Landsþingið hefst klukkan 13:00 og fer fram á fjarfundarkerfinu Zoom. Ræða Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, formanns flokksins, hefst klukkan 13:05.
Á landsþinginu verða kosnir þrír stjórnarmenn flokksins, sem munu skipta með sér verkefnum um innra starf, málefnastarf og upplýsingamál.
Það eru þau Anna Kolbrún Árnadóttir, Bergþór Ólason, Einar G. Harðarson, Hallfríður G. Hólmgrímsdóttir og Karl Gauti Hjaltason sem gefa kost á sér.
Hægt verður að fylgjast með landsfundinum hér að neðan.