Íslenski boltinn

Þróttur R. í átta liða úrslit Mjólkurbikarsins eftir öruggan sigur

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Þróttur R. er fyrsta liðið sem tryggir sæti sitt í átta liða úrslitum Mjólkurbikars kvenna eftir stórsigur fyrir austan.
Þróttur R. er fyrsta liðið sem tryggir sæti sitt í átta liða úrslitum Mjólkurbikars kvenna eftir stórsigur fyrir austan. Vísir/Hulda

Þróttur R. er fyrsta liðið til að komast í átta liða úrslit Mjólkurbikars kvenna eftir öruggan 6-1 útisigur gegn sameinuðu liði Fjarðabyggð/Höttur/Leiknir. Shaelan Grace Murison Brown skoraði þrennu fyrir gestina.

Linda Líf Boama kom gestunum í 1-0 eftir 20 mínútna leik. Aðeins fjórum mínútum síðar var hún búin að tvöfalda forystuna.

Freyja Katrín Þorvarðardóttir lagaði stöðuna á 32. mínútu og staðan því 2-1 þegar gengið var til búningsherbergja.

Shaelan Grace Murison Brown kom inn af varamannabekk Þróttara og átti virkilega góða innkomu.

Hún kom gestunum í 3-1 á 59. mínútu áður en hún skoraði annað mark sitt og fjórða mark Þróttara fjórum mínútum síðar. Á 71. mínútu fullkomnaði hún svo þrennuna og staðan orðin 5-1.

Ísabella Anna Húbertsdóttir rak endahnútinn á stórsigur Þróttara með marki á 89. mínútu. Þróttur R. er því fyrsta liðið sem tryggir sér sæti í átta liða úrslitum Mjólkurbikars kvenna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×