Dæmdur í fimm mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir kynferðislegt áreiti Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 4. júní 2021 17:47 Landsréttur staðfesti dóm héraðsdóms í dag. Vísir/Vilhelm Karlmaður var í Landsrétti í dag dæmdur í fimm mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa kynferðislega áreitt konu fyrir utan skemmtistað. Þá er honum jafnframt gert að greiða þolanda 500 þúsund krónur í miskabætur. Maðurinn var jafnframt ákærður fyrir nauðgun, fyrir að hafa stungið fingrum í leggöng konunnar, en hann var sýknaður af þeirri ákæru. Umrætt atvik átti sér stað í september 2018 fyrir utan skemmtistað. Klukkan var þá að ganga sex um morgun þegar vinkona brotaþola nálgaðist lögreglu, sem var stödd til móts við skemmtistaðinn, og tjáði lögreglu að brotið hafi verið kynferðislega á vinkonu hennar. Brotaþoli nálgaðist lögreglu í framhaldinu og lýsti málavöxtum. Lýsti hún því hvernig maðurinn hafi þreifað inn undir pils og nærbuxur hennar og einnig stungið fingri inn í leggöng hennar. Hann hafi verið að reyna við hana og reyna að fá hana með sér heim um nóttina. Þegar umrætt atvik átti sér stað hafi brotaþoli verið að tala við aðra konu, fyrir utan skemmtistaðinn, þegar maðurinn hafi farið að áreita sig. Vegna blygðunar hafi hún reynt að leyna því sem maðurinn var að gera og reynt að koma honum frá sér með því að gefa honum olnbogaskot og klípa en hann hafi haldið áfram. Fram kemur í dómnum að konan hafi verið í miklu uppnámi og grátandi þegar hún lýsti atvikum fyrir lögreglu. Maðurinn játaði í skýrslutöku hjá lögreglu, sem fór fram seinna sama dag, að hafa strokið kynfæri konunnar, utan og innan klæða, fyrir framan skemmtistaðinn. Hann hafi hins vegar ekki áttað sig á því að konan vildi það ekki. Hann hafi hins vegar tekið eftir því að eftir að konan sem þau voru að tala við fór hafi brotaþoli verið vandræðaleg og að hann hafi séð að henni leið vandræðalega. Málið var upphaflega tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjaness og samkvæmt þeim dómi var framburður bæði brotaþola og ákærða talinn trúverðugur. Hins vegar var svo talið að ekki væri hægt að sanna að maðurinn hafi stungið fingri í leggöng konunnar og var hann því sýknaður af þeim ákæruliði. Þegar kom að refsingu mat dómurinn svo að taka þyrfti til greina að maðurinn hefði hreinan sakaferil fyrir þetta og að hann hafi ekki reynt að breiða yfir að hafa snert kynfæri konunnar, sem hann er sakfelldur fyrir. Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Innlent Fleiri fréttir Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Sjá meira
Umrætt atvik átti sér stað í september 2018 fyrir utan skemmtistað. Klukkan var þá að ganga sex um morgun þegar vinkona brotaþola nálgaðist lögreglu, sem var stödd til móts við skemmtistaðinn, og tjáði lögreglu að brotið hafi verið kynferðislega á vinkonu hennar. Brotaþoli nálgaðist lögreglu í framhaldinu og lýsti málavöxtum. Lýsti hún því hvernig maðurinn hafi þreifað inn undir pils og nærbuxur hennar og einnig stungið fingri inn í leggöng hennar. Hann hafi verið að reyna við hana og reyna að fá hana með sér heim um nóttina. Þegar umrætt atvik átti sér stað hafi brotaþoli verið að tala við aðra konu, fyrir utan skemmtistaðinn, þegar maðurinn hafi farið að áreita sig. Vegna blygðunar hafi hún reynt að leyna því sem maðurinn var að gera og reynt að koma honum frá sér með því að gefa honum olnbogaskot og klípa en hann hafi haldið áfram. Fram kemur í dómnum að konan hafi verið í miklu uppnámi og grátandi þegar hún lýsti atvikum fyrir lögreglu. Maðurinn játaði í skýrslutöku hjá lögreglu, sem fór fram seinna sama dag, að hafa strokið kynfæri konunnar, utan og innan klæða, fyrir framan skemmtistaðinn. Hann hafi hins vegar ekki áttað sig á því að konan vildi það ekki. Hann hafi hins vegar tekið eftir því að eftir að konan sem þau voru að tala við fór hafi brotaþoli verið vandræðaleg og að hann hafi séð að henni leið vandræðalega. Málið var upphaflega tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjaness og samkvæmt þeim dómi var framburður bæði brotaþola og ákærða talinn trúverðugur. Hins vegar var svo talið að ekki væri hægt að sanna að maðurinn hafi stungið fingri í leggöng konunnar og var hann því sýknaður af þeim ákæruliði. Þegar kom að refsingu mat dómurinn svo að taka þyrfti til greina að maðurinn hefði hreinan sakaferil fyrir þetta og að hann hafi ekki reynt að breiða yfir að hafa snert kynfæri konunnar, sem hann er sakfelldur fyrir.
Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Innlent Fleiri fréttir Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Sjá meira