„Þetta fólk á að vera í hásæti á nýjum spítala“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 4. júní 2021 20:00 Steinunn Þórðardóttir, öldrunarlæknir og forseti Norrænu öldrunarfræðaráðstefnunnar. Vísir/Einar Öldrunarfordómar eru eitt stærsta vandamál í öldrunarþjónustu hér á landi, að mati öldrunarlæknis. Úr sér gengið húsnæði sé ein birtingarmynd þessara fordóma, sem komið hafi skýrt fram þegar hópsýking kórónuveirunnar kom upp á Landakoti í haust. Þessa dagana stendur yfir Norræna öldunarfræðaráðstefnan en Íslendingar eru gestgjafar að þessu sinni, þó að ráðstefnan fari raunar fram rafrænt. Steinunn Þórðardóttir öldrunarlæknir, sem jafnframt er forseti ráðstefnunnar, segir miklar brotalamir í öldrunarþjónustu á Íslandi - sem meðal annars megi rekja til mikilla öldrunarfordóma. Þeir komi meðal annars fram í ófullnægjandi húsnæði sem öldruðum býðst. „Þessari hugsun að aldraðir geti vel verið margir á herbergi, deili salerni frammi á gangi mánuðum saman, að þeir ílengist inni á sjúkrahúsi, að það séu engin úrræði úti í bæ sem eru sérsniðin að þeirra þörfum,“ segir Steinunn. „Eins og til dæmis í Covid-faraldrinum, þetta gýs upp. Eins og í tengslum við atburðina á landakoti síðastliðinn vetur, þá fann maður það, maður fann öldrunarfordómana.“ Aldraðir séu jafnframt gjarnan álitinn einsleitur hópur - sem sé fjarri sanni. „Þetta er mjög fjölbreytt fólk, maður þarf að vera mjög einstaklingsmiðaður í nálguninni. Að vera aldraður, að þá sé maður bara kominn í harmonikkutónlist, sviðakjamma og fjölbýli, undir súð einhvers staðar - það er svo ótrúlega langt frá nútímanum.“ Hún bindur vonir við að ástandið lagist með nýjum spítala sem rís nú við Hringbraut, þó að fyrirætlanir þess efnis séu enn óskýrar. „Sjúklingur framtíðarinnar er aldraður sjúklingur með fjölmörg heilsufarsvandamál, það eru þeir sem munu þurfa á sjúkrahúsþjónustu fyrst og fremst að halda þannig að þetta fólk á að vera í hásæti á nýjum spítala.“ Eldri borgarar Heilbrigðismál Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Fleiri fréttir Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Sjá meira
Þessa dagana stendur yfir Norræna öldunarfræðaráðstefnan en Íslendingar eru gestgjafar að þessu sinni, þó að ráðstefnan fari raunar fram rafrænt. Steinunn Þórðardóttir öldrunarlæknir, sem jafnframt er forseti ráðstefnunnar, segir miklar brotalamir í öldrunarþjónustu á Íslandi - sem meðal annars megi rekja til mikilla öldrunarfordóma. Þeir komi meðal annars fram í ófullnægjandi húsnæði sem öldruðum býðst. „Þessari hugsun að aldraðir geti vel verið margir á herbergi, deili salerni frammi á gangi mánuðum saman, að þeir ílengist inni á sjúkrahúsi, að það séu engin úrræði úti í bæ sem eru sérsniðin að þeirra þörfum,“ segir Steinunn. „Eins og til dæmis í Covid-faraldrinum, þetta gýs upp. Eins og í tengslum við atburðina á landakoti síðastliðinn vetur, þá fann maður það, maður fann öldrunarfordómana.“ Aldraðir séu jafnframt gjarnan álitinn einsleitur hópur - sem sé fjarri sanni. „Þetta er mjög fjölbreytt fólk, maður þarf að vera mjög einstaklingsmiðaður í nálguninni. Að vera aldraður, að þá sé maður bara kominn í harmonikkutónlist, sviðakjamma og fjölbýli, undir súð einhvers staðar - það er svo ótrúlega langt frá nútímanum.“ Hún bindur vonir við að ástandið lagist með nýjum spítala sem rís nú við Hringbraut, þó að fyrirætlanir þess efnis séu enn óskýrar. „Sjúklingur framtíðarinnar er aldraður sjúklingur með fjölmörg heilsufarsvandamál, það eru þeir sem munu þurfa á sjúkrahúsþjónustu fyrst og fremst að halda þannig að þetta fólk á að vera í hásæti á nýjum spítala.“
Eldri borgarar Heilbrigðismál Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Fleiri fréttir Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Sjá meira