Innlent

Þing­eyjar­sveit og Skútu­staða­hreppur í eina sæng

Kjartan Kjartansson skrifar
Kjöfundur í Skútustaðahreppi var haldinn í Skjólbrekku.
Kjöfundur í Skútustaðahreppi var haldinn í Skjólbrekku. Skútustaðahreppur

Íbúar í Þingeyjarsveit og Skútustaðahrepp samþykktu að sameina sveitarfélögin í kosningu sem fór fram í gær.

Tæplega tveir af hverjum þremur samþykktu sameininguna í Þingeyjarsveit. Á kjörskrá voru 659 og greiddu 439 atkvæði, 66% kjörsókn, að því er segir í tilkynningu frá Þingeyjarsveit. Af þeim greiddu 286 eða 65,2% sameiningunni atkvæði sitt en 146 greiddu atkvæði gegn henni, 33,3%. Sjö atkvæðaseðlar voru auðir eða ógildir.

Stuðningurinn við sameinginuna var meiri í Skútustaðahreppi. Þar voru 308 á kjörskrá og greiddu 235 atkvæði, 76,3% kjörsókn.  Já sögðu 159 eða 67,7% kjósenda en 71 hafnaði sameiningunni, 30,2%. Fimm seðlar voru auðir og ógildir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×