Lögreglumenn óku um borgina og skutu saklausa borgara Hólmfríður Gísladóttir skrifar 31. maí 2021 13:33 Til átaka kom milli mótmælenda og lögreglu í kringum forsetakosningarnar í febrúar. epa/Dai Kurokawa Átta lögreglumenn óku um Kampala í Úganda í nóvember síðastliðnum og skutu á almenna borgara. Að minnsta kosti fjórir létust og fleiri særðust. Aftökurnar voru framkvæmdar undir yfirskini aðgerða gegn mótmælendum. Mótmælin brutust út þegar stjórnarandstöðuleiðtoginn Robert Kyagulaniyi, betur þekktur undir listamannsnafninu Bobi Wine, var handtekinn en hann hafði boðið sig fram til forseta í kosningum sem fóru fram tveimur mánuðum seinna. Fleiri en 50 létust í átökum mótmælenda og lögreglu og hundruðir særðust, í Kampala og víðar. Forsetinn Yoweri Museveni náði endurkjöri í fimmta sinn í kosningunum en stjórnarandstæðingar segja úrslit kosningana byggja á svikum. Yfirvöld í Úganda lýstu því yfir að allir látnu hafi verið ofbeldisfullir mótmælendur og glæpamenn en hafa síðan dregið í land og játað að saklaust fólk hafi orðið fyrir byssukúlum. Rannsókn BBC Africa Eye leiddi hins vegar í ljós að fjórar manneskjur hefðu látist af höndum lögreglu á Kampala-vegi, auk fimmtán ára drengs og tveggja kvenna sem voru skotin annars staðar í höfuðborginni. Meðal rannsóknargagna var vitnisburður yfir 30 vitna og um 300 klukkustundir af upptökum úr farsímum. Myndskeið og myndir sýna meðal annars hvernig bifreið með átta lögreglumenn innanborðs ekur framhjá hinni 28 ára Kamuyat Ngobi, fjögurra barna móður, þar sem hún er á leið með mat til föður síns í nærliggjandi byggingu. Sekúndum seinna sést hún falla til jarðar eftir að hafa verið skotin í höfuðið. Sama bifreið heldur áfram akstrinum eftir Kampala-vegi og fer meðal annars framhjá veitingastað þar sem tveir eru særðir. Um það bil 60 metrum seinna er John Amera, 31 árs tveggja barna faðir, skotinn í brjóstið. Önnur fórnarlömb voru hinn 23 ára Abbas Kalule og John Kitobe, 72 ára. Ítarlega umfjöllun um málið má finna hjá Guardian. Úganda Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Fleiri fréttir Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Sjá meira
Mótmælin brutust út þegar stjórnarandstöðuleiðtoginn Robert Kyagulaniyi, betur þekktur undir listamannsnafninu Bobi Wine, var handtekinn en hann hafði boðið sig fram til forseta í kosningum sem fóru fram tveimur mánuðum seinna. Fleiri en 50 létust í átökum mótmælenda og lögreglu og hundruðir særðust, í Kampala og víðar. Forsetinn Yoweri Museveni náði endurkjöri í fimmta sinn í kosningunum en stjórnarandstæðingar segja úrslit kosningana byggja á svikum. Yfirvöld í Úganda lýstu því yfir að allir látnu hafi verið ofbeldisfullir mótmælendur og glæpamenn en hafa síðan dregið í land og játað að saklaust fólk hafi orðið fyrir byssukúlum. Rannsókn BBC Africa Eye leiddi hins vegar í ljós að fjórar manneskjur hefðu látist af höndum lögreglu á Kampala-vegi, auk fimmtán ára drengs og tveggja kvenna sem voru skotin annars staðar í höfuðborginni. Meðal rannsóknargagna var vitnisburður yfir 30 vitna og um 300 klukkustundir af upptökum úr farsímum. Myndskeið og myndir sýna meðal annars hvernig bifreið með átta lögreglumenn innanborðs ekur framhjá hinni 28 ára Kamuyat Ngobi, fjögurra barna móður, þar sem hún er á leið með mat til föður síns í nærliggjandi byggingu. Sekúndum seinna sést hún falla til jarðar eftir að hafa verið skotin í höfuðið. Sama bifreið heldur áfram akstrinum eftir Kampala-vegi og fer meðal annars framhjá veitingastað þar sem tveir eru særðir. Um það bil 60 metrum seinna er John Amera, 31 árs tveggja barna faðir, skotinn í brjóstið. Önnur fórnarlömb voru hinn 23 ára Abbas Kalule og John Kitobe, 72 ára. Ítarlega umfjöllun um málið má finna hjá Guardian.
Úganda Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Fleiri fréttir Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Sjá meira