Íslenski boltinn

Þjálfari Fær­eyja gagn­rýnir KSÍ

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Kaj Leo í leik gegn FH.
Kaj Leo í leik gegn FH. Vísir/Hulda Margrét

Håcan Ericson, þjálfari færeyska landsliðsins, sendi Knattspyrnusambandi Íslands, væna pillu á blaðamannafundi í dag en liðin mætast í vináttulandsleik ytra annað kvöld.

Ericson var mjög ósáttur með þá stöðu sem KSÍ setti Kaj Leo í Bartalsstovu, leikmann Íslandsmeistara Vals, í. 

Valur mætir Víking í toppslag Pepsi Max deildarinnar á mánudaginn kemur en hefði Kaj Leo spilað með Færeyjum gegn Íslandi á morgun, föstudag, hefði hann misst af leiknum á mánudag.

Alls hafa fjórir leikir í Pepsi Max deild karla verið færðir til vegna leikja A-landsliðsins þar sem leikmenn úr deildinni eru í landsliðinu að þessu sinni. Leikur Vals og Víkings var ekki færður og samkvæmt frétt Fótbolti.net um málið virðist sem bæði félög hafi viljað halda upprunalegum leiktíma.

Kaj Leo valdi því að spila frekar í toppslagnum og er Ericson óánægður með KSÍ fyrir að hafa sett leiki í Pepsi Max deildinni á sama tíma og landsliðsglugginn er opinn. Með því hafi þeir sett leikmenn á borð við Kaj Leo í erfiða stöðu gagnvart félags- og landsliði.

Nánar má lesa um málið á vefnum Roysni.fo.


Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×