Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Selfoss 24-26 | Góð vörn lagði grunninn að sigri Selfyssinga Andri Már Eggertsson skrifar 1. júní 2021 22:45 Selfyssingar unnu góðan sigur í Garðabæ. Vísir/Hulda Margrét Selfyssingar unnu góðan tveggja marka sigur á Stjörnunni í 8-liða úrslitum Olís-deildar karla í Mýrinni í kvöld. Lokatölur 26-24 en Stjarnan fékk kjörið tækifæri til að minnka muninn undir lok leiks. Hefði verið gott fyrir Stjörnuna að minnka muninn þar sem aðeins eru leiknir tveir leikir í seríum Olís-deildarinnar í ár. Varnarleikur var aðalsmerki fyrri hálfleiksins. Bæði lið spiluðu mjög þétta vörn út allan fyrri hálfleik og var staðan 10-12 þegar liðin héldu til hálfleiks. Það virtist vera smá skrekkur í leikmönnum Stjörnunnar til að byrja með leiks sóknarlega. Þeir áttu í erfiðleikum með að brjóta múr Selfyssingar og kom fyrsta mark Stjörnunnar eftir tæplega 5:30 mínútu. Leikurinn var síðan jafn framan af fyrri hálfleik í allt að 20 mínútur en Selfoss sprengdi síðan upp leikinn með 3 mörkum á innan við 3 mínútum sem neyddi Patrek Jóhannesson til að taka leikhlé. Stjörnumenn voru síðan það sem eftir var fyrri hálfleiks að kvitta fyrir þessi þrjú mörk það endaði með að Selfoss voru tveimur mörkum yfir þegar flautað til hálfleiks. Dagur Gautason fékk gott færi úr horninu til að minnka muninn í eitt mark fyrir hálfleik en klikkaði. Snemma í síðari hálfleik voru Selfyssingar komnir með myndarlegt forskot 14-18. Stjörnumenn gerðu vel í að vinna það forskot upp en foru miklir klaufar á köflum þar sem þeir klikkuðu mikið á dauðafærum ásamt töpuðum boltum. Patrekur Jóhannesson tók leikhlé þegar 8 mínútur voru eftir og hans menn þremur mörkum undir. Þetta leikhlé kveikti í Stjörnunni sem jöfnuðu leikinn 24-24 og úr varð æsispennandi loka mínútur. Selfoss gerði tvö síðustu mörk leiksins og fengu tækifæri til að vera með þriggja markaforskot fyrir leikinn á Selfossi, þar sem Tandri Már tók afar klaufalega ákvörðun að skjóta strax í stað þess að stilla upp í loka sókn. Niðurstaðn Selfyssingar unnu leikinn 24-26. Af hverju vann Selfoss? Frábær varnarleikur Selfoss fór langt með að vinna þennan leik. Stjarnan skoraði aðeins 10 mörk í fyrri hálfleik. Selfoss voru síðan sterkari á svellinu undir lok leiks þegar leikurinn var í járnum og gerðu síðustu tvö mörk leiksins. Hverjir stóðu upp úr? Það áttu fáir von á að Ísak Gústafsson myndi gera 7 mörk úr 8 skotum. Ísak spilaði með mikið sjálfstraust sem kom í ljós þegar hann var farinn að skjóta í gegnum Adam í marki Stjörnunnar. Hergeir Grímsson var frábær á báðum endum vallarins í kvöld. Hergeir var allt í öllu í frábæri vörn Selfoss ásamt því skilaði hann 6 mörku. Hafþór Vignisson var besti leikmaður Stjörnunnar í leiknum. Hafþór var sá sem tók á skarið í liði Stjörnunnar og skilaði hann 9 mörkum. Hvað gekk illa? Tandri Már Konráðsson átti afar erfitt upp dráttar í leiknum. Selfyssingar spiluðu fast á hann og ýttu honum úr því sem hann vildi gera. Tandri gerði 2 mörk á tæplega 50 mínútum. Markvarsla Stjörnunnar í seinni hálfleik var bókstaflega enginn. Adam Thorstenssen átti fínan fyrri hálfleik en varði ekki skot í síðari hálfleik. Hvað gerist næst? Seinni leikurinn milli liðanna sem fram fer í Hleðsluhöllinni fer fram næsta föstudag klukkan 18:00. Selfoss fer inn í leikinn með tveggja marka forskot eftir að hafa unnið leik kvöldsins 24-26. Að fá á sig 24 mörk er afar lítið í nútíma handbolta Halldór Jóhann, þjálfari Selfyssinga.Vísir/Hulda Margrét „Góður varnarleikur var það sem vann leikinn, að fá á sig 24 mark í nútíma handbolta er alls ekki mikið. Við lögðum upp með að halda okkar grunni í vörninni og er ég mjög sáttur með tveggja marka sigur í kvöld," sagði Halldór Jóhann Sigfússon þjálfari Selfoss. Halldór var afar ánægður með varnarleikinn í kvöld og þá sérstaklega að halda Stjörnunni í 10 mörkum í fyrri hálfleik. „Við gerðum margt rétt í fyrri hálfleik. Við vildum taka þá út úr ákveðnum svæðum sem við gerðum ágætlega en það er bara hálfleikur í þessu einvígi og við eigum heimaleikinn eftir." Ísak Gústafsson átti frábæra innkomu í liði Selfoss. Hann skilaði 7 mörkum sem Halldór var afar kátur með. „Ísak fékk traustið, ég veit hvað hann getur og hann nýtti sitt tækifæri í kvöld vel. Öll lið þurfa sinn svarta pétur og er mjög mikilvægt í svona einvígum að menn skili framlagi af bekknum." Næst á dagskrá hjá Halldóri er að undirbúa sitt lið fyrir næsta leik á móti Stjörnunni og er ljóst að Halldór þarf að halda sínum mönnum á tánum því einvígið er ekki búið. „Það er hálfleikur í þessu einvígi, við eigum heimavöllinn eftir. Við ætlum að spila á okkar styrk og er ég mjög spenntur fyrir leiknum," sagði Halldór að lokum. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Olís-deild karla Stjarnan UMF Selfoss
Selfyssingar unnu góðan tveggja marka sigur á Stjörnunni í 8-liða úrslitum Olís-deildar karla í Mýrinni í kvöld. Lokatölur 26-24 en Stjarnan fékk kjörið tækifæri til að minnka muninn undir lok leiks. Hefði verið gott fyrir Stjörnuna að minnka muninn þar sem aðeins eru leiknir tveir leikir í seríum Olís-deildarinnar í ár. Varnarleikur var aðalsmerki fyrri hálfleiksins. Bæði lið spiluðu mjög þétta vörn út allan fyrri hálfleik og var staðan 10-12 þegar liðin héldu til hálfleiks. Það virtist vera smá skrekkur í leikmönnum Stjörnunnar til að byrja með leiks sóknarlega. Þeir áttu í erfiðleikum með að brjóta múr Selfyssingar og kom fyrsta mark Stjörnunnar eftir tæplega 5:30 mínútu. Leikurinn var síðan jafn framan af fyrri hálfleik í allt að 20 mínútur en Selfoss sprengdi síðan upp leikinn með 3 mörkum á innan við 3 mínútum sem neyddi Patrek Jóhannesson til að taka leikhlé. Stjörnumenn voru síðan það sem eftir var fyrri hálfleiks að kvitta fyrir þessi þrjú mörk það endaði með að Selfoss voru tveimur mörkum yfir þegar flautað til hálfleiks. Dagur Gautason fékk gott færi úr horninu til að minnka muninn í eitt mark fyrir hálfleik en klikkaði. Snemma í síðari hálfleik voru Selfyssingar komnir með myndarlegt forskot 14-18. Stjörnumenn gerðu vel í að vinna það forskot upp en foru miklir klaufar á köflum þar sem þeir klikkuðu mikið á dauðafærum ásamt töpuðum boltum. Patrekur Jóhannesson tók leikhlé þegar 8 mínútur voru eftir og hans menn þremur mörkum undir. Þetta leikhlé kveikti í Stjörnunni sem jöfnuðu leikinn 24-24 og úr varð æsispennandi loka mínútur. Selfoss gerði tvö síðustu mörk leiksins og fengu tækifæri til að vera með þriggja markaforskot fyrir leikinn á Selfossi, þar sem Tandri Már tók afar klaufalega ákvörðun að skjóta strax í stað þess að stilla upp í loka sókn. Niðurstaðn Selfyssingar unnu leikinn 24-26. Af hverju vann Selfoss? Frábær varnarleikur Selfoss fór langt með að vinna þennan leik. Stjarnan skoraði aðeins 10 mörk í fyrri hálfleik. Selfoss voru síðan sterkari á svellinu undir lok leiks þegar leikurinn var í járnum og gerðu síðustu tvö mörk leiksins. Hverjir stóðu upp úr? Það áttu fáir von á að Ísak Gústafsson myndi gera 7 mörk úr 8 skotum. Ísak spilaði með mikið sjálfstraust sem kom í ljós þegar hann var farinn að skjóta í gegnum Adam í marki Stjörnunnar. Hergeir Grímsson var frábær á báðum endum vallarins í kvöld. Hergeir var allt í öllu í frábæri vörn Selfoss ásamt því skilaði hann 6 mörku. Hafþór Vignisson var besti leikmaður Stjörnunnar í leiknum. Hafþór var sá sem tók á skarið í liði Stjörnunnar og skilaði hann 9 mörkum. Hvað gekk illa? Tandri Már Konráðsson átti afar erfitt upp dráttar í leiknum. Selfyssingar spiluðu fast á hann og ýttu honum úr því sem hann vildi gera. Tandri gerði 2 mörk á tæplega 50 mínútum. Markvarsla Stjörnunnar í seinni hálfleik var bókstaflega enginn. Adam Thorstenssen átti fínan fyrri hálfleik en varði ekki skot í síðari hálfleik. Hvað gerist næst? Seinni leikurinn milli liðanna sem fram fer í Hleðsluhöllinni fer fram næsta föstudag klukkan 18:00. Selfoss fer inn í leikinn með tveggja marka forskot eftir að hafa unnið leik kvöldsins 24-26. Að fá á sig 24 mörk er afar lítið í nútíma handbolta Halldór Jóhann, þjálfari Selfyssinga.Vísir/Hulda Margrét „Góður varnarleikur var það sem vann leikinn, að fá á sig 24 mark í nútíma handbolta er alls ekki mikið. Við lögðum upp með að halda okkar grunni í vörninni og er ég mjög sáttur með tveggja marka sigur í kvöld," sagði Halldór Jóhann Sigfússon þjálfari Selfoss. Halldór var afar ánægður með varnarleikinn í kvöld og þá sérstaklega að halda Stjörnunni í 10 mörkum í fyrri hálfleik. „Við gerðum margt rétt í fyrri hálfleik. Við vildum taka þá út úr ákveðnum svæðum sem við gerðum ágætlega en það er bara hálfleikur í þessu einvígi og við eigum heimaleikinn eftir." Ísak Gústafsson átti frábæra innkomu í liði Selfoss. Hann skilaði 7 mörkum sem Halldór var afar kátur með. „Ísak fékk traustið, ég veit hvað hann getur og hann nýtti sitt tækifæri í kvöld vel. Öll lið þurfa sinn svarta pétur og er mjög mikilvægt í svona einvígum að menn skili framlagi af bekknum." Næst á dagskrá hjá Halldóri er að undirbúa sitt lið fyrir næsta leik á móti Stjörnunni og er ljóst að Halldór þarf að halda sínum mönnum á tánum því einvígið er ekki búið. „Það er hálfleikur í þessu einvígi, við eigum heimavöllinn eftir. Við ætlum að spila á okkar styrk og er ég mjög spenntur fyrir leiknum," sagði Halldór að lokum. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.