Menning

Auður tekur ekki þátt í upp­setningu Rómeó og Júlíu

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Auður mun ekki taka þátt í uppsetningu leikverksins Rómeó og Júlíu í Þjóðleikhúsinu í haust.
Auður mun ekki taka þátt í uppsetningu leikverksins Rómeó og Júlíu í Þjóðleikhúsinu í haust. Daníel Thor

Tónlistarmaðurinn Auðunn Lúthersson, betur þekktur sem Auður, mun ekki taka þátt í uppsetningu leikverksins Rómeó og Júlíu sem mun verða sýnt í Þjóðleikhúsinu næsta vetur en hann tilkynnti í gær að hann muni draga sig í hlé. Þetta staðfestir Magnús Geir Þórðarson, Þjóðleikhússtjóri, í samtali við fréttastofu.

Auður gaf út yfirlýsingu í gær vegna ásakana á hendur honum um að hann hafi gerst sekur um kynferðisofbeldi. Hann sagði í yfirlýsingunni að hann hafi farið yfir mörk konu og að hann muni ekki sinna verkefnum á næstu vikum og mánuðum á meðan hann setur áframhaldandi sjálfsvinnu í forgang.

UN Women staðfesti það í samtali við fréttastofu í gær að samtökin hafi fjarlægt allt markaðsefni með Auði í kjölfar ásakananna. Þá var greint frá því í gær að Þjóðleikhúsið hafi ásakanirnar á hendur Auði til skoðunar.

Til stóð að Auður myndi sjá um tónlistina í leiksýningunni Rómeó og Júlíu, sem verður frumsýnd í Þjóðleikhúsinu í september, ásamt tónlistarkonunni Sölku Valsdóttur. Enn er óljóst hvað verður um tónlistina í verkinu og verður ákvörðun um það líklega ekki tekin fyrr en í haust.

Þá stóð til að Auður myndi koma fram á tónleikum Bubba Morthens í Hörpu 16. júní næstkomandi. Hann mun ekki koma fram á þeim, sem Bubbi staðfesti á Twitter í gær.


Tengdar fréttir

Yfir­lýsing Auðs: Fór yfir mörk konu en blæs á „flökku­sögur“ á Twitter

Tónlistarmaðurinn Auðunn Lúthersson, betur þekktur sem Auður, hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna ásakana á hendur honum um kynferðisofbeldi sem gengið hafa um samfélagsmiðla að undanförnu. Í yfirlýsingunni gengst hann við því að hafa „farið yfir mörk konu“ án þess að átta sig á því.

UN Wo­men fjar­lægir allt markaðs­efni með Auði

UN Women á Íslandi hafa tekið út allt markaðsefni sem tónlistarmaðurinn Auðunn Lúthersson, betur þekktur sem Auður, kemur fram í. Það er gert vegna ásakana um kynferðisofbeldi á hendur Auði. Þetta staðfestir Stella Samúelsdóttir, framkvæmdastýra UN Women á Íslandi, í samtali við fréttastofu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×