„Allir leikir drulluerfiðir í þessari deild“ Valur Páll Eiríksson skrifar 30. maí 2021 21:51 Pálmi Rafn var ánægður með fyrsta heimasigur KR í sumar. Vísir/Hulda Margrét „Þetta er mjög mikilvægt, við erum ekki búnir að vera nógu effektívir hérna á heimavelli þannig að loksins kom að því. Þetta er kærkominn sigur, léttir, og gott að ná heimasigri,“ sagði Pálmi Rafn Pálmason, leikmaður KR, eftir 3-1 sigur liðins á ÍA á Meistaravöllum í kvöld. Um var að ræða fyrsta heimasigur KR á tímabilinu en liðið hefur átt til að missa niður forystu og eiga erfitt með að klára leiki þrátt fyrir góða spilamennsku. Pálmi var spurður um hvort það hafi farið um leikmenn KR þegar Ísak Snær Þorvaldsson minnkaði muninn í 2-1 fyrir ÍA snemma í seinni hálfleiknum. „Það fer um okkur vegna þess að við erum á hælunum. Þegar við förum niður á hælana og hleypum inn marki til þess að hleypa einhverri spennu í þetta. Eitt mark er hættuleg staða, þannig að það er pirrandi þegar við gerum okkur seka um þetta og verðum að laga það ef við ætlum að krækja í fleiri sigra.“ KR fékk urmul tækifæra og góðra sóknarstaða í fyrri hálfleiknum þar sem aðeins eitt lið var á vellinum framan af. „Heilt yfir spilum við mjög góðan leik og í fyrri hálfleik gátum við verið búnir að klára þennan leik, þar sem við spilum frábærlega, sem og í lok seinni hálfleiks. En þess á milli erum svolítið passífir finnst mér.“ Pálmi er þá spurður hvort það sé þó ekki sterkt að klára leikinn, sérstaklega eftir jafntefli í svipuðum leik við HK í síðustu umferð þar sem KR leiddi lengi vel en missti niður á lokakaflanum. „Þriðja markið náttúrulega klárar leikinn fyrir okkur og ákveðinn léttir að sjá boltann í netinu. Þá fara axlirnar aðeins niður, við rólegri á boltann og látum þá hlaupa meira á eftir honum. Þeir eiga auðvitað sín augnablik líka en mér fannst við berjast vel heilt yfir.“ segir Pálmi Rafn. Frábært að fá Kjartan Henry inn Kjartan Henry Finnbogason skoraði sitt fyrsta mark fyrir KR í kvöld eftir endurkomu sína til liðsins í vor. Pálmi segir það mikilvægt. „Kjarri er bara framherji og markaskorari, það er alltaf gott þegar markaskorarar setja mörkin. Það er mikilvægt fyrir hann sjálfan og líka okkur sem lið. Það segir sig sjálft að ef við skorum mörg mörk þá aukast líkurnar á sigri, svo það er gott að hann er kominn í gang.“ segir Pálmi sem segir Kjartan taka með sér mikinn sigurvilja inn í hópinn. „Hann er náttúrulega bara sigurvegari. Hann hatar að tapa og elskar að vinna og gerir rosalega mikið til þess að vinna. Hann tekur mikið til sín inni á vellinum, er góður í spilinu og góður uppspilspunktur, eins og hann sýnir í dag er hann markaskorari - er á réttum stað á réttum tíma og þefar þetta uppi. Það kemur hellings barátta og sigurvilji með honum og mjög gott að fá hann.“ segir Pálmi Rafn. Vildi hafa fleiri stig KR er með ellefu stig eftir sigur dagsins úr fyrstu sjö leikjunum sem spilaðir voru á tæpum mánuði. Pálmi segir að stigin mættu vera fleiri en þó geti KR-ingar tekið margt með sér úr síðustu leikjum. „Stigasöfnunin hefur náttúrulega ekki verið góð, við hefðum viljað töluvert fleiri stig. Spilamennskan er búin að vera mjög góð á köflum en mjög slök á öðrum köflum líka, svo við verðum að finna meira jafnvægi í þetta og hækka lægsta levelið okkar. Við þurfum að byggja á þessum góðu spilköflum sem við erum að ná, þá erum við í ágætis málum.“ „Hver leikur lifir sínu lífi og það eru allir leikir drulluerfiðir í þessari deild. Ég veit að þetta er klisja að taka einn leik í einu en það hefur margoft sýnt sig að ef maður gerir það ekki þá er maður bara búinn,“ segir Pálmi Rafn. Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Pepsi Max-deild karla KR Mest lesið Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Enski boltinn „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Handbolti Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Fótbolti Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Enski boltinn Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Enski boltinn Magnús Már í viðræðum við HK Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Sjá meira
Um var að ræða fyrsta heimasigur KR á tímabilinu en liðið hefur átt til að missa niður forystu og eiga erfitt með að klára leiki þrátt fyrir góða spilamennsku. Pálmi var spurður um hvort það hafi farið um leikmenn KR þegar Ísak Snær Þorvaldsson minnkaði muninn í 2-1 fyrir ÍA snemma í seinni hálfleiknum. „Það fer um okkur vegna þess að við erum á hælunum. Þegar við förum niður á hælana og hleypum inn marki til þess að hleypa einhverri spennu í þetta. Eitt mark er hættuleg staða, þannig að það er pirrandi þegar við gerum okkur seka um þetta og verðum að laga það ef við ætlum að krækja í fleiri sigra.“ KR fékk urmul tækifæra og góðra sóknarstaða í fyrri hálfleiknum þar sem aðeins eitt lið var á vellinum framan af. „Heilt yfir spilum við mjög góðan leik og í fyrri hálfleik gátum við verið búnir að klára þennan leik, þar sem við spilum frábærlega, sem og í lok seinni hálfleiks. En þess á milli erum svolítið passífir finnst mér.“ Pálmi er þá spurður hvort það sé þó ekki sterkt að klára leikinn, sérstaklega eftir jafntefli í svipuðum leik við HK í síðustu umferð þar sem KR leiddi lengi vel en missti niður á lokakaflanum. „Þriðja markið náttúrulega klárar leikinn fyrir okkur og ákveðinn léttir að sjá boltann í netinu. Þá fara axlirnar aðeins niður, við rólegri á boltann og látum þá hlaupa meira á eftir honum. Þeir eiga auðvitað sín augnablik líka en mér fannst við berjast vel heilt yfir.“ segir Pálmi Rafn. Frábært að fá Kjartan Henry inn Kjartan Henry Finnbogason skoraði sitt fyrsta mark fyrir KR í kvöld eftir endurkomu sína til liðsins í vor. Pálmi segir það mikilvægt. „Kjarri er bara framherji og markaskorari, það er alltaf gott þegar markaskorarar setja mörkin. Það er mikilvægt fyrir hann sjálfan og líka okkur sem lið. Það segir sig sjálft að ef við skorum mörg mörk þá aukast líkurnar á sigri, svo það er gott að hann er kominn í gang.“ segir Pálmi sem segir Kjartan taka með sér mikinn sigurvilja inn í hópinn. „Hann er náttúrulega bara sigurvegari. Hann hatar að tapa og elskar að vinna og gerir rosalega mikið til þess að vinna. Hann tekur mikið til sín inni á vellinum, er góður í spilinu og góður uppspilspunktur, eins og hann sýnir í dag er hann markaskorari - er á réttum stað á réttum tíma og þefar þetta uppi. Það kemur hellings barátta og sigurvilji með honum og mjög gott að fá hann.“ segir Pálmi Rafn. Vildi hafa fleiri stig KR er með ellefu stig eftir sigur dagsins úr fyrstu sjö leikjunum sem spilaðir voru á tæpum mánuði. Pálmi segir að stigin mættu vera fleiri en þó geti KR-ingar tekið margt með sér úr síðustu leikjum. „Stigasöfnunin hefur náttúrulega ekki verið góð, við hefðum viljað töluvert fleiri stig. Spilamennskan er búin að vera mjög góð á köflum en mjög slök á öðrum köflum líka, svo við verðum að finna meira jafnvægi í þetta og hækka lægsta levelið okkar. Við þurfum að byggja á þessum góðu spilköflum sem við erum að ná, þá erum við í ágætis málum.“ „Hver leikur lifir sínu lífi og það eru allir leikir drulluerfiðir í þessari deild. Ég veit að þetta er klisja að taka einn leik í einu en það hefur margoft sýnt sig að ef maður gerir það ekki þá er maður bara búinn,“ segir Pálmi Rafn. Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pepsi Max-deild karla KR Mest lesið Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Enski boltinn „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Handbolti Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Fótbolti Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Enski boltinn Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Enski boltinn Magnús Már í viðræðum við HK Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Sjá meira