Innlent

Kjör­staðir opnir lengur vegna langra raða

Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar
Frá kjörstaðnum í Valhöll síðasta fimmtudag.
Frá kjörstaðnum í Valhöll síðasta fimmtudag. vísir/egill

Langar raðir höfðu myndast fyrir utan kjör­staði Sjálf­stæðis­flokksins í Reykja­vík þegar þeir lokuðu klukkan 18 í kvöld. Þeir sem höfðu náð í röð fyrir klukkan 18 fengu að kjósa og var kosningin enn í gangi klukkan 18:25 þegar Vísir náði tali af yfir­kjör­stjórn flokksins.

Þátt­taka í próf­kjörinu var afar góð í ár og mun betri en í síðustu próf­kjörum flokksins í Reykja­vík. Talið er að um 7.500 hafi tekið þátt í því en vegna þess að enn er verið að kjósa hefur ekki fengist endan­leg tala um greidd at­kvæði.

Kjörstaðirnir eru fimm. Valhöll er einn þeirra.vísir/egill

Að sögn Kristínar Edwald, formanns yfir­kjör­stjórnar, hefur fram­kvæmt próf­kjörsins gengið vel. „Þetta hefur gengið mjög vel allt saman. Kjör­sóknin hefur verið virki­lega góð en fyrir vikið hafa myndast nokkuð langar raðir hérna á tíma­bilum. En það er auð­vitað mikið lúxus­vanda­mál.“

Í próf­kjörinu velja flokks­menn sex til átta fram­bjóð­endur og raða þeim upp í þá röð sem þeir vilja sjá þá í á lista flokksins í Reykja­vík. Alls hafa þrettán boðið sig fram en aðal­s­lagurinn er tví­mæla­laust á milli ráð­herranna Ás­laugar Örnu Sigur­björns­dóttur og Guð­laugs Þórs Þórðar­sonar um leið­toga­sæti flokksins.

Fyrstu talna úr próf­kjörinu er að vænta um klukkan 19 í kvöld.


Tengdar fréttir

Ás­laug og Guð­laugur ó­sam­mála um niður­stöðu yfir­kjör­stjórnar

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra segir að athugasemd sem framboð Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra sendi til yfirkjörstjórnar Sjálfstæðisflokksins hafi komið sér verulega á óvart. Hún hafnar því að bróðir sinn hafi nýtt aðgang að félagaskrá með óeðlilegum hætti.

Ræðst fram­tíð Sjálf­stæðis­flokksins á Insta­gram?

Hörð bar­átta tveggja ráð­herra Sjálf­stæðis­flokksins um að verða leið­togar flokksins á þingi fyrir Reyk­víkinga hefur ó­lík­lega farið fram hjá mörgum. Báðir hafa aug­lýst sig ágætlega í að­draganda próf­kjörs flokksins, sem fer fram á föstu­dag og laugar­dag, raunar svo mikið að dósent í stjórn­mála­fræði við Há­skóla Ís­lands finnst aug­lýsinga­flóðinu svipa til þess sem tíðkaðist rétt fyrir hrun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×