Býst við svipuðum smittölum næstu daga Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 1. júní 2021 13:18 Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. Vilhelm Gunnarsson Fimm greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og af þeim voru fjórir í sóttkví við greiningu. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir segir að búast megi við svipuðum smittölum næstu daga. Of snemmt að leggja mat á skemmtanalíf helgarinnar Þórólfur segir tölur gærdagsins ekki afleiðingar skemmtanalífs um helgina, en almannavarnir höfðu áhyggjur af því að helgin gæti skilað sér í fjölgun smitum. „Nei það virðist ekki vera það. Þessi eini fyrir utan sóttkví tengist þessu smiti sem hefur verið kennt við verslunina HM og virðist frekar tengjast því, enda er þetta svolítið snemmt eftir helgina og við förum ekki að geta lagt mat á síðustu helgi fyrr en í lok þessarar viku,“ sagði Þórólfur Guðnason. Kórónuveirusmit hefur greinst í starfsmannahópi verslunar HM í Kringlunni. Allir starfsmenn verslunarinnar hafa verið sendir í sjö daga sóttkví og er verslunin því lokuð í dag á meðan unnið er að sótthreinsun hennar. Þórólfur segir að búast megi við svipuðum smittölum næstu daga. „Við erum ekki að sjá neina aukningu þannig að smitrakningin og þessar aðgerðir sem eru í gangi virðast duga til að halda þessu í skefjum og halda þessu niðri. Og það er bara út af fyrir sig gott en ég held að við verðum kannski eitthvað áfram með svona tölur en vonandi förum við ekki að sjá neina aukningu í þessu.“ Aukið eftirlit með fólki í sóttkví Reglugerð um skyldudvöl á sóttkvíarhóteli er fallin úr gildi. Á móti hefur eftirlit með fólki í sóttkví verið aukið. „Hún var nú kannski að falla úr gildi nokkurn vegin að sjálfu sér því lönd voru að fara af þessum hááhættu lista þannig að það var að gerast. Við þurfum að bregðast við með því að vera með gott eftirlit með fólki sem er í sóttkví og reyna að tryggja eins og hægt er að fólk fari eftir reglum,“ sagði Þórólfur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir „Við erum að finna smit sem við getum ekki rakið til landamæranna“ „Ég held að þær sóttvarnaaðgerðir sem við höfum verið með virki á öll afbrigði,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir spurður út í nýtt afbrigði kórónuveirunnar sem fannst í Víetnam. Er það talið meira smitandi en önnur afbrigði veirunnar en Þórólfur hefur ekki teljandi áhyggjur af því. 31. maí 2021 14:16 H&M smitið breiðir úr sér: Hvetja fólk til að ganga hægt um gleðinnar dyr Fjórir hafa greinst með svokallað indverska afbrigði á landamærunum en Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir því ekki hafa tekist að „smokra“ sér inn í landið, að minnsta kosti enn sem komið er. 27. maí 2021 11:24 Mest lesið Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Erlent Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Innlent Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Innlent Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Innlent Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Erlent Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Innlent Svört skýrsla komi ekki á óvart Innlent Sautján látnir vegna ofsafenginna vinda, hvirfilbylja og sandstorma Erlent „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Fleiri fréttir 16 klukkutíma ferð 12 vörubíla með sex timburhús á Húsavík Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Yfirvofandi eldgos og íslandsmeistarmót í Ólsen ólsen Hundrað manns ræddu umhverfismálin Rannsókninni miðar vel áfram Svört skýrsla komi ekki á óvart Rabarbarafélag stofnað á Blönduósi í dag Neyðarvistun í fangaklefa gróft brot á réttindum barna Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Verulega dregið úr jarðskjálftahrinunni Mikið slegist í miðbænum „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Sjá meira
Of snemmt að leggja mat á skemmtanalíf helgarinnar Þórólfur segir tölur gærdagsins ekki afleiðingar skemmtanalífs um helgina, en almannavarnir höfðu áhyggjur af því að helgin gæti skilað sér í fjölgun smitum. „Nei það virðist ekki vera það. Þessi eini fyrir utan sóttkví tengist þessu smiti sem hefur verið kennt við verslunina HM og virðist frekar tengjast því, enda er þetta svolítið snemmt eftir helgina og við förum ekki að geta lagt mat á síðustu helgi fyrr en í lok þessarar viku,“ sagði Þórólfur Guðnason. Kórónuveirusmit hefur greinst í starfsmannahópi verslunar HM í Kringlunni. Allir starfsmenn verslunarinnar hafa verið sendir í sjö daga sóttkví og er verslunin því lokuð í dag á meðan unnið er að sótthreinsun hennar. Þórólfur segir að búast megi við svipuðum smittölum næstu daga. „Við erum ekki að sjá neina aukningu þannig að smitrakningin og þessar aðgerðir sem eru í gangi virðast duga til að halda þessu í skefjum og halda þessu niðri. Og það er bara út af fyrir sig gott en ég held að við verðum kannski eitthvað áfram með svona tölur en vonandi förum við ekki að sjá neina aukningu í þessu.“ Aukið eftirlit með fólki í sóttkví Reglugerð um skyldudvöl á sóttkvíarhóteli er fallin úr gildi. Á móti hefur eftirlit með fólki í sóttkví verið aukið. „Hún var nú kannski að falla úr gildi nokkurn vegin að sjálfu sér því lönd voru að fara af þessum hááhættu lista þannig að það var að gerast. Við þurfum að bregðast við með því að vera með gott eftirlit með fólki sem er í sóttkví og reyna að tryggja eins og hægt er að fólk fari eftir reglum,“ sagði Þórólfur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir „Við erum að finna smit sem við getum ekki rakið til landamæranna“ „Ég held að þær sóttvarnaaðgerðir sem við höfum verið með virki á öll afbrigði,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir spurður út í nýtt afbrigði kórónuveirunnar sem fannst í Víetnam. Er það talið meira smitandi en önnur afbrigði veirunnar en Þórólfur hefur ekki teljandi áhyggjur af því. 31. maí 2021 14:16 H&M smitið breiðir úr sér: Hvetja fólk til að ganga hægt um gleðinnar dyr Fjórir hafa greinst með svokallað indverska afbrigði á landamærunum en Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir því ekki hafa tekist að „smokra“ sér inn í landið, að minnsta kosti enn sem komið er. 27. maí 2021 11:24 Mest lesið Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Erlent Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Innlent Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Innlent Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Innlent Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Erlent Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Innlent Svört skýrsla komi ekki á óvart Innlent Sautján látnir vegna ofsafenginna vinda, hvirfilbylja og sandstorma Erlent „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Fleiri fréttir 16 klukkutíma ferð 12 vörubíla með sex timburhús á Húsavík Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Yfirvofandi eldgos og íslandsmeistarmót í Ólsen ólsen Hundrað manns ræddu umhverfismálin Rannsókninni miðar vel áfram Svört skýrsla komi ekki á óvart Rabarbarafélag stofnað á Blönduósi í dag Neyðarvistun í fangaklefa gróft brot á réttindum barna Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Verulega dregið úr jarðskjálftahrinunni Mikið slegist í miðbænum „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Sjá meira
„Við erum að finna smit sem við getum ekki rakið til landamæranna“ „Ég held að þær sóttvarnaaðgerðir sem við höfum verið með virki á öll afbrigði,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir spurður út í nýtt afbrigði kórónuveirunnar sem fannst í Víetnam. Er það talið meira smitandi en önnur afbrigði veirunnar en Þórólfur hefur ekki teljandi áhyggjur af því. 31. maí 2021 14:16
H&M smitið breiðir úr sér: Hvetja fólk til að ganga hægt um gleðinnar dyr Fjórir hafa greinst með svokallað indverska afbrigði á landamærunum en Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir því ekki hafa tekist að „smokra“ sér inn í landið, að minnsta kosti enn sem komið er. 27. maí 2021 11:24