Segir gögnunum hafa verið lekið í nóvember Nadine Guðrún Yaghi og Birgir Olgeirsson skrifa 3. júní 2021 19:01 Gögnum, sem varða heimildir lögreglu til hlerana og að skoða persónulega bankareikninga, var lekið til sakborninga í nóvember síðastliðnum að sögn verjanda. Sakborningarnir voru handteknir í mars á þessu ári. Hann setur spurningarmerki við verklag lögreglu í málinu. Það sé í hæsta máta undarlegt að lögregla rannsaki mögulegan leka hjá sjálfri sér. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær var greint frá því að lögregla skoði nú hvernig viðkvæm gögn í rannsókn á skipulagðri glæpastarfsemi bárust í hendur sakborninga. Fréttastofa hefur undir höndum fimmtán úrskurði héraðsdóms Reykjavíkur um afléttingu bankaleyndar sem beinast gegn tveimur mönnum sem eru sakborningar í málinu. Nokkrir úrskurðir varða einnig heimild lögreglu til símhlustunar, myndupptöku og notkunar eftirfararbúnaðar. Úrskurðirnir spanna níu mánaða tímabil frá janúar 2020 til september 2020 en á þessum tíma voru mennirnir til rannsóknar. Steinbergur Finnbogason lögmaður hefur verið verjandi annars sakbornings í málinu. Hann hefur þó ekki stöðu verjanda hans í dag. „Þó að ég hafi ekki stöðu í málinu í dag nema vitnastöðu eftir þennan gagnaleka,“ segir Steinbergur. Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn sagði í kvöldfréttum í gær að málið væri litið alvarlegum augum. Algjör trúnaðar- og þagnarskylda ríki um gögn sem þessi. Hann sagði jafnframt að lögregla viti ekki hvenær upplýsingarnar bárust sakborningum málsins. Segir að gögnunum hafi verið lekið í nóvember Steinbergur segir umbjóðanda sinn hafa haft samband við sig í nóvember í fyrra og sagst vera með gögnin undir höndum. „Þáverandi umbjóðandi minn óskaði eftir því að ég skoðaði þessi gögn með honum sem honum hafði áskotnast,“ segir Steinbergur og bætir við að fljótlega hafi lögregla fengið upplýsingar um málið. Hann hafi verið boðaður í skýrslutöku hjá lögreglu vegna lekans í mars. „Og báru þá undir mig meðal annars hlerað símtal þar sem ég, sem lögmaður, var að ræða við umbjóðanda minn sem kom mér spánkst fyrir sjónir. Þeir vissu um það að umbjóðandi minn hafði þessi gögn undir höndum fyrir mörgum mánuðum síðan,“ segir Steinbergur. Segir undarlegt að lögregla rannsaki sjálfan sig Hann setur spurningarmerki við það að lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafi ekki komið málinu í réttan farveg fyrr. „Mér finnst það í hæsta máta undarlegt að lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sé að rannsaka mögulegan leka hjá sjálfum sér,“ segir Steinbergur. Auk lögreglunnar hafa dómstólarnir og bankarnir gögn sem þessi undir höndum. Ljóst er að um þau á að ríkja algjör trúnaður. Segist ekki vita hvaðan gögnin koma Ert þú meðvitað um hvaðan umbjóðandi þinn fær gögnin? „Nei ég þekki það ekki og þó svo að ég gerði það þá myndi hvíla leynd yfir því.“ Heldurðu að þetta hafi spillt rannsókn málsins? „Það að lögregla geti ekki haldið á málsgögnunum sínum er gríðarlega alvarlegt fyrir rannsóknir mála eðli málsins samkvæmt,“ segir Steinbergur Finnbogason. Fjármálaeftirlitinu gert viðvart Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur gert Fjármálaeftirliti Seðlabanka Íslands viðvart um lekann. Þetta staðfestir Sigurður Valgeirsson, upplýsingafulltrúi á skrifstofu bankastjóra. Í svari við fyrirspurn fréttastofu segir að fjármálaeftirlitið muni taka umrætt mál til nánari skoðunar ef tilefni er til. Lögreglumál Lögreglan Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Fleiri fréttir Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Sjá meira
Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær var greint frá því að lögregla skoði nú hvernig viðkvæm gögn í rannsókn á skipulagðri glæpastarfsemi bárust í hendur sakborninga. Fréttastofa hefur undir höndum fimmtán úrskurði héraðsdóms Reykjavíkur um afléttingu bankaleyndar sem beinast gegn tveimur mönnum sem eru sakborningar í málinu. Nokkrir úrskurðir varða einnig heimild lögreglu til símhlustunar, myndupptöku og notkunar eftirfararbúnaðar. Úrskurðirnir spanna níu mánaða tímabil frá janúar 2020 til september 2020 en á þessum tíma voru mennirnir til rannsóknar. Steinbergur Finnbogason lögmaður hefur verið verjandi annars sakbornings í málinu. Hann hefur þó ekki stöðu verjanda hans í dag. „Þó að ég hafi ekki stöðu í málinu í dag nema vitnastöðu eftir þennan gagnaleka,“ segir Steinbergur. Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn sagði í kvöldfréttum í gær að málið væri litið alvarlegum augum. Algjör trúnaðar- og þagnarskylda ríki um gögn sem þessi. Hann sagði jafnframt að lögregla viti ekki hvenær upplýsingarnar bárust sakborningum málsins. Segir að gögnunum hafi verið lekið í nóvember Steinbergur segir umbjóðanda sinn hafa haft samband við sig í nóvember í fyrra og sagst vera með gögnin undir höndum. „Þáverandi umbjóðandi minn óskaði eftir því að ég skoðaði þessi gögn með honum sem honum hafði áskotnast,“ segir Steinbergur og bætir við að fljótlega hafi lögregla fengið upplýsingar um málið. Hann hafi verið boðaður í skýrslutöku hjá lögreglu vegna lekans í mars. „Og báru þá undir mig meðal annars hlerað símtal þar sem ég, sem lögmaður, var að ræða við umbjóðanda minn sem kom mér spánkst fyrir sjónir. Þeir vissu um það að umbjóðandi minn hafði þessi gögn undir höndum fyrir mörgum mánuðum síðan,“ segir Steinbergur. Segir undarlegt að lögregla rannsaki sjálfan sig Hann setur spurningarmerki við það að lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafi ekki komið málinu í réttan farveg fyrr. „Mér finnst það í hæsta máta undarlegt að lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sé að rannsaka mögulegan leka hjá sjálfum sér,“ segir Steinbergur. Auk lögreglunnar hafa dómstólarnir og bankarnir gögn sem þessi undir höndum. Ljóst er að um þau á að ríkja algjör trúnaður. Segist ekki vita hvaðan gögnin koma Ert þú meðvitað um hvaðan umbjóðandi þinn fær gögnin? „Nei ég þekki það ekki og þó svo að ég gerði það þá myndi hvíla leynd yfir því.“ Heldurðu að þetta hafi spillt rannsókn málsins? „Það að lögregla geti ekki haldið á málsgögnunum sínum er gríðarlega alvarlegt fyrir rannsóknir mála eðli málsins samkvæmt,“ segir Steinbergur Finnbogason. Fjármálaeftirlitinu gert viðvart Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur gert Fjármálaeftirliti Seðlabanka Íslands viðvart um lekann. Þetta staðfestir Sigurður Valgeirsson, upplýsingafulltrúi á skrifstofu bankastjóra. Í svari við fyrirspurn fréttastofu segir að fjármálaeftirlitið muni taka umrætt mál til nánari skoðunar ef tilefni er til.
Lögreglumál Lögreglan Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Fleiri fréttir Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Sjá meira