„Erfið mál“ á kjörtímabilinu skýringin á slæmu gengi Sigríðar Kristín Ólafsdóttir skrifar 6. júní 2021 19:30 Hannes Hólmsteinn Gissurarson, prófessor í stjórnmálafræði. Vísir/vilhelm Prófessor í stjórnmálafræði telur „erfið mál“ á kjörtímabilinu skýringu á slæmu gengi Sigríðar Á. Andersen fyrrverandi dómsmálaráðherra í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Sigríður gerir ekki kröfu um sæti á lista í næstu alþingiskosningum en hún hlaut ekki brautargengi í prófkjörinu í gær. Þá tilkynnti Brynjar Níelsson í dag að hann hygðist kveðja stjórnmálin eftir vonbrigði með fimmta sætið. Sjálfstæðisflokkurinn er nú með fimm þingmenn í Reykjavík en missir einn samkvæmt nýjustu skoðanakönnun Gallup. Í næstu kosningum gætu því Diljá Mist Einarsdóttir og Hildur Sverrisdóttir, sem lentu í þriðja og fjórða sæti, komið inn í staðinn fyrir Sigríði og Brynjar. Birgir Ármannsson myndi detta út. Hannes Hólmsteinn Gissurarson, prófessor í stjórnmálafræði, telur niðurstöðuna í samræmi við vilja kjósenda, sérstaklega kvenna. Hann segir að leiðtogaefnin tvö, Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra, geti vel við unað. „Ég held að þau séu bæði sterkir leiðtogar sem geta kallað út fjölmennan liðsafla og þetta var góðlátleg keppni. Ég held að bæði hafi sigrað,“ segir Hannes. Brynjar hafi fengið prýðilega kosningu Þá telur hann að Brynjar Níelsson sé óánægðari með úrslitin en tilefni er til. „Því hann fær prýðilega kosningu. Mörgum líkar mjög vel við hann, hann hefur munninn fyrir neðan nefið, kemur skemmtilega að orði og ég held að fimmta sætið hafi verið prýðilegt fyrir hann. En hann kýs að líta öðruvísi á þetta, hann hefur meiri metnað í stjórnmálum, og það er ekkert við því að segja. Auðvitað er það þannig að þegar sumir ná betri árangri en menn bjuggust við eru aðrir sem ná lakari árangri.“ Landsréttarmálið gæti skýrt slæmt gengi Sigríðar í prófkjörinu. „Hún lenti í mjög erfiðum málum á kjörtímabilinu og varð að segja af sér sem ráðherra og það er dálítið umhugsunarefni að lögfræðingaklíkan í kringum Róbert Spanó [forseta Mannréttindadómstóls Evrópu] skuli nú vera búin að hrekja burt tvo dómsmálaráðherra Sjálfstæðisflokksins, fyrst Hönnu Birnu [Kristjánsdóttur] og nú Sigríði,“ segir Hannes. „En ég held þetta hafi verið eðlileg endurnýjun og þetta séu kynslóðaskipti.“ Spenna var á milli framboðs Guðlaugs og Áslaugar í prófkjörinu. Hannes telur ekki að hún muni draga dilk á eftir sér. „Ég myndi segja að það hafi verið miklu betra andrúmsloft í þessu prófkjöri, þó það hafi verið mikil keppni, heldur en oft áður þannig að ég hef enga trú á því að það verði einhver leiðindi milli þeirra Guðlaugs Þórs og Áslaugar Örnu,“ Sjálfstæðisflokkurinn Alþingiskosningar 2021 Reykjavíkurkjördæmi norður Reykjavíkurkjördæmi suður Tengdar fréttir Baráttan bara rétt að byrja Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra, sem sigraði í prófkjöri Sjálfstæðismanna í Reykjavík, er gríðaránægður með niðurstöðuna. Hann segir kosningu Diljár Mistar Einarsdóttur aðstoðarmanns síns eftirtektarverða - og þá sé spenna milli framboðs hans og Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra að baki. 6. júní 2021 13:30 Brynjar náði ekki oddvitasæti og kveður stjórnmálin Úrslit prófkjörs Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fyrir Alþingiskosningarnar í gær voru Brynjari Níelssyni vonbrigði. Hann sóttist eftir öðru oddvitasætinu en hafnaði í fimmta sæti. Hann segist kveðja stjórnmálin sáttur. 6. júní 2021 11:02 „Geri enga kröfu um sæti á framboðslista flokksins“ Sigríður Á. Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi dómsmálaráðherra, ætlar að tjá kjörnefnd að hún geri ekki kröfu um sæti á lista flokksins fyrir Alþingiskosningarnar. Hún ætlar þó ekki að hætta stjórnmálaþátttöku. 6. júní 2021 11:32 Mest lesið Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent Fleiri fréttir Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Sjá meira
Sigríður gerir ekki kröfu um sæti á lista í næstu alþingiskosningum en hún hlaut ekki brautargengi í prófkjörinu í gær. Þá tilkynnti Brynjar Níelsson í dag að hann hygðist kveðja stjórnmálin eftir vonbrigði með fimmta sætið. Sjálfstæðisflokkurinn er nú með fimm þingmenn í Reykjavík en missir einn samkvæmt nýjustu skoðanakönnun Gallup. Í næstu kosningum gætu því Diljá Mist Einarsdóttir og Hildur Sverrisdóttir, sem lentu í þriðja og fjórða sæti, komið inn í staðinn fyrir Sigríði og Brynjar. Birgir Ármannsson myndi detta út. Hannes Hólmsteinn Gissurarson, prófessor í stjórnmálafræði, telur niðurstöðuna í samræmi við vilja kjósenda, sérstaklega kvenna. Hann segir að leiðtogaefnin tvö, Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra, geti vel við unað. „Ég held að þau séu bæði sterkir leiðtogar sem geta kallað út fjölmennan liðsafla og þetta var góðlátleg keppni. Ég held að bæði hafi sigrað,“ segir Hannes. Brynjar hafi fengið prýðilega kosningu Þá telur hann að Brynjar Níelsson sé óánægðari með úrslitin en tilefni er til. „Því hann fær prýðilega kosningu. Mörgum líkar mjög vel við hann, hann hefur munninn fyrir neðan nefið, kemur skemmtilega að orði og ég held að fimmta sætið hafi verið prýðilegt fyrir hann. En hann kýs að líta öðruvísi á þetta, hann hefur meiri metnað í stjórnmálum, og það er ekkert við því að segja. Auðvitað er það þannig að þegar sumir ná betri árangri en menn bjuggust við eru aðrir sem ná lakari árangri.“ Landsréttarmálið gæti skýrt slæmt gengi Sigríðar í prófkjörinu. „Hún lenti í mjög erfiðum málum á kjörtímabilinu og varð að segja af sér sem ráðherra og það er dálítið umhugsunarefni að lögfræðingaklíkan í kringum Róbert Spanó [forseta Mannréttindadómstóls Evrópu] skuli nú vera búin að hrekja burt tvo dómsmálaráðherra Sjálfstæðisflokksins, fyrst Hönnu Birnu [Kristjánsdóttur] og nú Sigríði,“ segir Hannes. „En ég held þetta hafi verið eðlileg endurnýjun og þetta séu kynslóðaskipti.“ Spenna var á milli framboðs Guðlaugs og Áslaugar í prófkjörinu. Hannes telur ekki að hún muni draga dilk á eftir sér. „Ég myndi segja að það hafi verið miklu betra andrúmsloft í þessu prófkjöri, þó það hafi verið mikil keppni, heldur en oft áður þannig að ég hef enga trú á því að það verði einhver leiðindi milli þeirra Guðlaugs Þórs og Áslaugar Örnu,“
Sjálfstæðisflokkurinn Alþingiskosningar 2021 Reykjavíkurkjördæmi norður Reykjavíkurkjördæmi suður Tengdar fréttir Baráttan bara rétt að byrja Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra, sem sigraði í prófkjöri Sjálfstæðismanna í Reykjavík, er gríðaránægður með niðurstöðuna. Hann segir kosningu Diljár Mistar Einarsdóttur aðstoðarmanns síns eftirtektarverða - og þá sé spenna milli framboðs hans og Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra að baki. 6. júní 2021 13:30 Brynjar náði ekki oddvitasæti og kveður stjórnmálin Úrslit prófkjörs Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fyrir Alþingiskosningarnar í gær voru Brynjari Níelssyni vonbrigði. Hann sóttist eftir öðru oddvitasætinu en hafnaði í fimmta sæti. Hann segist kveðja stjórnmálin sáttur. 6. júní 2021 11:02 „Geri enga kröfu um sæti á framboðslista flokksins“ Sigríður Á. Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi dómsmálaráðherra, ætlar að tjá kjörnefnd að hún geri ekki kröfu um sæti á lista flokksins fyrir Alþingiskosningarnar. Hún ætlar þó ekki að hætta stjórnmálaþátttöku. 6. júní 2021 11:32 Mest lesið Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent Fleiri fréttir Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Sjá meira
Baráttan bara rétt að byrja Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra, sem sigraði í prófkjöri Sjálfstæðismanna í Reykjavík, er gríðaránægður með niðurstöðuna. Hann segir kosningu Diljár Mistar Einarsdóttur aðstoðarmanns síns eftirtektarverða - og þá sé spenna milli framboðs hans og Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra að baki. 6. júní 2021 13:30
Brynjar náði ekki oddvitasæti og kveður stjórnmálin Úrslit prófkjörs Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fyrir Alþingiskosningarnar í gær voru Brynjari Níelssyni vonbrigði. Hann sóttist eftir öðru oddvitasætinu en hafnaði í fimmta sæti. Hann segist kveðja stjórnmálin sáttur. 6. júní 2021 11:02
„Geri enga kröfu um sæti á framboðslista flokksins“ Sigríður Á. Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi dómsmálaráðherra, ætlar að tjá kjörnefnd að hún geri ekki kröfu um sæti á lista flokksins fyrir Alþingiskosningarnar. Hún ætlar þó ekki að hætta stjórnmálaþátttöku. 6. júní 2021 11:32