Af hverju stunda Píratar þöggun? Einar Steingrímsson skrifar 8. júní 2021 07:01 Í stuttu máli: Á Pírataspjallinu hefur lengi verið stunduð ritskoðun, þar sem reynt er að þagga niður tilteknar (málefnalega fram settar) skoðanir og fólk sem tjáir þær. Framkvæmdastjórn Pírata, sem ber ábyrgð á spjallinu hunsar kvartanir um þessa ritskoðun. Á spjallinu er bannað að fjalla um ritskoðunina á því. Nýlega var einnig bannað að fjalla um hana í litlum lokuðum hópi Pírata sem á þó að fjalla um stefnu og störf hreyfingarinnar. Í nokkur ár hefur verið stunduð ritskoðun á Pírataspjallinu, sem Framkvæmdastjórn Pírata ber ábyrgð á og skipar stjórnendur yfir. Nú er auðvitað erfitt að hafa yfirsýn yfir allt sem eytt hefur verið af spjallinu, en þar sem þræðir eru gjarnan frystir án þess að vera eytt, er nokkuð augljós tilhneiging í slíkri ritskoðun, nefnilega að hún beinist fyrst og fremst gegn þeim sem voga sér að gagnrýna kennisetningar femínista. Enda hafa stjórnendur oft viðurkennt að hafa beitt slíkri ritskoðun vegna eigin skoðana eða andúðar í garð fólks sem póstar á spjallið þótt ekki hafi verið haldið fram að póstarnir sjálfir væru ámælisverðir. Þessi ritskoðun hefur á köflum verið mjög slæm síðustu 2-3 árin, en virtist eitthvað vera að lagast fyrir skömmu, þegar nýjar línur voru lagðar, póstar þurftu samþykki áður en þeir birtust, og sumir ofstækisfyllstu stjórnendurnir hurfu á braut. En sá friður entist stutt. Síðastliðinn sunnudag var innleggi sem undirritaður ætlaði að pósta hafnað. Það snerist um þessa frétt og með fylgdu þessi ummæli: „Burtséð frá því hvað fólki finnst um málflutning Hannesar, af hverju er í lagi að framkvæmdastýra Jafnréttisstofu tali niðrandi um karla með þessum hætti, en allt verður brjálað ef hnýtt er í konu sem „freka kellingu“?“ Í höfnuninni var vísað í fyrstu reglu spjallsins: „Hatursorða og persónulegar árásir eru óheimilar“. Ekki var útskýrt hvernig þetta innlegg gæti flokkast sem hatursorðræða (enda hefur verið algengt í ritskoðun á spjallinu að gefnar ástæður hafi verið út í hött). Hins vegar skrifaði umræddur stjórnandi þessa skýringu: „Þetta er ekki uppbyggilegt innlegg, það er búið að prófa það. Kommentin verða mjög fljótt leiðinleg.“ Ef samkvæmni væri í ritskoðuninni á Pírataspjallinu þá væri með þessu verið að leggja vopn í hendur þeirra sem vildu þagga niður tiltekin umræðuefni og persónur, því nóg væri að vera með nægilega mörg "leiðinleg" ummæli við slíka umræðu til að hún yrði fryst. Eða jafnvel, eins og í ofangreindu tilfelli, kæfð í fæðingu, af því stjórnendur væru vissir um að það myndu koma "leiðinleg" ummæli. Og reyndar hefur það gjarnan verið svo að hópur fólks innan Píratahreyfingarinnar hefur stundað afar ómálefnalegt skítkast á Pírataspjallinu gegn þeim sem voga sér að andæfa vinsælum kennisetningum sem ekki má anda á, hvað þá gagnrýna. Þannig eru það oft þau sem standa að baki ritskoðuninni eða styðja hana sem sjálf gera sig sek um persónulegt skítkast á fólk sem þau gagnrýna fyrir vondar skoðanir. Framkvæmdastjórn Pírata sem ber ábyrgð á spjallinu og stjórnendum þess hunsar svo yfirleitt kvartanir um ritskoðun, og ansar jafnvel ekki erindum um slíkt. Nú hefur lengi verið starfandi lokaður hópur virkra Pírata á Facebook, þar sem á að vera „áhersla á umræður um píratastarfið, leiðir og lausnir, málefni, pepp og skoðanir sem tengjast beint og óbeint rekstri, starfi og velgengni Pírata.“ Þar hefur ritskoðunin á Pírataspjallinu stundum verið rædd, enda hluti af starfi hreyfingarinnar að stjórna spjallinu. Fyrir tæpum mánuði ákváðu stjórnendur þess hóps þó að banna umræður um ritskoðunina á Pírataspjallinu, af því að svo stutt væri til kosninga að slík umræða (í þessum litla lokaða hópi) mætti ekki trufla kosningabaráttuna. Síðan þessi regla var sett hafa reyndar birst færri en tvö innlegg á dag að meðaltali, og mörg þeirra fjalla alls ekki um kosningastarfið eða yfirleitt starf Pírata og stefnu; þar er jafnvel verið að pósta aulabröndurum. Stjórnendur Pírataspjallsins, sérstaklega þau sem harðast hafa gengið fram í ritskoðuninni, hafa langflest verið óbreyttir meðlimir hreyfingarinnar, en forystufólkið (kjörnir fulltrúar) hefur nánast undantekningalaust látið þessa þöggunartilburði afskiptalausa, og jafnvel réttlætt þá. (Meðal stjórnenda hópsins Virkir Píratar, sem bönnuðu umræður um ritskoðunina, er þó einn kjörinn fulltrúi, borgarfulltrúinn Alexandra Briem.) Þannig hefur þöggunin gengið svo langt að ekki er lengur hægt að ræða ritskoðun og þöggun innan hreyfingarinnar. Og þótt í Grunnstefnu Pírata segi „Takmörkun á frelsi fólks til að tjá sig er óásættanleg, nema til verndar borgararéttindum einstaklinga“, þá virðast sumar skoðanir vera frjálsari en aðrar á vettvangi Pírata, alveg eins og var með jafnréttið í Animal Farm ... Höfundur er stærðfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Píratar Tjáningarfrelsi Mest lesið Lygin lekur niður á hökuna Jón Daníelsson Skoðun Hættum að bregðast íslensku hryssunni Rósa Líf Darradóttir Skoðun Börnin bíða meðan lausnin stendur auð Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Ríkisfyrirtæki sem virðir ekki æðsta valdið Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Áður en það verður of seint María Rut Kristinsdóttir Skoðun Líflínan Ingibjörg Isaksen Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Metnaður eða metnaðarleysi? Sumarrós Sigurðardóttir Skoðun Byggð í Norðvesturkjördæmi: lífæð framtíðar Íslands Ragnar Rögnvaldsson Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir Skoðun Skoðun Skoðun Jöfn vernd fyrir öll börn í veröldinni Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Byggð í Norðvesturkjördæmi: lífæð framtíðar Íslands Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Hverju hef ég stjórn á? Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Metnaður eða metnaðarleysi? Sumarrós Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Þetta er allt í vinnslu“ María Pétursdóttir skrifar Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar Skoðun Iðnaðarstefna – stökkpallur inn í næsta hagvaxtarskeið Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Hættum að bregðast íslensku hryssunni Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Börnin bíða meðan lausnin stendur auð Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Áður en það verður of seint María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Lygin lekur niður á hökuna Jón Daníelsson skrifar Skoðun Líflínan Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Ríkisfyrirtæki sem virðir ekki æðsta valdið Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Við erum hafið Guillaume Bazard skrifar Skoðun Deja Vu Sverrir Agnarsson skrifar Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Orkuöflun á eyjaklösum - Vestmannaeyjar og Orkneyjar Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Helför gyðinga gegn íbúum Palestínu Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson skrifar Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen skrifar Sjá meira
Í stuttu máli: Á Pírataspjallinu hefur lengi verið stunduð ritskoðun, þar sem reynt er að þagga niður tilteknar (málefnalega fram settar) skoðanir og fólk sem tjáir þær. Framkvæmdastjórn Pírata, sem ber ábyrgð á spjallinu hunsar kvartanir um þessa ritskoðun. Á spjallinu er bannað að fjalla um ritskoðunina á því. Nýlega var einnig bannað að fjalla um hana í litlum lokuðum hópi Pírata sem á þó að fjalla um stefnu og störf hreyfingarinnar. Í nokkur ár hefur verið stunduð ritskoðun á Pírataspjallinu, sem Framkvæmdastjórn Pírata ber ábyrgð á og skipar stjórnendur yfir. Nú er auðvitað erfitt að hafa yfirsýn yfir allt sem eytt hefur verið af spjallinu, en þar sem þræðir eru gjarnan frystir án þess að vera eytt, er nokkuð augljós tilhneiging í slíkri ritskoðun, nefnilega að hún beinist fyrst og fremst gegn þeim sem voga sér að gagnrýna kennisetningar femínista. Enda hafa stjórnendur oft viðurkennt að hafa beitt slíkri ritskoðun vegna eigin skoðana eða andúðar í garð fólks sem póstar á spjallið þótt ekki hafi verið haldið fram að póstarnir sjálfir væru ámælisverðir. Þessi ritskoðun hefur á köflum verið mjög slæm síðustu 2-3 árin, en virtist eitthvað vera að lagast fyrir skömmu, þegar nýjar línur voru lagðar, póstar þurftu samþykki áður en þeir birtust, og sumir ofstækisfyllstu stjórnendurnir hurfu á braut. En sá friður entist stutt. Síðastliðinn sunnudag var innleggi sem undirritaður ætlaði að pósta hafnað. Það snerist um þessa frétt og með fylgdu þessi ummæli: „Burtséð frá því hvað fólki finnst um málflutning Hannesar, af hverju er í lagi að framkvæmdastýra Jafnréttisstofu tali niðrandi um karla með þessum hætti, en allt verður brjálað ef hnýtt er í konu sem „freka kellingu“?“ Í höfnuninni var vísað í fyrstu reglu spjallsins: „Hatursorða og persónulegar árásir eru óheimilar“. Ekki var útskýrt hvernig þetta innlegg gæti flokkast sem hatursorðræða (enda hefur verið algengt í ritskoðun á spjallinu að gefnar ástæður hafi verið út í hött). Hins vegar skrifaði umræddur stjórnandi þessa skýringu: „Þetta er ekki uppbyggilegt innlegg, það er búið að prófa það. Kommentin verða mjög fljótt leiðinleg.“ Ef samkvæmni væri í ritskoðuninni á Pírataspjallinu þá væri með þessu verið að leggja vopn í hendur þeirra sem vildu þagga niður tiltekin umræðuefni og persónur, því nóg væri að vera með nægilega mörg "leiðinleg" ummæli við slíka umræðu til að hún yrði fryst. Eða jafnvel, eins og í ofangreindu tilfelli, kæfð í fæðingu, af því stjórnendur væru vissir um að það myndu koma "leiðinleg" ummæli. Og reyndar hefur það gjarnan verið svo að hópur fólks innan Píratahreyfingarinnar hefur stundað afar ómálefnalegt skítkast á Pírataspjallinu gegn þeim sem voga sér að andæfa vinsælum kennisetningum sem ekki má anda á, hvað þá gagnrýna. Þannig eru það oft þau sem standa að baki ritskoðuninni eða styðja hana sem sjálf gera sig sek um persónulegt skítkast á fólk sem þau gagnrýna fyrir vondar skoðanir. Framkvæmdastjórn Pírata sem ber ábyrgð á spjallinu og stjórnendum þess hunsar svo yfirleitt kvartanir um ritskoðun, og ansar jafnvel ekki erindum um slíkt. Nú hefur lengi verið starfandi lokaður hópur virkra Pírata á Facebook, þar sem á að vera „áhersla á umræður um píratastarfið, leiðir og lausnir, málefni, pepp og skoðanir sem tengjast beint og óbeint rekstri, starfi og velgengni Pírata.“ Þar hefur ritskoðunin á Pírataspjallinu stundum verið rædd, enda hluti af starfi hreyfingarinnar að stjórna spjallinu. Fyrir tæpum mánuði ákváðu stjórnendur þess hóps þó að banna umræður um ritskoðunina á Pírataspjallinu, af því að svo stutt væri til kosninga að slík umræða (í þessum litla lokaða hópi) mætti ekki trufla kosningabaráttuna. Síðan þessi regla var sett hafa reyndar birst færri en tvö innlegg á dag að meðaltali, og mörg þeirra fjalla alls ekki um kosningastarfið eða yfirleitt starf Pírata og stefnu; þar er jafnvel verið að pósta aulabröndurum. Stjórnendur Pírataspjallsins, sérstaklega þau sem harðast hafa gengið fram í ritskoðuninni, hafa langflest verið óbreyttir meðlimir hreyfingarinnar, en forystufólkið (kjörnir fulltrúar) hefur nánast undantekningalaust látið þessa þöggunartilburði afskiptalausa, og jafnvel réttlætt þá. (Meðal stjórnenda hópsins Virkir Píratar, sem bönnuðu umræður um ritskoðunina, er þó einn kjörinn fulltrúi, borgarfulltrúinn Alexandra Briem.) Þannig hefur þöggunin gengið svo langt að ekki er lengur hægt að ræða ritskoðun og þöggun innan hreyfingarinnar. Og þótt í Grunnstefnu Pírata segi „Takmörkun á frelsi fólks til að tjá sig er óásættanleg, nema til verndar borgararéttindum einstaklinga“, þá virðast sumar skoðanir vera frjálsari en aðrar á vettvangi Pírata, alveg eins og var með jafnréttið í Animal Farm ... Höfundur er stærðfræðingur.
Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir Skoðun
Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar
Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar
Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar
Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir Skoðun