Lífið

„Ég vildi óska þess að við strákarnir gætum lært“

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Magnús Scheving fór yfir víðan völl í viðtali í hlaðvarpinu 24/7.
Magnús Scheving fór yfir víðan völl í viðtali í hlaðvarpinu 24/7.

„Samkvæmt tölum og sögum erum við karlmenn því miður ekki að skilja þetta. Við þurfum annaðhvort að hlusta meira eða halda umræðu um þetta. Eitthvað þarf að gerast,“ segir Magnús Scheving.

„Þessi samtöl þurfa eiga sér stað einhvern veginn. Í staðinn fyrir að benda á og öskra á aðra.“

Magnús ítrekar að allt ofbeldi eigi að vera kært. Samtalið þurfi samt líka að eiga sér stað og fólk þurfi að leggja niður boxhanskana. 

„Þetta er sameiginleg ábyrgð okkar allra. Ef vinur manns er svona týpa þá þarf maður kannski bara ræða við hann, virkilega. Þegar maður sér svona hegðun, kannski þarf maður þá að stíga inn í.“

Sorgmæddur að lesa reynslusögurnar

Magnús var gestur í hlaðvarpinu 24/7 með Begga Ólafs og ræddu þeir meðal annars um ofbeldi, #metoo og mikilvægi þess að ræða mörk. 

„Maður þorir varla í þessa umræðu en ég vildi óska þess að við strákarnir gætum lært af hvorum öðrum eða konur hjálpað okkur að skilja þetta betur. Ég skil þetta ekki til fullnustu, alveg.“ 

Hann segir þó greinilegt að konur séu að verða fyrir ofbeldi og að það sé farið yfir þeirra mörk.

„Við þurfum meiri upplýsingar, okkur vantar verkfærakistur, einhver verkfæri til að ræða þetta til að hjálpa samfélaginu til að lagast. Maður verður alltaf sorgmæddur þegar maður les þetta.“

Hann segist þó ósammála því að fólk sé tekið af lífi á samfélagsmiðlum í stað í réttarkerfinu. 

Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni á Spotify og í spilaranum hér fyrir neðan.


Tengdar fréttir

Væri til í að útrýma skömm

„Hvað gerist ef við fjarlægjum skömm? Það væri ég til í að sjá,“ segir Sigga Dögg kynfræðingur og rithöfundur.

„Ég er með fitufordóma“

„Ég er alveg viss um það að fyrr en síðar þá verði sykur hreinlega bara bannaður,“ segir Crossfit þjálfarinn Evert Víglundsson.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×