Viðstaddir tóku því vel þegar kóngurinn vatt sér fram fyrir röðina Jakob Bjarnar skrifar 9. júní 2021 16:19 Bubbi er á því að saga Báru Beck um það þegar hann fór fram fyrir langa röð í apóteki sé sannleikanum samkvæm. Hann getur verið alveg hræðilega utan við sig. Bára Huld Beck blaðamaður á Kjarnanum birti örsögu á Twitter sem vakið hefur nokkra athygli en hún fjallar um það þegar Bubbi Morthens fór fram fyrir langa röð í apóteki. Bára kynnir þetta sem örsögu vikunnar, að kona hafi farið í apótek og hafi tekið númer. „Sjö að bíða. Bubbi labbar inn. Beint að afgreiðsluborðinu. Daman spyr: Ertu með númer? Svar: Nei. Biður um vöru. Fær hana. Labbar út. Hinir með númer standa og brosa.“ Bubbi enginn prins, hann er kóngur Ýmsir velta þessu fyrir sér og vilja meina að slík framkoma eigi nú einhvern veginn betur við þegar Bó eigi í hlut. Að hann hafi ætlað sér slíkt en verið vinsamlegast sagt að hætta þessari frekju og fara í röðina. Annar segist hafa orðið vitni að því þegar Bó vildi njóta sérréttinda í Bláa lóninu. „Röðin var útá bílastæði(tímabilið áður en þurfti að bóka). Hann var ekki kátur. Aðrir gestir voru það.“ Örsaga vikunnar: Kona fer í apótek. Tekur númer. Sjö að bíða. Bubbi labbar inn. Beint að afgreiðsluborðinu. Daman spyr: Ertu með númer? Svar: Nei. Biður um vöru. Fær hana. Labbar út. Hinir með númer standa og brosa.— Bára Huld Beck (@barahuldbeck) June 9, 2021 Guðrún Jóna leggur orð í belg, segist reyndar ekki eiga orð en nefnir að hún hafi beðið í röð ásamt sjálfum danska prinsinum. „Hann kom inn, tók númer. Beið. Það er auðvelt að ást og umhyggja allan daginn ef reglur samfélagsins ná bara ekki til þín - þú þarft ekki að bíða í röð eins og pöppúlinn.“ En Árni Páll Árnason, fyrrverandi ráðherra, bendir á sem rétt er að Bubbi sé enginn prins. „Hann er kóngur.“ Löngu hættur á nikótíntyggjóinu Vísir bar þetta atvik sem lýst er undir Bubba og hann taldi ekki ólíklegt að nákvæmlega svona hafi þetta verið. „Gæti alveg verið. Ég á ADHD-degi. Ég get verið alveg svakalega utan við mig. Þetta rímar alveg við mig.“ En, hvað varstu að sækja í apótekið? Nikótíntyggjó, geri ég ráð fyrir? „Það er nú það? Nei, ég er löngu hættur því. En, já, ég held að þetta sé satt.“ Og ekki er hægt að áfellast Bubba fyrir að vera annars hugar. Hann er nú að undirbúa stórtónleika sem haldnir verða í Hörpu 16. júní. „Klikkað band,“ segir Bubbi. Og svo er að sjá á þessu myndbroti sem er frá æfingu nú fyrr í dag. Heilbrigðismál Tónlist Bólusetningar Mest lesið Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Auður segir skilið við Gímaldið Menning Gömlu trixin úreld: Ekki pína í börn mat, múta, hóta eða uppnefna Áskorun Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Lífið Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Lífið Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Lífið Fleiri fréttir Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn Sjá meira
Bára kynnir þetta sem örsögu vikunnar, að kona hafi farið í apótek og hafi tekið númer. „Sjö að bíða. Bubbi labbar inn. Beint að afgreiðsluborðinu. Daman spyr: Ertu með númer? Svar: Nei. Biður um vöru. Fær hana. Labbar út. Hinir með númer standa og brosa.“ Bubbi enginn prins, hann er kóngur Ýmsir velta þessu fyrir sér og vilja meina að slík framkoma eigi nú einhvern veginn betur við þegar Bó eigi í hlut. Að hann hafi ætlað sér slíkt en verið vinsamlegast sagt að hætta þessari frekju og fara í röðina. Annar segist hafa orðið vitni að því þegar Bó vildi njóta sérréttinda í Bláa lóninu. „Röðin var útá bílastæði(tímabilið áður en þurfti að bóka). Hann var ekki kátur. Aðrir gestir voru það.“ Örsaga vikunnar: Kona fer í apótek. Tekur númer. Sjö að bíða. Bubbi labbar inn. Beint að afgreiðsluborðinu. Daman spyr: Ertu með númer? Svar: Nei. Biður um vöru. Fær hana. Labbar út. Hinir með númer standa og brosa.— Bára Huld Beck (@barahuldbeck) June 9, 2021 Guðrún Jóna leggur orð í belg, segist reyndar ekki eiga orð en nefnir að hún hafi beðið í röð ásamt sjálfum danska prinsinum. „Hann kom inn, tók númer. Beið. Það er auðvelt að ást og umhyggja allan daginn ef reglur samfélagsins ná bara ekki til þín - þú þarft ekki að bíða í röð eins og pöppúlinn.“ En Árni Páll Árnason, fyrrverandi ráðherra, bendir á sem rétt er að Bubbi sé enginn prins. „Hann er kóngur.“ Löngu hættur á nikótíntyggjóinu Vísir bar þetta atvik sem lýst er undir Bubba og hann taldi ekki ólíklegt að nákvæmlega svona hafi þetta verið. „Gæti alveg verið. Ég á ADHD-degi. Ég get verið alveg svakalega utan við mig. Þetta rímar alveg við mig.“ En, hvað varstu að sækja í apótekið? Nikótíntyggjó, geri ég ráð fyrir? „Það er nú það? Nei, ég er löngu hættur því. En, já, ég held að þetta sé satt.“ Og ekki er hægt að áfellast Bubba fyrir að vera annars hugar. Hann er nú að undirbúa stórtónleika sem haldnir verða í Hörpu 16. júní. „Klikkað band,“ segir Bubbi. Og svo er að sjá á þessu myndbroti sem er frá æfingu nú fyrr í dag.
Heilbrigðismál Tónlist Bólusetningar Mest lesið Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Auður segir skilið við Gímaldið Menning Gömlu trixin úreld: Ekki pína í börn mat, múta, hóta eða uppnefna Áskorun Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Lífið Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Lífið Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Lífið Fleiri fréttir Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn Sjá meira