„Ég er alveg afslöppuð með þessa niðurstöðu“ Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 5. júní 2021 22:27 Sigríður Á. Andersen hóf kjörtímabilið sem dómsmálaráðherra ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokksins, Vinstri grænna og Framsóknar. vísir/vilhelm Útlit er fyrir að fyrsti þingmaður Reykjavíkurkjördæmis suður, sem hóf kjörtímabilið sem dómsmálaráðherra, Sigríðu Á. Andersen, sé á leið af þingi eftir kjörtímabilið. Hún segir vonbrigði að vera í áttunda sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík eftir að tæpur helmingur atkvæða hefur verið talinn. Sigríður sóttist eftir öðru sæti á lista flokksins í öðru Reykjavíkurkjördæmanna en til þess að ná því þyrfti hún að enda í þriðja eða fjórða sæti í prófkjörinu. Eins og er er hún í áttunda sæti og yrði væntanlega boðið fjórða sætið á lista annars kjördæmisins. Spurð hvort hún myndi þiggja fjórða sæti segir hún: „Nú veit ég ekki einu sinni hvernig kjörnefnd metur þetta og svona þannig ég get engu svarað um það. Og það er nú ekki einu sinni búið að telja helming atkvæða.“ Á ekki von á að listinn breytist mikið Þegar fyrstu tölur voru birtar klukkan 19 voru rúmlega fimmtán hundruð atkvæði talin og var Sigríður þá í 8. sæti. Engar breytingar urðu á listanum eftir að aðrar tölur voru kynntar klukkan 21 en þá höfðu rúmlega 3.100 atkvæði verið talin. Um 7.500 tóku þátt í prófkjörinu. „Það yrðu vonbrigði ef þetta verður niðurstaðan. En ég var svo sem undir allt búin og við sem tökum þátt í prófkjöri við bara unum niðurstöðum prófkjöra, þau eru sú leið sem við Sjálfstæðismenn höfum til að velja á lista,“ segir Sigríður við Vísi. Spurð hvort hún sé vongóð um að færast ofar á listanum eftir því sem fleiri atkvæði verða talin segir hún: „Ég á ekkert von á því að þetta breytist mikið eða ég hef bara ekki hugmynd um það. En þetta er bara niðurstaða, ég uni henni og er alveg afslöppuð með þessa niðurstöðu.“ Hóf kjörtímabilið sem ráðherra Sigríður hefur verið fyrsti þingmaður Reykjavíkurkjördæmis suður á yfirstandandi kjörtímabili. Hún hóf kjörtímabilið sem dómsmálaráðherra ríkisstjórnarinnar áður en hún sagði af sér embætti vegna Landsréttarmálsins í mars 2019. Sjá einnig: Sigríður Andersen stígur til hliðar. Nú er hins vegar allt útlit fyrir að hún hverfi af þingi eftir kjörtímabilið. Sjálfstæðisflokkurinn náði samtals inn fimm mönnum á þing í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur eftir síðustu kosningar. Þrír þeirra voru í Reykjavík norður en tveir, þar á meðan Sigríður, í Reykjavík suður. Ef hún hafnar í áttunda sæti í prófkjörinu og tekur fjórða sæti á lista er ljóst að Sjálfstæðisflokkurinn þarf að bæta við sig ansi miklu fylgi til að hún eigi möguleika á að halda sér á þingi. Tveir aðstoðarmenn gætu náð á þing Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra leiðir prófkjörsbaráttuna með hundrað atkvæða forskot á Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra þegar tæpur helmingur atkvæða hefur verið talinn. Flokkurinn gæti þá náð tveimur nýliðum inn á þing ef listi prófkjörsins breytist ekki með næstu tölum og svipað hlutfall Reykvíkinga ákveður að greiða flokknum atkvæði sitt í komandi þingkosningum. Diljá Mist Einarsdóttir, aðstoðarmaður Guðlaugs, er í þriðja sæti í prófkjörinu og fengi því að öllu óbreyttu annað sæti í öðru Reykjavíkurkjördæminu. Það er nokkuð öruggt þingsæti hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík. Hildur Sverrisdóttir, aðstoðarmaður ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra er þá í fimmta sæti í prófkjörinu eins og er. Henni yrði þá boðið þriðja sæti á lista í öðru kjördæmanna en það er baráttusæti hjá flokknum, sem náði þremur mönnum inn í Reykjavík norður í síðustu þingkosningum. Sjálfstæðisflokkurinn Alþingiskosningar 2021 Reykjavíkurkjördæmi norður Reykjavíkurkjördæmi suður Tengdar fréttir Áslaug og Guðlaugur ósammála um niðurstöðu yfirkjörstjórnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra segir að athugasemd sem framboð Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra sendi til yfirkjörstjórnar Sjálfstæðisflokksins hafi komið sér verulega á óvart. Hún hafnar því að bróðir sinn hafi nýtt aðgang að félagaskrá með óeðlilegum hætti. 4. júní 2021 13:01 Ræðst framtíð Sjálfstæðisflokksins á Instagram? Hörð barátta tveggja ráðherra Sjálfstæðisflokksins um að verða leiðtogar flokksins á þingi fyrir Reykvíkinga hefur ólíklega farið fram hjá mörgum. Báðir hafa auglýst sig ágætlega í aðdraganda prófkjörs flokksins, sem fer fram á föstudag og laugardag, raunar svo mikið að dósent í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands finnst auglýsingaflóðinu svipa til þess sem tíðkaðist rétt fyrir hrun. 2. júní 2021 09:00 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Flugferðum aflýst Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Fleiri fréttir „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Sjá meira
Sigríður sóttist eftir öðru sæti á lista flokksins í öðru Reykjavíkurkjördæmanna en til þess að ná því þyrfti hún að enda í þriðja eða fjórða sæti í prófkjörinu. Eins og er er hún í áttunda sæti og yrði væntanlega boðið fjórða sætið á lista annars kjördæmisins. Spurð hvort hún myndi þiggja fjórða sæti segir hún: „Nú veit ég ekki einu sinni hvernig kjörnefnd metur þetta og svona þannig ég get engu svarað um það. Og það er nú ekki einu sinni búið að telja helming atkvæða.“ Á ekki von á að listinn breytist mikið Þegar fyrstu tölur voru birtar klukkan 19 voru rúmlega fimmtán hundruð atkvæði talin og var Sigríður þá í 8. sæti. Engar breytingar urðu á listanum eftir að aðrar tölur voru kynntar klukkan 21 en þá höfðu rúmlega 3.100 atkvæði verið talin. Um 7.500 tóku þátt í prófkjörinu. „Það yrðu vonbrigði ef þetta verður niðurstaðan. En ég var svo sem undir allt búin og við sem tökum þátt í prófkjöri við bara unum niðurstöðum prófkjöra, þau eru sú leið sem við Sjálfstæðismenn höfum til að velja á lista,“ segir Sigríður við Vísi. Spurð hvort hún sé vongóð um að færast ofar á listanum eftir því sem fleiri atkvæði verða talin segir hún: „Ég á ekkert von á því að þetta breytist mikið eða ég hef bara ekki hugmynd um það. En þetta er bara niðurstaða, ég uni henni og er alveg afslöppuð með þessa niðurstöðu.“ Hóf kjörtímabilið sem ráðherra Sigríður hefur verið fyrsti þingmaður Reykjavíkurkjördæmis suður á yfirstandandi kjörtímabili. Hún hóf kjörtímabilið sem dómsmálaráðherra ríkisstjórnarinnar áður en hún sagði af sér embætti vegna Landsréttarmálsins í mars 2019. Sjá einnig: Sigríður Andersen stígur til hliðar. Nú er hins vegar allt útlit fyrir að hún hverfi af þingi eftir kjörtímabilið. Sjálfstæðisflokkurinn náði samtals inn fimm mönnum á þing í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur eftir síðustu kosningar. Þrír þeirra voru í Reykjavík norður en tveir, þar á meðan Sigríður, í Reykjavík suður. Ef hún hafnar í áttunda sæti í prófkjörinu og tekur fjórða sæti á lista er ljóst að Sjálfstæðisflokkurinn þarf að bæta við sig ansi miklu fylgi til að hún eigi möguleika á að halda sér á þingi. Tveir aðstoðarmenn gætu náð á þing Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra leiðir prófkjörsbaráttuna með hundrað atkvæða forskot á Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra þegar tæpur helmingur atkvæða hefur verið talinn. Flokkurinn gæti þá náð tveimur nýliðum inn á þing ef listi prófkjörsins breytist ekki með næstu tölum og svipað hlutfall Reykvíkinga ákveður að greiða flokknum atkvæði sitt í komandi þingkosningum. Diljá Mist Einarsdóttir, aðstoðarmaður Guðlaugs, er í þriðja sæti í prófkjörinu og fengi því að öllu óbreyttu annað sæti í öðru Reykjavíkurkjördæminu. Það er nokkuð öruggt þingsæti hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík. Hildur Sverrisdóttir, aðstoðarmaður ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra er þá í fimmta sæti í prófkjörinu eins og er. Henni yrði þá boðið þriðja sæti á lista í öðru kjördæmanna en það er baráttusæti hjá flokknum, sem náði þremur mönnum inn í Reykjavík norður í síðustu þingkosningum.
Sjálfstæðisflokkurinn Alþingiskosningar 2021 Reykjavíkurkjördæmi norður Reykjavíkurkjördæmi suður Tengdar fréttir Áslaug og Guðlaugur ósammála um niðurstöðu yfirkjörstjórnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra segir að athugasemd sem framboð Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra sendi til yfirkjörstjórnar Sjálfstæðisflokksins hafi komið sér verulega á óvart. Hún hafnar því að bróðir sinn hafi nýtt aðgang að félagaskrá með óeðlilegum hætti. 4. júní 2021 13:01 Ræðst framtíð Sjálfstæðisflokksins á Instagram? Hörð barátta tveggja ráðherra Sjálfstæðisflokksins um að verða leiðtogar flokksins á þingi fyrir Reykvíkinga hefur ólíklega farið fram hjá mörgum. Báðir hafa auglýst sig ágætlega í aðdraganda prófkjörs flokksins, sem fer fram á föstudag og laugardag, raunar svo mikið að dósent í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands finnst auglýsingaflóðinu svipa til þess sem tíðkaðist rétt fyrir hrun. 2. júní 2021 09:00 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Flugferðum aflýst Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Fleiri fréttir „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Sjá meira
Áslaug og Guðlaugur ósammála um niðurstöðu yfirkjörstjórnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra segir að athugasemd sem framboð Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra sendi til yfirkjörstjórnar Sjálfstæðisflokksins hafi komið sér verulega á óvart. Hún hafnar því að bróðir sinn hafi nýtt aðgang að félagaskrá með óeðlilegum hætti. 4. júní 2021 13:01
Ræðst framtíð Sjálfstæðisflokksins á Instagram? Hörð barátta tveggja ráðherra Sjálfstæðisflokksins um að verða leiðtogar flokksins á þingi fyrir Reykvíkinga hefur ólíklega farið fram hjá mörgum. Báðir hafa auglýst sig ágætlega í aðdraganda prófkjörs flokksins, sem fer fram á föstudag og laugardag, raunar svo mikið að dósent í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands finnst auglýsingaflóðinu svipa til þess sem tíðkaðist rétt fyrir hrun. 2. júní 2021 09:00