Wolf í bann á Twitter fyrir að dreifa rangfærslum um bóluefni Kjartan Kjartansson skrifar 6. júní 2021 14:56 Naomi Wolf virðist hafa orðið samsæriskenningum um bóluefni að bráð í seinni tíð. Vísir/Getty Samfélagsmiðillinn Twitter setti bandaríska rithöfundinn Naomi Wolf í tímabundið bann fyrir að brjóta notendaskilmála með því dreifa ítrekað rangfærslum um bóluefni. Wolf, sem varð fyrst þekkt fyrir feminísk skrif, hefur deilt framandlegum samsæriskenningum um bóluefni trekk í trekk. Stjarna Wolf hefur fallið verulega undanfarin ár en hún skaust fyrst upp á stjörnuhimininn með bók sinni „Fegurðargoðsögninni“ sem hefur verið kennd við þriðju bylgju femínisma sem kom út árið 1990. Bandarískur útgefandi Wolf hætti við að gefa út bók eftir hana árið 2019 eftir að í ljós kom að hún virtist hafa misskilið í grundvallaratriðum enskan lagabálk frá 19. öld sem bókin byggði meðal annars á. Undanfarna mánuði hefur Wolf svo deilt sífellt furðulegri kenningum um bóluefni á samfélagsmiðlum. Hún hefur tíst um að bóluefni séu „hugbúnaður sem getur tekið við gagnasendingum“ og líkt Anthony Fauci, helsta sóttvarnasérfræðingi Bandaríkjanna, við djöfulinn, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Nú síðast tísti Wolf um að skilja þyrfti þvag og saur fólks sem hefur verið bólusett frá öðru skólpi á meðan áhrif þess á óbólusett fólk með drykkjavatni væru rannsökuð. Sumir samfélagsmiðlanotendur hafa sakað Twitter um ritskoðunartilburði með banni Wolf. Aðrir fagna því á móti að vera lausir við stoðlausar samsæriskenningar hennar. oh look we ve been vaccinated against the unhinged ratings of naomi wolf pic.twitter.com/d1JibWXMz5— shauna (@goldengateblond) June 5, 2021 Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Twitter Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Fleiri fréttir Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Sjá meira
Stjarna Wolf hefur fallið verulega undanfarin ár en hún skaust fyrst upp á stjörnuhimininn með bók sinni „Fegurðargoðsögninni“ sem hefur verið kennd við þriðju bylgju femínisma sem kom út árið 1990. Bandarískur útgefandi Wolf hætti við að gefa út bók eftir hana árið 2019 eftir að í ljós kom að hún virtist hafa misskilið í grundvallaratriðum enskan lagabálk frá 19. öld sem bókin byggði meðal annars á. Undanfarna mánuði hefur Wolf svo deilt sífellt furðulegri kenningum um bóluefni á samfélagsmiðlum. Hún hefur tíst um að bóluefni séu „hugbúnaður sem getur tekið við gagnasendingum“ og líkt Anthony Fauci, helsta sóttvarnasérfræðingi Bandaríkjanna, við djöfulinn, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Nú síðast tísti Wolf um að skilja þyrfti þvag og saur fólks sem hefur verið bólusett frá öðru skólpi á meðan áhrif þess á óbólusett fólk með drykkjavatni væru rannsökuð. Sumir samfélagsmiðlanotendur hafa sakað Twitter um ritskoðunartilburði með banni Wolf. Aðrir fagna því á móti að vera lausir við stoðlausar samsæriskenningar hennar. oh look we ve been vaccinated against the unhinged ratings of naomi wolf pic.twitter.com/d1JibWXMz5— shauna (@goldengateblond) June 5, 2021
Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Twitter Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Fleiri fréttir Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Sjá meira