekkjast ekki,“ segir Rakel og bætir við að slíkar aðferðir þekkist ekki heldur annars staðar. „Ég var á fundi með norrænum fréttastjórum á föstudag og var að fara yfir málið með þeim. Þetta eru fréttastjórar ríkismiðlanna og menn eru ýmsu vanir en það skildi enginn þetta. Enginn átti sambærilegt dæmi.“ „Við erum bara að vinna vinnuna okkar“ Hún segir einsdæmi að fjölmiðlamaður hafi þurft að þola árásir líkt og Helgi Seljan. Hún hafi gengið á kollega sína á fyrrnefndum fundi en þar hafi enginn getað komið með sambærileg dæmi. „Ég spurði sérstaklega: Þekkið þið einhver dæmi þess að persónulegar árásir eins og þær sem til dæmis Helgi Seljan hefur mátt þola, eru einhver dæmi einhvers staðar um það? Bara hvergi. Mér finnst það nú eiginlega svolítið lýsa þessu best. Þetta er algjörlega einstakt, fordæmalaust og grafalvarlegt.“ Aðspurð hvort það sé ekki skiljanlegt að slík viðbrögð fylgi því að menn séu sakaðir um mútugreiðslur, peningaþvætti og skattsvik segir Rakel ekkert nýtt að fyrirtæki séu sökuð um misjafna háttsemi. „Menn verða þá líka að skilja að okkar eina hlutverk er að draga fram sannleikann. Ef fjölmiðill kemst yfir gögn eins og Al Jazeera, RÚV og Stundin komust yfir þarna 2019 – eigum við að sitja á þeim? Varla eru menn að tala um það. Það er beinlínis okkar hlutverk að fjalla um og veita upplýsingar og aðhald. Við erum bara að vinna vinnuna okkar.“
Ríkisútvarpið Fjölmiðlar Samherjaskjölin Sprengisandur Sjávarútvegur Tengdar fréttir „Ef rétt er þá fordæmi ég tilraunir Samherja“ Heimir Már Pétursson, fréttamaður á miðlum Sýnar og mótframbjóðandi Sigríðar Daggar Auðunsdóttur í kjöri til formanns Blaðamannafélags Íslands, fordæmir tilraunir Samherja og annarra til að hafa áhrif á innra starf félagsins. 22. maí 2021 18:13 Samherji biðst afsökunar „Stjórnendur Samherja hafa brugðist harkalega við neikvæðri umfjöllun um félagið og ljóst að of langt hefur verið gengið í þeim viðbrögðum. Af þeim sökum vill Samherji biðjast afsökunar á þeirri framgöngu.“ 30. maí 2021 11:43 „Skæruliðadeild“ Samherja skipti sér af prófkjöri Sjálfstæðisflokksins Svokölluð skæruliðadeild Samherja reyndi að hafa áhrif á niðurstöður prófkjörs Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi fyrir komandi Alþingiskosningar. 23. maí 2021 15:00 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Fleiri fréttir Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Sjá meira
„Ef rétt er þá fordæmi ég tilraunir Samherja“ Heimir Már Pétursson, fréttamaður á miðlum Sýnar og mótframbjóðandi Sigríðar Daggar Auðunsdóttur í kjöri til formanns Blaðamannafélags Íslands, fordæmir tilraunir Samherja og annarra til að hafa áhrif á innra starf félagsins. 22. maí 2021 18:13
Samherji biðst afsökunar „Stjórnendur Samherja hafa brugðist harkalega við neikvæðri umfjöllun um félagið og ljóst að of langt hefur verið gengið í þeim viðbrögðum. Af þeim sökum vill Samherji biðjast afsökunar á þeirri framgöngu.“ 30. maí 2021 11:43
„Skæruliðadeild“ Samherja skipti sér af prófkjöri Sjálfstæðisflokksins Svokölluð skæruliðadeild Samherja reyndi að hafa áhrif á niðurstöður prófkjörs Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi fyrir komandi Alþingiskosningar. 23. maí 2021 15:00