Ekkert sem bendir til gesta úr geimnum en geta ekki útilokað það Hólmfríður Gísladóttir skrifar 4. júní 2021 07:55 Bandarísk yfirvöld eru sögð hafa nokkrar áhyggjur af því að geta ekki borið kennsl á fyrirbærin. Skjáskot Bandarísk yfirvöld hafa ekki fundið neinar vísbendingar um að óútskýrð fljúgandi fyrirbæri sem herflugmenn hafa orðið varir við séu gestir utan úr geimnum. Þeir hafa hins vegar ekki getað útskýrt hvað um ræðir. Þetta kemur fram í skýrslu sem afhent verður bandaríska þinginu 25. júní næstkomandi. New York Times hefur eftir hátt settum heimildarmönnum að ekki sé hægt að rekja meirihluta 120 tilvika síðustu tveggja áratuga til bandaríska hersins eða annarra opinberra stofnana. Þetta er sagt útiloka þann möguleika að um sé að ræða tilraunir með nýja tækni. Heimildarmenn New York Times segja loðnar niðurstöður skýrslunnar þýða að stjórnvöld geti ekki útilokað að fyrirbærin séu svokallaðar „geimverur“. Bandaríska þjóðin hefur löngum verið heilluð af UFO-um; óútskýrðum fljúgandi fyrirbærum. Áhuginn hefur meðal annars birst í langlífum samsæriskenningum um herstöðina á „Svæði 51“ og gríðarlegum vinsældum sjónvarpsþátta á borð við X-Files. Barack Obama, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, lagði sitt á vogaskálarnar í síðustu viku, þegar hann átti samtal við spjallþáttastjórnandann James Corden. „Sannleikurinn er sá, og ég segi þetta í fullri alvöru,“ sagði Obama, „að það eru til upptökur og gögn um fyrirbæri á himnunum sem við getum ekki útskýrt.“ Í skýrslunni segir að það sé vissulega erfitt að útskýra ýmislegt við fyrirbærin, til dæmis hröðun þeirra og getu til að skipta skyndilega um stefnu og fara á kaf undir vatn. Einn heimildarmaður New York Times sagði að á sama tíma og yfirvöld væru þess fullviss að ekki væri um að ræða bandaríska tækni, hefðu hermálayfirvöld nokkrar áhyggjur af því að um væri að ræða erlenda tækni, til dæmis kínverska eða rússneska. Ítarlega umfjöllun um málið má finna hjá New York Times. Bandaríkin Geimurinn Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Innlent Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Erlent Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Innlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Fleiri fréttir Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Sjá meira
Þetta kemur fram í skýrslu sem afhent verður bandaríska þinginu 25. júní næstkomandi. New York Times hefur eftir hátt settum heimildarmönnum að ekki sé hægt að rekja meirihluta 120 tilvika síðustu tveggja áratuga til bandaríska hersins eða annarra opinberra stofnana. Þetta er sagt útiloka þann möguleika að um sé að ræða tilraunir með nýja tækni. Heimildarmenn New York Times segja loðnar niðurstöður skýrslunnar þýða að stjórnvöld geti ekki útilokað að fyrirbærin séu svokallaðar „geimverur“. Bandaríska þjóðin hefur löngum verið heilluð af UFO-um; óútskýrðum fljúgandi fyrirbærum. Áhuginn hefur meðal annars birst í langlífum samsæriskenningum um herstöðina á „Svæði 51“ og gríðarlegum vinsældum sjónvarpsþátta á borð við X-Files. Barack Obama, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, lagði sitt á vogaskálarnar í síðustu viku, þegar hann átti samtal við spjallþáttastjórnandann James Corden. „Sannleikurinn er sá, og ég segi þetta í fullri alvöru,“ sagði Obama, „að það eru til upptökur og gögn um fyrirbæri á himnunum sem við getum ekki útskýrt.“ Í skýrslunni segir að það sé vissulega erfitt að útskýra ýmislegt við fyrirbærin, til dæmis hröðun þeirra og getu til að skipta skyndilega um stefnu og fara á kaf undir vatn. Einn heimildarmaður New York Times sagði að á sama tíma og yfirvöld væru þess fullviss að ekki væri um að ræða bandaríska tækni, hefðu hermálayfirvöld nokkrar áhyggjur af því að um væri að ræða erlenda tækni, til dæmis kínverska eða rússneska. Ítarlega umfjöllun um málið má finna hjá New York Times.
Bandaríkin Geimurinn Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Innlent Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Erlent Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Innlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Fleiri fréttir Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Sjá meira