Sakfelldir fyrir fjársvik gagnvart Bauhaus Vésteinn Örn Pétursson skrifar 3. júní 2021 08:01 Mennirnir voru dæmdir í skilorðsbundið fangelsi. Vísir/Vilhelm Tveir menn voru í síðasta mánuði dæmdir í skilorðsbundið fangelsi fyrir fjársvik sem beindust að byggingavöruversluninni Bauhaus frá nóvember 2017 til febrúar 2019. Þá voru þeir dæmdir til að greiða Bauhaus ríflega 2,2 milljónir króna auk vaxta. Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur segir að mennirnir hafi verið ákærðir fyrir fjársvik framin í félagi. Þeir hafi í alls átta skipti svikið út vörur að andvirði 2.263.619 króna í verslun Bauhaus að Lambahagavegi. Annar mannanna var starfsmaður Bauhaus og útbjó tilhæfulaus tilboð í vörur sem hinn, sem starfar sem verktaki, framvísaði í versluninni. Þannig hafi þeir talið starfsmönnum verslunarinnar trú um að búið væri að greiða fyrir þær vörur sem hann fékk afhentar. Starfsmaðurinn hlaut tveggja mánaða fangelsisdóm en verktakinn sex mánaða dóm. Báðir dómarnir eru skilorðsbundnir til tveggja ára. Tók vörur sem skrifuðust á aðra viðskiptavini Í dóminum kemur fram að starfsmaðurinn hafi starfað á fyrirtækjasviði Bauhaus, en hinn hafi verið viðskiptavinur félagsins og ræki verktakafyrirtæki. Við reglubundið eftirlit hefði komist upp um umfangsmikinn þjófnað í versluninni sem staðið hefði yfir í langan tíma. Skoðun á upptökum eftirlitsmyndavéla hafi þá leitt í ljós að mennirnir tveir hefðu farið um verslunina og tekið saman vörur fyrir rúmlega 600 þúsund krónur og komið þeim fyrir á bifreið verktakans, á grundvelli tilboðsblaða sem starfsmaðurinn hafði útbúið. Þau tilboð voru hins vegar ekki merkt verktakanum né fyrirtæki hans, heldur skrifuð á ótengda viðskiptavini félagsins. Skjáskot úr öryggismyndavélum verslunarinnar hafi þá sýnt að verktakinn tók vörurnar úr versluninni, án þess að tilboðin sem hann nýttist við hafi verið virkjuð í kerfi verslunarinnar. Starfsmaðurinn samvinnuþýður Í dóminum kemur fram að starfsmaðurinn hafi játað brot sitt, auk þess sem hann hafi aðstoðað við að upplýsa málið og verið einkar samvinnuþýður og tók dómarinn tillit til þess við ákvörðun refsingar. Hann greindi meðal annars frá því að verktakinn hafi gengið á eftir honum um að taka þátt í ráðabrugginu, og hann að endingu látið undan. Í skýrslutöku lýsti starfsmaðurinn því að hann hafi reynt að fá verktakann til að hætta, en sá síðarnefndi hafi ekki látið segjast. Verktakinn hafi hótað starfsmanninum til að fá hann til að halda áfram. Verktakinn neitaði hins vegar sök og byggði á því að starfsmaðurinn hafi verið að versla fyrir hann og hann nýtt sér starfsmannaafslátt. Þá hélt hann því fram að ósannað væri að tilboðsblöðunum hafi verið framvísað. Hann viðurkenndi þó að hafa tekið á móti hluta af vörunum sem undir voru og stór hluti þeirra fannst við húsleit. Dómurinn mat framburð hans ótrúverðugan og taldi sannað að hann hefði gerst sekur um það sem greint var í ákæru. Mennirnir voru báðir dæmdir í skilorðsbundið fangelsi. Starfsmaðurinn hlaut tveggja mánaða dóm, en verktakinn sex mánaða. Við ákvörðun refsingar þess síðarnefnda var meðal annars litið til þess að hann á sakaferil að baki. Dómsmál Reykjavík Verslun Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur segir að mennirnir hafi verið ákærðir fyrir fjársvik framin í félagi. Þeir hafi í alls átta skipti svikið út vörur að andvirði 2.263.619 króna í verslun Bauhaus að Lambahagavegi. Annar mannanna var starfsmaður Bauhaus og útbjó tilhæfulaus tilboð í vörur sem hinn, sem starfar sem verktaki, framvísaði í versluninni. Þannig hafi þeir talið starfsmönnum verslunarinnar trú um að búið væri að greiða fyrir þær vörur sem hann fékk afhentar. Starfsmaðurinn hlaut tveggja mánaða fangelsisdóm en verktakinn sex mánaða dóm. Báðir dómarnir eru skilorðsbundnir til tveggja ára. Tók vörur sem skrifuðust á aðra viðskiptavini Í dóminum kemur fram að starfsmaðurinn hafi starfað á fyrirtækjasviði Bauhaus, en hinn hafi verið viðskiptavinur félagsins og ræki verktakafyrirtæki. Við reglubundið eftirlit hefði komist upp um umfangsmikinn þjófnað í versluninni sem staðið hefði yfir í langan tíma. Skoðun á upptökum eftirlitsmyndavéla hafi þá leitt í ljós að mennirnir tveir hefðu farið um verslunina og tekið saman vörur fyrir rúmlega 600 þúsund krónur og komið þeim fyrir á bifreið verktakans, á grundvelli tilboðsblaða sem starfsmaðurinn hafði útbúið. Þau tilboð voru hins vegar ekki merkt verktakanum né fyrirtæki hans, heldur skrifuð á ótengda viðskiptavini félagsins. Skjáskot úr öryggismyndavélum verslunarinnar hafi þá sýnt að verktakinn tók vörurnar úr versluninni, án þess að tilboðin sem hann nýttist við hafi verið virkjuð í kerfi verslunarinnar. Starfsmaðurinn samvinnuþýður Í dóminum kemur fram að starfsmaðurinn hafi játað brot sitt, auk þess sem hann hafi aðstoðað við að upplýsa málið og verið einkar samvinnuþýður og tók dómarinn tillit til þess við ákvörðun refsingar. Hann greindi meðal annars frá því að verktakinn hafi gengið á eftir honum um að taka þátt í ráðabrugginu, og hann að endingu látið undan. Í skýrslutöku lýsti starfsmaðurinn því að hann hafi reynt að fá verktakann til að hætta, en sá síðarnefndi hafi ekki látið segjast. Verktakinn hafi hótað starfsmanninum til að fá hann til að halda áfram. Verktakinn neitaði hins vegar sök og byggði á því að starfsmaðurinn hafi verið að versla fyrir hann og hann nýtt sér starfsmannaafslátt. Þá hélt hann því fram að ósannað væri að tilboðsblöðunum hafi verið framvísað. Hann viðurkenndi þó að hafa tekið á móti hluta af vörunum sem undir voru og stór hluti þeirra fannst við húsleit. Dómurinn mat framburð hans ótrúverðugan og taldi sannað að hann hefði gerst sekur um það sem greint var í ákæru. Mennirnir voru báðir dæmdir í skilorðsbundið fangelsi. Starfsmaðurinn hlaut tveggja mánaða dóm, en verktakinn sex mánaða. Við ákvörðun refsingar þess síðarnefnda var meðal annars litið til þess að hann á sakaferil að baki.
Dómsmál Reykjavík Verslun Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira