Sakfelldur fyrir nauðgun í héraðsdómi, sýknaður í Landsrétti og Hæstiréttur tekur áfrýjun ekki fyrir Samúel Karl Ólason skrifar 1. júní 2021 21:16 Hæstiréttur Íslands. Vísir/Vilhelm Hæstiréttur Íslands hefur neitað að taka fyrir áfrýjun máls þar sem maður var sýknaður í Landsrétti af nauðgun. Landsréttur sneri niðurstöðu Héraðsdóms, sem hafði sakfellt manninn en honum var gert að hafa stungið fingrum inn í leggöng konu á meðan hún var sofandi. Þau höfðu þá búið saman í einhver ár og voru gift. Í stuttu máli sagt þá áttu hjónin í vandræðum í hjónabandi þeirra og voru þau á hótelherbergi þar sem þau deildu rúmi. Hún hafði farið upp í rúm nokkrum mínútum á eftir manninum og skömmu eftir það hafi hann Konan hafði haldið því fram að maðurinn hefði sett fingur í leggöng hennar en hann mótmælti því og sagðist hafa strokið á henni kynfærin. Þau sögðu bæði að við mótmæli hennar hefði hann hætt og beðist afsökunar. Í úrskurði Landsréttar segir að ekki hafi verið ljóst að maðurinn hafi gert sér ljóst að konan gæti ekki spornað gegn áleitni hans vegna svefndrunga og hafi ákveðið að nýta sér það ástand til að brjóta á henni. Viðbrögð hans við mótmælum hennar bendi til þess að svo hafi ekki verið. Héraðsdómur hafði áður sagt að sannað væri yfir skynsamlegan vafa að maðurinn hefði stungið fingrum sínum í leggöng konunnar og var hann sakfelldur og gert að sitja í fangelsi í tvö ár. Áhugasamir geta lesið dóma bæði Landsréttar og Héraðsdóms Norðurlands eystra hér. Sögðu úrskurð Landsréttar rangan Ríkissaksóknari fór fram á að áfrýjun úrskurðar Landsréttar yrði tekin fyrir í Hæstarétti. var það gert á þeim grundvelli að úrskurður Landsréttar hefði „bersýnilega“ verið rangur. Til viðbótar við það að ekki hafi verið tekin afstaða til þess hvort maðurinn hefði gert það sem hann var ákærður fyrir né sönnunargildis mannsins og konunnar, hafi því verið haldið fram í úrskurði Landsréttar að nægilegt hafi verið að maðurinn hafi hætt eftir að konan mótmælti kynferðislegri háttsemi hans. Ríkissaksóknari sagði úrskurð Landsréttar gefa í skyn að athafnaleysi brotaþola dugi sem samþykki þegar viðkomandi er í hjúskap með geranda. Það fari gegn sjónarmiðum um samþykki, sjálfsákvörðunarrétt og kynfrelsi brotaþola, sem sé grundvöllur réttinda sem 194. grein almennra hegningarlaga eigi að vernda. 194. gr. almennra hegningarlaga Hver sem hefur samræði eða önnur kynferðismök við mann án samþykkis hans gerist sekur um nauðgun og skal sæta fangelsi ekki skemur en 1 ár og allt að 16 árum. Samþykki telst liggja fyrir ef það er tjáð af frjálsum vilja. Samþykki telst ekki liggja fyrir ef beitt er ofbeldi, hótunum eða annars konar ólögmætri nauðung. Til ofbeldis telst svipting sjálfræðis með innilokun, lyfjum eða öðrum sambærilegum hætti. Það telst einnig nauðgun og varðar sömu refsingu og mælt er fyrir um í 1. mgr. [að beita blekkingum eða notfæra sér villu viðkomandi um aðstæður eða] 1) að notfæra sér geðsjúkdóm eða aðra andlega fötlun manns til þess að hafa við hann samræði eða önnur kynferðismök, eða þannig er ástatt um hann að öðru leyti að hann getur ekki spornað við verknaðinum eða skilið þýðingu hans. „Hann [Ríkissaksóknari] telur mikilvægt að fá úrlausn Hæstaréttar um það atriði hvort önnur viðmið gildi en endranær hvað varðar kynfrelsi fólks þegar gerandi og brotaþoli eru hjón eða sambúðarfólk,“ segir í ákvörðun Hæstaréttar. Í ákvörðuninni segir að af gögnum málsins verði ekki séð að málið hafi verulega almenna þýðingu umfram þær dómsúrlausnir sem þegar hafi litið dagsins ljós. Ekki sé heldur mikilvægt af öðrum ástæðum að fá úrlausn Hæstaréttar um atriði málsins. Þar segir enn fremur að í dómi Landsréttar séu annmarkar að ekki sé fjallað með skýrum hætti um sönnunargildi framburðar mannsins og konunnar. Þeir annmarkar séu þó ekki svo miklir að hægt sé að telja dóminn rangan að efni eða formi. Þar að auki sé sýkna Landsréttar að miklu leyti byggð á sönnunargildi munnlegs framburðar og það mat verði ekki endurskoðað fyrir hæstarétti. Því var beiðninni um áfrýjunarleyfi hafnað. Kynferðisofbeldi Dómsmál Mest lesið Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Fleiri fréttir Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Sjá meira
Þau höfðu þá búið saman í einhver ár og voru gift. Í stuttu máli sagt þá áttu hjónin í vandræðum í hjónabandi þeirra og voru þau á hótelherbergi þar sem þau deildu rúmi. Hún hafði farið upp í rúm nokkrum mínútum á eftir manninum og skömmu eftir það hafi hann Konan hafði haldið því fram að maðurinn hefði sett fingur í leggöng hennar en hann mótmælti því og sagðist hafa strokið á henni kynfærin. Þau sögðu bæði að við mótmæli hennar hefði hann hætt og beðist afsökunar. Í úrskurði Landsréttar segir að ekki hafi verið ljóst að maðurinn hafi gert sér ljóst að konan gæti ekki spornað gegn áleitni hans vegna svefndrunga og hafi ákveðið að nýta sér það ástand til að brjóta á henni. Viðbrögð hans við mótmælum hennar bendi til þess að svo hafi ekki verið. Héraðsdómur hafði áður sagt að sannað væri yfir skynsamlegan vafa að maðurinn hefði stungið fingrum sínum í leggöng konunnar og var hann sakfelldur og gert að sitja í fangelsi í tvö ár. Áhugasamir geta lesið dóma bæði Landsréttar og Héraðsdóms Norðurlands eystra hér. Sögðu úrskurð Landsréttar rangan Ríkissaksóknari fór fram á að áfrýjun úrskurðar Landsréttar yrði tekin fyrir í Hæstarétti. var það gert á þeim grundvelli að úrskurður Landsréttar hefði „bersýnilega“ verið rangur. Til viðbótar við það að ekki hafi verið tekin afstaða til þess hvort maðurinn hefði gert það sem hann var ákærður fyrir né sönnunargildis mannsins og konunnar, hafi því verið haldið fram í úrskurði Landsréttar að nægilegt hafi verið að maðurinn hafi hætt eftir að konan mótmælti kynferðislegri háttsemi hans. Ríkissaksóknari sagði úrskurð Landsréttar gefa í skyn að athafnaleysi brotaþola dugi sem samþykki þegar viðkomandi er í hjúskap með geranda. Það fari gegn sjónarmiðum um samþykki, sjálfsákvörðunarrétt og kynfrelsi brotaþola, sem sé grundvöllur réttinda sem 194. grein almennra hegningarlaga eigi að vernda. 194. gr. almennra hegningarlaga Hver sem hefur samræði eða önnur kynferðismök við mann án samþykkis hans gerist sekur um nauðgun og skal sæta fangelsi ekki skemur en 1 ár og allt að 16 árum. Samþykki telst liggja fyrir ef það er tjáð af frjálsum vilja. Samþykki telst ekki liggja fyrir ef beitt er ofbeldi, hótunum eða annars konar ólögmætri nauðung. Til ofbeldis telst svipting sjálfræðis með innilokun, lyfjum eða öðrum sambærilegum hætti. Það telst einnig nauðgun og varðar sömu refsingu og mælt er fyrir um í 1. mgr. [að beita blekkingum eða notfæra sér villu viðkomandi um aðstæður eða] 1) að notfæra sér geðsjúkdóm eða aðra andlega fötlun manns til þess að hafa við hann samræði eða önnur kynferðismök, eða þannig er ástatt um hann að öðru leyti að hann getur ekki spornað við verknaðinum eða skilið þýðingu hans. „Hann [Ríkissaksóknari] telur mikilvægt að fá úrlausn Hæstaréttar um það atriði hvort önnur viðmið gildi en endranær hvað varðar kynfrelsi fólks þegar gerandi og brotaþoli eru hjón eða sambúðarfólk,“ segir í ákvörðun Hæstaréttar. Í ákvörðuninni segir að af gögnum málsins verði ekki séð að málið hafi verulega almenna þýðingu umfram þær dómsúrlausnir sem þegar hafi litið dagsins ljós. Ekki sé heldur mikilvægt af öðrum ástæðum að fá úrlausn Hæstaréttar um atriði málsins. Þar segir enn fremur að í dómi Landsréttar séu annmarkar að ekki sé fjallað með skýrum hætti um sönnunargildi framburðar mannsins og konunnar. Þeir annmarkar séu þó ekki svo miklir að hægt sé að telja dóminn rangan að efni eða formi. Þar að auki sé sýkna Landsréttar að miklu leyti byggð á sönnunargildi munnlegs framburðar og það mat verði ekki endurskoðað fyrir hæstarétti. Því var beiðninni um áfrýjunarleyfi hafnað.
194. gr. almennra hegningarlaga Hver sem hefur samræði eða önnur kynferðismök við mann án samþykkis hans gerist sekur um nauðgun og skal sæta fangelsi ekki skemur en 1 ár og allt að 16 árum. Samþykki telst liggja fyrir ef það er tjáð af frjálsum vilja. Samþykki telst ekki liggja fyrir ef beitt er ofbeldi, hótunum eða annars konar ólögmætri nauðung. Til ofbeldis telst svipting sjálfræðis með innilokun, lyfjum eða öðrum sambærilegum hætti. Það telst einnig nauðgun og varðar sömu refsingu og mælt er fyrir um í 1. mgr. [að beita blekkingum eða notfæra sér villu viðkomandi um aðstæður eða] 1) að notfæra sér geðsjúkdóm eða aðra andlega fötlun manns til þess að hafa við hann samræði eða önnur kynferðismök, eða þannig er ástatt um hann að öðru leyti að hann getur ekki spornað við verknaðinum eða skilið þýðingu hans.
Kynferðisofbeldi Dómsmál Mest lesið Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Fleiri fréttir Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Sjá meira