„Við höfum aldrei lent í svona alvarlegri undirmönnun áður“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 5. júní 2021 13:30 Bergur Stefánsson er formaður Félags bráðalækna. Samsett Aldrei hefur verið alvarlegri undirmönnun á bráðadeild Landspítala í Fossvogi og stefnir í að verði í sumar, að sögn formanns félags bráðalækna. Yfirgnæfandi líkur séu á alvarlegum atvikum og jafnvel mannslátum á deildinni. Stjórnendur spítalans og ríkisstjórnin beri ábyrgð á því. Félag bráðalækna sendi frá sér harðorða yfirlýsingu um stöðuna á bráðadeildinni í morgun en yfirlýsingin var samþykkt á aðalfundi félagsins í gær. Bergur Stefánsson formaður Félags bráðalækna segir að krafa félagsins sé fyrst og fremst að lágmarksmönnun á deildinni sé virt. Nú þegar náist ekki skilgreind neyðarmönnun bráðalækna eins og gert sé ráð fyrir í verkfalli, það er sjö vaktalínur svokallaðar. „Ef það eru aðeins fimm vaktir sérfræðinga sem eru á bráðamóttöku er ekki hægt að tryggja öryggi sjúklinga og ef þú getur ekki tryggt það þá ertu að leggja líf þeirra í hættu,“ segir Bergur. Hann kveðst alls ekki viss um að þurfi aukið fjármagn til að bregðast við vandanum. Hann telji að áherslur hjá framkvæmdastjórn spítalans þurfi að vera skýrari. „Við höfum aldrei lent í svona alvarlegri undirmönnun áður, undanfarin sumur hefur gengið skár, það hefur komið fyrir að við höfum farið nokkra daga undir neyðarmönnun en þessi staða með fjölda sérfræðilækna í bráðalækningum hefur verið ljós alveg frá áramótum og ítrekað verið bent á hana.“ Bergur segir að félagið hafa lagt fram tillögur til framkvæmdastjórnar, sem að hans vitund hafi ekki verið teknar til umfjöllunar í stjórninni. Þá segir hann að Landlæknir hafi ítrekað fjallað um stöðuna á spítalanum og bráðamóttökunni frá árinu 2018. „Í mínum augum eru þetta mjög harðar athugasemdir sem landlæknir hefur gefið út að undanförnum árum. Því miður er staðan ekki betri en svo aðekki hefur tekist að framfylgja ábendingum landlæknis.“ Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Sjá meira
Félag bráðalækna sendi frá sér harðorða yfirlýsingu um stöðuna á bráðadeildinni í morgun en yfirlýsingin var samþykkt á aðalfundi félagsins í gær. Bergur Stefánsson formaður Félags bráðalækna segir að krafa félagsins sé fyrst og fremst að lágmarksmönnun á deildinni sé virt. Nú þegar náist ekki skilgreind neyðarmönnun bráðalækna eins og gert sé ráð fyrir í verkfalli, það er sjö vaktalínur svokallaðar. „Ef það eru aðeins fimm vaktir sérfræðinga sem eru á bráðamóttöku er ekki hægt að tryggja öryggi sjúklinga og ef þú getur ekki tryggt það þá ertu að leggja líf þeirra í hættu,“ segir Bergur. Hann kveðst alls ekki viss um að þurfi aukið fjármagn til að bregðast við vandanum. Hann telji að áherslur hjá framkvæmdastjórn spítalans þurfi að vera skýrari. „Við höfum aldrei lent í svona alvarlegri undirmönnun áður, undanfarin sumur hefur gengið skár, það hefur komið fyrir að við höfum farið nokkra daga undir neyðarmönnun en þessi staða með fjölda sérfræðilækna í bráðalækningum hefur verið ljós alveg frá áramótum og ítrekað verið bent á hana.“ Bergur segir að félagið hafa lagt fram tillögur til framkvæmdastjórnar, sem að hans vitund hafi ekki verið teknar til umfjöllunar í stjórninni. Þá segir hann að Landlæknir hafi ítrekað fjallað um stöðuna á spítalanum og bráðamóttökunni frá árinu 2018. „Í mínum augum eru þetta mjög harðar athugasemdir sem landlæknir hefur gefið út að undanförnum árum. Því miður er staðan ekki betri en svo aðekki hefur tekist að framfylgja ábendingum landlæknis.“
Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Sjá meira