Systurnar loks lausar allra mála í Sjólaskipamálinu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 9. júní 2021 06:00 Rannsókn á skattamálum Sjólaskipa hefur verið hófst fyrir rúmum áratug. Vísir/Vilhelm Systur sem kenndar hafa verið við útgerðina Sjólaskip voru á dögunum sýknaðar af ákæru um skattsvik. Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur þann 7. maí en hefur enn ekki verið birtur á vef héraðsdóms. Ríkissaksóknari ætlar ekki að áfrýja dómnum. Málaferlin hafa staðið yfir í áratug. Systurnar Berglind Björk Jónsdóttir og Ragnheiður Jóna Jónsdóttir voru ákærðar fyrir skattaundanskot með því að hafa ekki staðið skil á skattgreiðslum. Upphaflega var ákært fyrir vangreiðslu á 40 milljónum króna í tilfelli Berglindar og 15 í tilfelli Ragnheiðar. Ákæruvaldið féll frá hluta ákærunnar og var upphæðin sem ákært var fyrir að lokum 6,9 milljónir króna á hvora systur. Fram kom í greinargerð systranna þegar málið fór fyrst fyrir héraðsdóm að þær væru báðar kennarar sem hefðu sett sín mál í hendurnar á sérfræðingum. Þær hefðu treyst endurskoðendum sínum til að standa rétt að málum. Þeirra mál væri skólabókardæmi um tilvik „þar sem viðkomandi einstaklingur er settur í óvissu og tafir vegna málareksturs sem dregst yfir lengri tíma.“ Játaðu að hagnaður hefði ekki verið talinn fram Systurnar játuðu hvor fyrir sig fyrir dómi að gengishagnaður sem málið snerist um hefði ekki verið talinn fram á skattframtali þeirra. Þær sögðust vilja greiða það sem út af stæði enda hefði aldrei annað staðið til en að telja fram eftir bestu vitund. Í niðurstöðu dómsins kemur fram að eiginmenn þeirra systra höfðu í báðum tilvikum hærri tekjur og hefðu fjármagnstekjur því átt að teljast til tekna hjá þeim. Háttsemi systranna gat því ekki haft áhrif á tekjuskatt þeirra heldur eiginmannanna. Ekki væri því hægt að sakfella systurnar fyrir það sem þeim var gefið að sök í ákæru. Dómurinn vísaði til grundvallarreglna í stjórnarskrá, mannréttindasáttmála Evrópu og þess að skilyrði refsiábyrgðar skorti til að háttsemi systranna væri refsinæm að lögum. Því bæri að sýkna þær. „Gríðarlegur dráttur er orðinn á málinu sem ákærða verður ekki sökuð um. Eðli meints sakarefnis getur ekki skýrt dráttinn og í raun eru engar haldbærar skýringar komnar fram á honum og er hann ámælisverður,“ segir Guðjón St. Marteinsson héraðsdómari. Málarekstri héraðssaksóknara í Sjólaskipamálinu er þó ekki lokið. Aðalmeðferð í máli Haraldar Reynis og Guðmundar Steinars jónssonar eru komin á dagskrá réttarins í október. Meintar vanframtaldar tekjur þeirra og félaga í þeirra eigum eru í ákæru sagðar nema á fimmta milljarð króna og vangoldnir skattar um einum milljarði. Bræðurnir eru ákærðir fyrir að hafa ekki staðið rétt að því að telja fram tekjur og jöld. Það hafi haft áhrif á skattlagningu tveggja félaga sem skráð voru á Kýpur en stunduðu fiskveiðar við strendur Marokkó og Máritaníu. Bræðurnir eru einnig ákærðir fyrir vanframtaldar tekjur. Haraldur fyrir að koma sér hjá greiðslu upp á 71 milljón en Guðmundur fyrir 66 milljóna undanskot. Málum allra systkinanna var vísað frá héraði í júlí 2020. Þeirri ákvörðun áfrýjaði héraðssaksóknari til Landsréttar sem komst að þeirri niðurstöðu að þau skyldu fá meðferð í héraði. Systurnar eru nú lausar allra mála en bræðurnir bíða aðalmeðferðar í héraði í október. Fréttin var uppfærð með þeim upplýsingum að ákæruvaldið féll frá hluta af upphaflegu ákærunni. Um leið lækkaði sú upphæð sem systurnar voru sakaðar um að hafa ekki greitt til skattsins niður í 6,9 milljónir. Að neðan má sjá yfirlýsingu frá Garðari Gíslasyni, lögmanni systranna. Systurnar í Sjólaskipum sýknaðar af öllum ákærum Systurnar Ragnheiður Jóna og Berglind Björk Jónsdætur, stundum kenndar við Sjólaskip, hafa með dómum Héraðsdóms Reykjavíkur að fullu verið sýknaðar af öllum ákærum fyrir brot gegn skattalögum og hefur ákæruvaldið ákveðið að una dómunum. Þar með lauk endanlega 10 ára samanlagðri málsmeðferð hjá embættum skattrannsóknarstjóra, ríkisskattstjóra, héraðssaksóknara og fyrir dómstólum. Þeim Ragnheiði Jónu og Berglindi Björk var hvorki gert að greiða viðbótarskatta né heldur að sæta nokkurri refsingu vegna málanna og telst þeim því að fullu lokið. Ragnheiður Jóna og Berglind Björk fagna þessari endanlegu niðurstöðu en harma jafnframt langdregna og óvægna málsmeðferð. Dómsmál Sjávarútvegur Skattar og tollar Tengdar fréttir Sjólaskipasystkinin krefjast frávísunar vegna tengsla saksóknara við blaðamann Sjólaskipasystkinin, sem verjast nú ákæru héraðssaksóknara fyrir umfangsmikil skattsvik fyrir dómstólum, hafa kært meintan upplýsingaleka frá héraðssaksóknara til fjölmiðla. 29. ágúst 2019 13:36 Sjólaskipabræður ákærðir fyrir 514 milljóna króna skattsvik Héraðssaksóknari hefur ákært bræðurna Guðmund Steinar Jónsson og Harald Reyni Jónsson fyrir stórfelld skattalagabrot. 2. ágúst 2019 11:19 Meint skattsvik Sjólaskipasystranna nema 550 milljónum Héraðssaksóknari hefur ákært tvær konur úr systkinahópi sem kenndur er við útgerðarfyrirtækið Sjólaskip fyrir stórfelld skattalagabrot. 29. júlí 2019 10:51 Sjólaskipabróðir ákærður fyrir 245 milljóna skattsvik Haraldur Reynir Jónsson, einn systkinanna sem kennd eru við útgerðarfyrirtækið Sjólaskip, hefur verið ákærður fyrir meiriháttar brot gegn skattalögum með því að hafa vantalið tekjur sínar árin 2005-2008 að fjárhæð rúmlega 245 milljóna króna. 26. júlí 2019 16:32 Sjólaskipasystkinin ákærð fyrir meint skattalagabrot Systkinin eru ákærð hvert í sínu lagi auk þess sem bræðurnir eru ákærðir saman í einu máli. 18. júlí 2019 17:41 Mest lesið Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Þrjú teymi vilja hanna og byggja nýju þjóðarhöllina Sjá meira
Systurnar Berglind Björk Jónsdóttir og Ragnheiður Jóna Jónsdóttir voru ákærðar fyrir skattaundanskot með því að hafa ekki staðið skil á skattgreiðslum. Upphaflega var ákært fyrir vangreiðslu á 40 milljónum króna í tilfelli Berglindar og 15 í tilfelli Ragnheiðar. Ákæruvaldið féll frá hluta ákærunnar og var upphæðin sem ákært var fyrir að lokum 6,9 milljónir króna á hvora systur. Fram kom í greinargerð systranna þegar málið fór fyrst fyrir héraðsdóm að þær væru báðar kennarar sem hefðu sett sín mál í hendurnar á sérfræðingum. Þær hefðu treyst endurskoðendum sínum til að standa rétt að málum. Þeirra mál væri skólabókardæmi um tilvik „þar sem viðkomandi einstaklingur er settur í óvissu og tafir vegna málareksturs sem dregst yfir lengri tíma.“ Játaðu að hagnaður hefði ekki verið talinn fram Systurnar játuðu hvor fyrir sig fyrir dómi að gengishagnaður sem málið snerist um hefði ekki verið talinn fram á skattframtali þeirra. Þær sögðust vilja greiða það sem út af stæði enda hefði aldrei annað staðið til en að telja fram eftir bestu vitund. Í niðurstöðu dómsins kemur fram að eiginmenn þeirra systra höfðu í báðum tilvikum hærri tekjur og hefðu fjármagnstekjur því átt að teljast til tekna hjá þeim. Háttsemi systranna gat því ekki haft áhrif á tekjuskatt þeirra heldur eiginmannanna. Ekki væri því hægt að sakfella systurnar fyrir það sem þeim var gefið að sök í ákæru. Dómurinn vísaði til grundvallarreglna í stjórnarskrá, mannréttindasáttmála Evrópu og þess að skilyrði refsiábyrgðar skorti til að háttsemi systranna væri refsinæm að lögum. Því bæri að sýkna þær. „Gríðarlegur dráttur er orðinn á málinu sem ákærða verður ekki sökuð um. Eðli meints sakarefnis getur ekki skýrt dráttinn og í raun eru engar haldbærar skýringar komnar fram á honum og er hann ámælisverður,“ segir Guðjón St. Marteinsson héraðsdómari. Málarekstri héraðssaksóknara í Sjólaskipamálinu er þó ekki lokið. Aðalmeðferð í máli Haraldar Reynis og Guðmundar Steinars jónssonar eru komin á dagskrá réttarins í október. Meintar vanframtaldar tekjur þeirra og félaga í þeirra eigum eru í ákæru sagðar nema á fimmta milljarð króna og vangoldnir skattar um einum milljarði. Bræðurnir eru ákærðir fyrir að hafa ekki staðið rétt að því að telja fram tekjur og jöld. Það hafi haft áhrif á skattlagningu tveggja félaga sem skráð voru á Kýpur en stunduðu fiskveiðar við strendur Marokkó og Máritaníu. Bræðurnir eru einnig ákærðir fyrir vanframtaldar tekjur. Haraldur fyrir að koma sér hjá greiðslu upp á 71 milljón en Guðmundur fyrir 66 milljóna undanskot. Málum allra systkinanna var vísað frá héraði í júlí 2020. Þeirri ákvörðun áfrýjaði héraðssaksóknari til Landsréttar sem komst að þeirri niðurstöðu að þau skyldu fá meðferð í héraði. Systurnar eru nú lausar allra mála en bræðurnir bíða aðalmeðferðar í héraði í október. Fréttin var uppfærð með þeim upplýsingum að ákæruvaldið féll frá hluta af upphaflegu ákærunni. Um leið lækkaði sú upphæð sem systurnar voru sakaðar um að hafa ekki greitt til skattsins niður í 6,9 milljónir. Að neðan má sjá yfirlýsingu frá Garðari Gíslasyni, lögmanni systranna. Systurnar í Sjólaskipum sýknaðar af öllum ákærum Systurnar Ragnheiður Jóna og Berglind Björk Jónsdætur, stundum kenndar við Sjólaskip, hafa með dómum Héraðsdóms Reykjavíkur að fullu verið sýknaðar af öllum ákærum fyrir brot gegn skattalögum og hefur ákæruvaldið ákveðið að una dómunum. Þar með lauk endanlega 10 ára samanlagðri málsmeðferð hjá embættum skattrannsóknarstjóra, ríkisskattstjóra, héraðssaksóknara og fyrir dómstólum. Þeim Ragnheiði Jónu og Berglindi Björk var hvorki gert að greiða viðbótarskatta né heldur að sæta nokkurri refsingu vegna málanna og telst þeim því að fullu lokið. Ragnheiður Jóna og Berglind Björk fagna þessari endanlegu niðurstöðu en harma jafnframt langdregna og óvægna málsmeðferð.
Systurnar í Sjólaskipum sýknaðar af öllum ákærum Systurnar Ragnheiður Jóna og Berglind Björk Jónsdætur, stundum kenndar við Sjólaskip, hafa með dómum Héraðsdóms Reykjavíkur að fullu verið sýknaðar af öllum ákærum fyrir brot gegn skattalögum og hefur ákæruvaldið ákveðið að una dómunum. Þar með lauk endanlega 10 ára samanlagðri málsmeðferð hjá embættum skattrannsóknarstjóra, ríkisskattstjóra, héraðssaksóknara og fyrir dómstólum. Þeim Ragnheiði Jónu og Berglindi Björk var hvorki gert að greiða viðbótarskatta né heldur að sæta nokkurri refsingu vegna málanna og telst þeim því að fullu lokið. Ragnheiður Jóna og Berglind Björk fagna þessari endanlegu niðurstöðu en harma jafnframt langdregna og óvægna málsmeðferð.
Dómsmál Sjávarútvegur Skattar og tollar Tengdar fréttir Sjólaskipasystkinin krefjast frávísunar vegna tengsla saksóknara við blaðamann Sjólaskipasystkinin, sem verjast nú ákæru héraðssaksóknara fyrir umfangsmikil skattsvik fyrir dómstólum, hafa kært meintan upplýsingaleka frá héraðssaksóknara til fjölmiðla. 29. ágúst 2019 13:36 Sjólaskipabræður ákærðir fyrir 514 milljóna króna skattsvik Héraðssaksóknari hefur ákært bræðurna Guðmund Steinar Jónsson og Harald Reyni Jónsson fyrir stórfelld skattalagabrot. 2. ágúst 2019 11:19 Meint skattsvik Sjólaskipasystranna nema 550 milljónum Héraðssaksóknari hefur ákært tvær konur úr systkinahópi sem kenndur er við útgerðarfyrirtækið Sjólaskip fyrir stórfelld skattalagabrot. 29. júlí 2019 10:51 Sjólaskipabróðir ákærður fyrir 245 milljóna skattsvik Haraldur Reynir Jónsson, einn systkinanna sem kennd eru við útgerðarfyrirtækið Sjólaskip, hefur verið ákærður fyrir meiriháttar brot gegn skattalögum með því að hafa vantalið tekjur sínar árin 2005-2008 að fjárhæð rúmlega 245 milljóna króna. 26. júlí 2019 16:32 Sjólaskipasystkinin ákærð fyrir meint skattalagabrot Systkinin eru ákærð hvert í sínu lagi auk þess sem bræðurnir eru ákærðir saman í einu máli. 18. júlí 2019 17:41 Mest lesið Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Þrjú teymi vilja hanna og byggja nýju þjóðarhöllina Sjá meira
Sjólaskipasystkinin krefjast frávísunar vegna tengsla saksóknara við blaðamann Sjólaskipasystkinin, sem verjast nú ákæru héraðssaksóknara fyrir umfangsmikil skattsvik fyrir dómstólum, hafa kært meintan upplýsingaleka frá héraðssaksóknara til fjölmiðla. 29. ágúst 2019 13:36
Sjólaskipabræður ákærðir fyrir 514 milljóna króna skattsvik Héraðssaksóknari hefur ákært bræðurna Guðmund Steinar Jónsson og Harald Reyni Jónsson fyrir stórfelld skattalagabrot. 2. ágúst 2019 11:19
Meint skattsvik Sjólaskipasystranna nema 550 milljónum Héraðssaksóknari hefur ákært tvær konur úr systkinahópi sem kenndur er við útgerðarfyrirtækið Sjólaskip fyrir stórfelld skattalagabrot. 29. júlí 2019 10:51
Sjólaskipabróðir ákærður fyrir 245 milljóna skattsvik Haraldur Reynir Jónsson, einn systkinanna sem kennd eru við útgerðarfyrirtækið Sjólaskip, hefur verið ákærður fyrir meiriháttar brot gegn skattalögum með því að hafa vantalið tekjur sínar árin 2005-2008 að fjárhæð rúmlega 245 milljóna króna. 26. júlí 2019 16:32
Sjólaskipasystkinin ákærð fyrir meint skattalagabrot Systkinin eru ákærð hvert í sínu lagi auk þess sem bræðurnir eru ákærðir saman í einu máli. 18. júlí 2019 17:41