Guðlaugur leiðir eftir fyrstu tölur Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 5. júní 2021 19:05 Ráðherrarnir Guðlaugur og Áslaug berjast um leiðtogasæti flokksins í Reykjavík. vísir Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra er með flest atkvæði í fyrsta sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík eftir fyrstu tölur. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra er í öðru sæti. 1.502 atkvæði höfðu verið talin klukkan 19 en gert er ráð fyrir að um 7.500 hafi tekið þátt í prófkjörinu. Guðlaugur leiðir með 765 atkvæði í fyrsta sætið. Áslaug kemur þar á eftir með 1.001 atkvæði í fyrsta til annað sætið. Diljá Mist Einarsdóttir, aðstoðarmaður Guðlaugs, er í þriðja sætinu með 601 atkvæði í fyrsta til þriðja sæti. Brynjar Níelsson þingmaður er í fjórða sæti eftir fyrstu tölur, Hildur Sverrisdóttir, aðstoðarmaður ferðamála-, iðnaðar og nýsköpunarráðherra í því fimmta, Birgir Ármannsson þingmaður í sjötta sæti, Kjartan Magnússon, fyrrum borgarfulltrúi, í því sjöunda og í áttunda sætinu er þingmaðurinn Sigríður Á Andersen. Nóttin er ung „Þetta eru nú bara fyrstu tölur. Aðalatriðið er þetta, að þetta er búið að vera stórt prófkjör og mikill gangur. Það hefur verið afskaplega gaman að starfa í þessu, mikil gleði og við höldum bara áfram í því. En eins og ég segi: nóttin er ung og þetta eru bara fyrstu tölur. Það getur allt breyst í þessu," sagði Guðlaugur Þór í beinni útsendingu í kvöldfréttum Rúv þar sem tölurnar voru kynntar. Atkvæðin sem hafa verið talin eru utankjörfundaratkvæði sem greidd voru fyrr í vikunni og einhver þeirra atkvæða sem greidd voru á kjörstöðum í gær. „Það eru auðvitað tvö oddvitasæti í þessum kjördæmum þannig þetta er bara glæsilegt prófkjör og við getum verið afar stolt af þessu," sagði Áslaug Arna. Næstu tölur verða birtar klukkan 21 og 23 í kvöld. Hér má sjá hvernig atkvæðin skiptast milli efstu átta frambjóðanda samkvæmt fyrstu tölum: Guðlaugur Þór Þórðarson: 765 atkvæði í 1. sæti. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir: 1.001 atkvæði í 1.-2. sæti. Diljá Mist Einarsdóttir: 601 atkvæði í 1.-3. sæti. Brynjar Níelsson: 573 atkvæði í 1.-4. sæti. Hildur Sverrisdóttir: 753 atkvæði í 1.-5. sæti. Birgir Ármannsson: 885 atkvæði í 1.-6. sæti. Kjartan Magnússon: 777 atkvæði í 1.-7. sæti. Sigríður Á Andersen: 675 atkvæði í 1.-8. sæti. Fréttin hefur verið uppfærð. Sjálfstæðisflokkurinn Alþingiskosningar 2021 Reykjavíkurkjördæmi norður Reykjavíkurkjördæmi suður Tengdar fréttir Kjörstaðir opnir lengur vegna langra raða Langar raðir höfðu myndast fyrir utan kjörstaði Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík þegar þeir lokuðu klukkan 18 í kvöld. Þeir sem höfðu náð í röð fyrir klukkan 18 fengu að kjósa og var kosningin enn í gangi klukkan 18:25 þegar Vísir náði tali af yfirkjörstjórn flokksins. 5. júní 2021 18:38 Áslaug og Guðlaugur ósammála um niðurstöðu yfirkjörstjórnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra segir að athugasemd sem framboð Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra sendi til yfirkjörstjórnar Sjálfstæðisflokksins hafi komið sér verulega á óvart. Hún hafnar því að bróðir sinn hafi nýtt aðgang að félagaskrá með óeðlilegum hætti. 4. júní 2021 13:01 Ræðst framtíð Sjálfstæðisflokksins á Instagram? Hörð barátta tveggja ráðherra Sjálfstæðisflokksins um að verða leiðtogar flokksins á þingi fyrir Reykvíkinga hefur ólíklega farið fram hjá mörgum. Báðir hafa auglýst sig ágætlega í aðdraganda prófkjörs flokksins, sem fer fram á föstudag og laugardag, raunar svo mikið að dósent í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands finnst auglýsingaflóðinu svipa til þess sem tíðkaðist rétt fyrir hrun. 2. júní 2021 09:00 Mest lesið Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Erlent Ísland land númer 197 Innlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Erlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Fleiri fréttir Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Sjá meira
1.502 atkvæði höfðu verið talin klukkan 19 en gert er ráð fyrir að um 7.500 hafi tekið þátt í prófkjörinu. Guðlaugur leiðir með 765 atkvæði í fyrsta sætið. Áslaug kemur þar á eftir með 1.001 atkvæði í fyrsta til annað sætið. Diljá Mist Einarsdóttir, aðstoðarmaður Guðlaugs, er í þriðja sætinu með 601 atkvæði í fyrsta til þriðja sæti. Brynjar Níelsson þingmaður er í fjórða sæti eftir fyrstu tölur, Hildur Sverrisdóttir, aðstoðarmaður ferðamála-, iðnaðar og nýsköpunarráðherra í því fimmta, Birgir Ármannsson þingmaður í sjötta sæti, Kjartan Magnússon, fyrrum borgarfulltrúi, í því sjöunda og í áttunda sætinu er þingmaðurinn Sigríður Á Andersen. Nóttin er ung „Þetta eru nú bara fyrstu tölur. Aðalatriðið er þetta, að þetta er búið að vera stórt prófkjör og mikill gangur. Það hefur verið afskaplega gaman að starfa í þessu, mikil gleði og við höldum bara áfram í því. En eins og ég segi: nóttin er ung og þetta eru bara fyrstu tölur. Það getur allt breyst í þessu," sagði Guðlaugur Þór í beinni útsendingu í kvöldfréttum Rúv þar sem tölurnar voru kynntar. Atkvæðin sem hafa verið talin eru utankjörfundaratkvæði sem greidd voru fyrr í vikunni og einhver þeirra atkvæða sem greidd voru á kjörstöðum í gær. „Það eru auðvitað tvö oddvitasæti í þessum kjördæmum þannig þetta er bara glæsilegt prófkjör og við getum verið afar stolt af þessu," sagði Áslaug Arna. Næstu tölur verða birtar klukkan 21 og 23 í kvöld. Hér má sjá hvernig atkvæðin skiptast milli efstu átta frambjóðanda samkvæmt fyrstu tölum: Guðlaugur Þór Þórðarson: 765 atkvæði í 1. sæti. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir: 1.001 atkvæði í 1.-2. sæti. Diljá Mist Einarsdóttir: 601 atkvæði í 1.-3. sæti. Brynjar Níelsson: 573 atkvæði í 1.-4. sæti. Hildur Sverrisdóttir: 753 atkvæði í 1.-5. sæti. Birgir Ármannsson: 885 atkvæði í 1.-6. sæti. Kjartan Magnússon: 777 atkvæði í 1.-7. sæti. Sigríður Á Andersen: 675 atkvæði í 1.-8. sæti. Fréttin hefur verið uppfærð.
Guðlaugur Þór Þórðarson: 765 atkvæði í 1. sæti. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir: 1.001 atkvæði í 1.-2. sæti. Diljá Mist Einarsdóttir: 601 atkvæði í 1.-3. sæti. Brynjar Níelsson: 573 atkvæði í 1.-4. sæti. Hildur Sverrisdóttir: 753 atkvæði í 1.-5. sæti. Birgir Ármannsson: 885 atkvæði í 1.-6. sæti. Kjartan Magnússon: 777 atkvæði í 1.-7. sæti. Sigríður Á Andersen: 675 atkvæði í 1.-8. sæti.
Sjálfstæðisflokkurinn Alþingiskosningar 2021 Reykjavíkurkjördæmi norður Reykjavíkurkjördæmi suður Tengdar fréttir Kjörstaðir opnir lengur vegna langra raða Langar raðir höfðu myndast fyrir utan kjörstaði Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík þegar þeir lokuðu klukkan 18 í kvöld. Þeir sem höfðu náð í röð fyrir klukkan 18 fengu að kjósa og var kosningin enn í gangi klukkan 18:25 þegar Vísir náði tali af yfirkjörstjórn flokksins. 5. júní 2021 18:38 Áslaug og Guðlaugur ósammála um niðurstöðu yfirkjörstjórnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra segir að athugasemd sem framboð Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra sendi til yfirkjörstjórnar Sjálfstæðisflokksins hafi komið sér verulega á óvart. Hún hafnar því að bróðir sinn hafi nýtt aðgang að félagaskrá með óeðlilegum hætti. 4. júní 2021 13:01 Ræðst framtíð Sjálfstæðisflokksins á Instagram? Hörð barátta tveggja ráðherra Sjálfstæðisflokksins um að verða leiðtogar flokksins á þingi fyrir Reykvíkinga hefur ólíklega farið fram hjá mörgum. Báðir hafa auglýst sig ágætlega í aðdraganda prófkjörs flokksins, sem fer fram á föstudag og laugardag, raunar svo mikið að dósent í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands finnst auglýsingaflóðinu svipa til þess sem tíðkaðist rétt fyrir hrun. 2. júní 2021 09:00 Mest lesið Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Erlent Ísland land númer 197 Innlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Erlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Fleiri fréttir Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Sjá meira
Kjörstaðir opnir lengur vegna langra raða Langar raðir höfðu myndast fyrir utan kjörstaði Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík þegar þeir lokuðu klukkan 18 í kvöld. Þeir sem höfðu náð í röð fyrir klukkan 18 fengu að kjósa og var kosningin enn í gangi klukkan 18:25 þegar Vísir náði tali af yfirkjörstjórn flokksins. 5. júní 2021 18:38
Áslaug og Guðlaugur ósammála um niðurstöðu yfirkjörstjórnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra segir að athugasemd sem framboð Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra sendi til yfirkjörstjórnar Sjálfstæðisflokksins hafi komið sér verulega á óvart. Hún hafnar því að bróðir sinn hafi nýtt aðgang að félagaskrá með óeðlilegum hætti. 4. júní 2021 13:01
Ræðst framtíð Sjálfstæðisflokksins á Instagram? Hörð barátta tveggja ráðherra Sjálfstæðisflokksins um að verða leiðtogar flokksins á þingi fyrir Reykvíkinga hefur ólíklega farið fram hjá mörgum. Báðir hafa auglýst sig ágætlega í aðdraganda prófkjörs flokksins, sem fer fram á föstudag og laugardag, raunar svo mikið að dósent í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands finnst auglýsingaflóðinu svipa til þess sem tíðkaðist rétt fyrir hrun. 2. júní 2021 09:00