Landsmenn líklega ofrukkaðir um milljarða af vatnsveitum landsins Jakob Bjarnar skrifar 31. maí 2021 16:03 Breki segir vatn mannréttindi en ekki eitthvað sem hafa skuli að féþúfu. Honum sýnist blasa við að sveitarfélögin hafi hafi notað vatnsveitur sínar sem féþúfu og greitt út háar arðgreiðslur. Nú liggur fyrir að það er ólögmætt. vísir/vilhelm Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, segir mörg sveitarfélaganna nota vatnsveitur sem mjólkurkýr og hafi tekið út háar arðgreiðslur þaðan í gegnum tíðina. Nú liggur úrskurður samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins fyrir eftir yfirferð á gögnum sem sem bárust frá sveitarfélögum og vatnsveitum í þeirra eigu um ákvörðun vatnsgjalds. Loksins, segir Breki. Ráðuneytið telur ástæðu til að taka málefnið til formlegrar umfjöllunar og gefa út sérstakar leiðbeiningar á grundvelli 1. tl. 2. mgr. 112. gr. sveitarstjórnarlaga. „Í umfjöllun ráðuneytisins kemur fram að vatnsgjald sem lagt er á grundvelli 10. gr. laga um vatnsveitur sveitarfélaga sé þjónustugjald og það leiðir af eðli þjónustugjalda og lögmætisreglu stjórnsýsluréttar að óheimilt er að taka hærra gjald en sem nemur kostnaði við að veita þjónustuna,“ segir meðal annars í samandreginni niðurstöðu. Vatn mannréttindi en ekki féþúfa „Í stuttu máli þýðir þetta að líkindum að flestar vatnsveitur á landinu hafi ofrukkað undanfarin ár,“ segir Breki spurður um þýðingu þessa og bendir á erindi Neytendasamtakanna þar sem á er bent að Orkuveita Reykjavíkur – vatns og fráveita sf gæti hafa innheimt vatnsgjöld sem nema milljörðum króna undanfarin ár, umfram það sem lög leyfa. „Þá greiddi vatnsveitan arð sem nam 2 milljörðum króna til eiganda síns í fyrra. Svör OR við fyrirspurnum Neytendasamtakanna voru ákaflega loðin og óljós og hafnaði OR að svara frekari spurningum og samstarfi svo hægt væri að varpa ljósi á málið.“ Í kjölfarið sendu þá Neytendasamtökin fyrirspurn til samgöngu- og sveitastjórnarráðuneytisins þar sem spurt var um heimild OR til að greiða út arð og hvernig fjármagnskostnaður skyldi reiknaður. „Ég fagna þó þetta hefði mátt koma fyrr. Við kölluðum eftir þessu í lok 2019. Mörg sveitarfélög, meðal annarra Reykjavík, hafa litið á vatnsveitur sem mjólkurkýr og tekið út háar arðgreislur í gegnum tíðina. Það er ólöglegt, eins og sést í leiðbeiningunum, enda vatn mannréttindi, ekki féþúfa.“ Háar fjárhæðir ofteknar af vatnsveitunum Þá segir Breki það vekja athygli að einhver sveitarfélaganna hafa kosið að hunsa fyrirspurnir ráðuneytisins, þrátt fyrir að vera lagalega skyldug til þess að svara. „Áhugavert að vita hvaða sveitarfélög hunsa ráðuneytið. Þá væri áhugavert að fá upplýsingar um hvernig ráðuneytið ætlar að hlutast til um að greiðendum vatnsgjalds verði endurgreidd oftekin vatnsgjöld.“ En nú virðist tónninn í erindisbréfinu vera skamm skamm og ekki gera þetta aftur. Eða mun þetta hafa einhverja þýðingu afturvirkt? „Í ljósi þess hversu stórt málið er og varðar háar fjárhæðir frá mörgum vatnsveitum um allt land, hlýtur ráðuneytið að hlutast til um að veiturnar endurgreiði notendum oftekin gjöld, eins og það gerði með úrskurði 15. mars 2019 í kærumáli árvökuls félagsmanns Neytendasamtakanna á hendur OR um að veitan hefði oftekið vatnsgjöld af neytendum sem nam „að lágmarki“ 2 prósent árið 2016. Orkuveitan endurgreiddi síðan um milljarð, en bara af ofteknum gjöldum ársins 2016,“ segir Breki en niðurstöðu þess máls má sjá hér. Sveitarstjórnarmál Neytendur Mest lesið Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Innlent Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Erlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Fleiri fréttir Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Sjá meira
Nú liggur úrskurður samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins fyrir eftir yfirferð á gögnum sem sem bárust frá sveitarfélögum og vatnsveitum í þeirra eigu um ákvörðun vatnsgjalds. Loksins, segir Breki. Ráðuneytið telur ástæðu til að taka málefnið til formlegrar umfjöllunar og gefa út sérstakar leiðbeiningar á grundvelli 1. tl. 2. mgr. 112. gr. sveitarstjórnarlaga. „Í umfjöllun ráðuneytisins kemur fram að vatnsgjald sem lagt er á grundvelli 10. gr. laga um vatnsveitur sveitarfélaga sé þjónustugjald og það leiðir af eðli þjónustugjalda og lögmætisreglu stjórnsýsluréttar að óheimilt er að taka hærra gjald en sem nemur kostnaði við að veita þjónustuna,“ segir meðal annars í samandreginni niðurstöðu. Vatn mannréttindi en ekki féþúfa „Í stuttu máli þýðir þetta að líkindum að flestar vatnsveitur á landinu hafi ofrukkað undanfarin ár,“ segir Breki spurður um þýðingu þessa og bendir á erindi Neytendasamtakanna þar sem á er bent að Orkuveita Reykjavíkur – vatns og fráveita sf gæti hafa innheimt vatnsgjöld sem nema milljörðum króna undanfarin ár, umfram það sem lög leyfa. „Þá greiddi vatnsveitan arð sem nam 2 milljörðum króna til eiganda síns í fyrra. Svör OR við fyrirspurnum Neytendasamtakanna voru ákaflega loðin og óljós og hafnaði OR að svara frekari spurningum og samstarfi svo hægt væri að varpa ljósi á málið.“ Í kjölfarið sendu þá Neytendasamtökin fyrirspurn til samgöngu- og sveitastjórnarráðuneytisins þar sem spurt var um heimild OR til að greiða út arð og hvernig fjármagnskostnaður skyldi reiknaður. „Ég fagna þó þetta hefði mátt koma fyrr. Við kölluðum eftir þessu í lok 2019. Mörg sveitarfélög, meðal annarra Reykjavík, hafa litið á vatnsveitur sem mjólkurkýr og tekið út háar arðgreislur í gegnum tíðina. Það er ólöglegt, eins og sést í leiðbeiningunum, enda vatn mannréttindi, ekki féþúfa.“ Háar fjárhæðir ofteknar af vatnsveitunum Þá segir Breki það vekja athygli að einhver sveitarfélaganna hafa kosið að hunsa fyrirspurnir ráðuneytisins, þrátt fyrir að vera lagalega skyldug til þess að svara. „Áhugavert að vita hvaða sveitarfélög hunsa ráðuneytið. Þá væri áhugavert að fá upplýsingar um hvernig ráðuneytið ætlar að hlutast til um að greiðendum vatnsgjalds verði endurgreidd oftekin vatnsgjöld.“ En nú virðist tónninn í erindisbréfinu vera skamm skamm og ekki gera þetta aftur. Eða mun þetta hafa einhverja þýðingu afturvirkt? „Í ljósi þess hversu stórt málið er og varðar háar fjárhæðir frá mörgum vatnsveitum um allt land, hlýtur ráðuneytið að hlutast til um að veiturnar endurgreiði notendum oftekin gjöld, eins og það gerði með úrskurði 15. mars 2019 í kærumáli árvökuls félagsmanns Neytendasamtakanna á hendur OR um að veitan hefði oftekið vatnsgjöld af neytendum sem nam „að lágmarki“ 2 prósent árið 2016. Orkuveitan endurgreiddi síðan um milljarð, en bara af ofteknum gjöldum ársins 2016,“ segir Breki en niðurstöðu þess máls má sjá hér.
Sveitarstjórnarmál Neytendur Mest lesið Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Innlent Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Erlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Fleiri fréttir Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Sjá meira
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum