Miller var uppalinn hjá Arsenal og lék sinn fyrsta leik fyrir félagið þegar hann kom inn á sem varamaður gegn Leeds United í nóvember 1992. Hann varð þar með fyrsti markvörðurinn í sögu Arsenal til að koma inn á sem varamaður í leik.
Miller lék alls sex leiki með Arsenal. Hann varð bikarmeistari með liðinu 1993 og Evrópumeistari bikarhafa ári seinna.
Hann gekk í raðir Middlesbrough 1994 og var í liðinu sem vann B-deildina 1995. Miller fór til West Brom 1997 og svo til Blackburn Rovers 2000. Hann lagði skóna á hilluna 2003 vegna bakmeiðsla.
Lee Dixon, sem lék með Miller hjá Arsenal, minntist hans á Twitter í gær.
„Er miður mín eftir að hafa heyrt af andláti samherja okkar Alans Miller. Hann var einn af þessum góðu. Þvílíkur maður. Hjarta úr gulli. Hvíldu í friði.“
Devastated to hear the news that our team mate Alan Miller has passed away. He was one of life s good guys. What a man. Heart of gold. RIP my friend @Arsenal
— Lee Dixon (@LeeDixon2) June 3, 2021