Íslenski boltinn

„Þar er Pétur algjör snillingur“

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Pétur Guðmundsson og Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, brostu út að eyrum á hliðarlínunni á Meistaravöllum í gær.
Pétur Guðmundsson og Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, brostu út að eyrum á hliðarlínunni á Meistaravöllum í gær. vísir/hulda margrét

Pétur Guðmundsson er ekki bara einn af fremstu dómurum landsins heldur er hann einnig afbragðs góður fjórði dómari að sögn Ólafs Jóhannessonar, sérfræðings Pepsi Max stúkunnar.

Pétur var fjórði dómari á leik KR og ÍA á Meistaravöllum í gær og hafði góða stjórn á hliðarlínunni.

„Ég held að erfiðasta hlutverkið hjá dómara sé að vera fjórði dómari því þjálfarar eru alltaf kolvitlausir. Það breytist ekkert. Í báðum liðum og svo eru þeir sem sitja fyrir aftan á bekkjunum enn verri,“ sagði Ólafur í Pepsi Max Stúkunni í gær.

„Þar er Pétur algjör snillingur. Ég man ekki eftir að hafa lent í neinu veseni með Pétur sem fjórða dómara. Hann er svo yfirvegaður og rólegur. Svo er fullt af ungum gæjum og þeir eru alveg skelfilegir.“

Klippa: Pepsi Max Stúkan - Umræða um fjórða dómara

Óli sagði að yngri dómararnir væru stundum svo stressaðir og pössuðu sig á að fara eftir reglunum í einu og öllu til að fá ekki í mínus í kladdann frá eftirlitsmanninum.

„Það er út af því að uppi í stúku situr einhver maður með penna og skrifar niður ef honum finnst hann ekki hafa nógu góða stjórn á bekkjunum. En maður er einhver maður sem veit ekkert um fótbolta,“ sagði Ólafur.

„Þeir sögðu það oft við mig þegar ég var að rífast við þá að við yrðum að gera þetta, annars skrifar hann á okkur uppi í stúku. En Pétur er mjög fínn í þessu. Ég veit það.“


Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.


Tengdar fréttir

„Allir leikir drulluerfiðir í þessari deild“

„Þetta er mjög mikilvægt, við erum ekki búnir að vera nógu effektívir hérna á heimavelli þannig að loksins kom að því. Þetta er kærkominn sigur, léttir, og gott að ná heimasigri,“ sagði Pálmi Rafn Pálmason, leikmaður KR, eftir 3-1 sigur liðins á ÍA á Meistaravöllum í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×