Viðstaddir tóku því vel þegar kóngurinn vatt sér fram fyrir röðina Jakob Bjarnar skrifar 9. júní 2021 16:19 Bubbi er á því að saga Báru Beck um það þegar hann fór fram fyrir langa röð í apóteki sé sannleikanum samkvæm. Hann getur verið alveg hræðilega utan við sig. Bára Huld Beck blaðamaður á Kjarnanum birti örsögu á Twitter sem vakið hefur nokkra athygli en hún fjallar um það þegar Bubbi Morthens fór fram fyrir langa röð í apóteki. Bára kynnir þetta sem örsögu vikunnar, að kona hafi farið í apótek og hafi tekið númer. „Sjö að bíða. Bubbi labbar inn. Beint að afgreiðsluborðinu. Daman spyr: Ertu með númer? Svar: Nei. Biður um vöru. Fær hana. Labbar út. Hinir með númer standa og brosa.“ Bubbi enginn prins, hann er kóngur Ýmsir velta þessu fyrir sér og vilja meina að slík framkoma eigi nú einhvern veginn betur við þegar Bó eigi í hlut. Að hann hafi ætlað sér slíkt en verið vinsamlegast sagt að hætta þessari frekju og fara í röðina. Annar segist hafa orðið vitni að því þegar Bó vildi njóta sérréttinda í Bláa lóninu. „Röðin var útá bílastæði(tímabilið áður en þurfti að bóka). Hann var ekki kátur. Aðrir gestir voru það.“ Örsaga vikunnar: Kona fer í apótek. Tekur númer. Sjö að bíða. Bubbi labbar inn. Beint að afgreiðsluborðinu. Daman spyr: Ertu með númer? Svar: Nei. Biður um vöru. Fær hana. Labbar út. Hinir með númer standa og brosa.— Bára Huld Beck (@barahuldbeck) June 9, 2021 Guðrún Jóna leggur orð í belg, segist reyndar ekki eiga orð en nefnir að hún hafi beðið í röð ásamt sjálfum danska prinsinum. „Hann kom inn, tók númer. Beið. Það er auðvelt að ást og umhyggja allan daginn ef reglur samfélagsins ná bara ekki til þín - þú þarft ekki að bíða í röð eins og pöppúlinn.“ En Árni Páll Árnason, fyrrverandi ráðherra, bendir á sem rétt er að Bubbi sé enginn prins. „Hann er kóngur.“ Löngu hættur á nikótíntyggjóinu Vísir bar þetta atvik sem lýst er undir Bubba og hann taldi ekki ólíklegt að nákvæmlega svona hafi þetta verið. „Gæti alveg verið. Ég á ADHD-degi. Ég get verið alveg svakalega utan við mig. Þetta rímar alveg við mig.“ En, hvað varstu að sækja í apótekið? Nikótíntyggjó, geri ég ráð fyrir? „Það er nú það? Nei, ég er löngu hættur því. En, já, ég held að þetta sé satt.“ Og ekki er hægt að áfellast Bubba fyrir að vera annars hugar. Hann er nú að undirbúa stórtónleika sem haldnir verða í Hörpu 16. júní. „Klikkað band,“ segir Bubbi. Og svo er að sjá á þessu myndbroti sem er frá æfingu nú fyrr í dag. Heilbrigðismál Tónlist Bólusetningar Mest lesið Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Lífið Komin með nýjan rappara í sigtið Lífið Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Lífið Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí Lífið Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Lífið „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Lífið Elva fann sjálfa sig aftur Lífið Sextíu fermetrar og fagurrautt Lífið Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa Lífið „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Lífið Fleiri fréttir Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Sextíu fermetrar og fagurrautt Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Allur tilfinningaskalinn á Ungfrú Ísland Teen Elva fann sjálfa sig aftur Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Komin með nýjan rappara í sigtið Kosning hafin um sjónvarpsefni ársins Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Líf, fjör og einmanaleiki Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Bleikir og hollir molar að hætti Jönu Musk æstur í Reðasafnið Ása og Leo héldu tvöfalda skírnarveislu Tróð matnum upp í sig til að reyna fá andstæðinga sína til að hlæja „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ „Pylsusala“ á Lækjartorgi á kvennafrídaginn Lovísa Rós er Ungfrú Ísland Teen Gerðið verði besti staðurinn nálægt borginni til að skoða stjörnur Heitasta listapar landsins á djamminu „Er ekki hrædd við að vera ég sjálf“ Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Sýna(r)brjóstin, sýna stuðning Brjánn ávarpaði alla áhorfendur leiksins rétt fyrir upphafsflautið Innlit í þriggja hæða veitingastaðinn Bryggjuhúsið sem er í húsi frá 1863 Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ Sjá meira
Bára kynnir þetta sem örsögu vikunnar, að kona hafi farið í apótek og hafi tekið númer. „Sjö að bíða. Bubbi labbar inn. Beint að afgreiðsluborðinu. Daman spyr: Ertu með númer? Svar: Nei. Biður um vöru. Fær hana. Labbar út. Hinir með númer standa og brosa.“ Bubbi enginn prins, hann er kóngur Ýmsir velta þessu fyrir sér og vilja meina að slík framkoma eigi nú einhvern veginn betur við þegar Bó eigi í hlut. Að hann hafi ætlað sér slíkt en verið vinsamlegast sagt að hætta þessari frekju og fara í röðina. Annar segist hafa orðið vitni að því þegar Bó vildi njóta sérréttinda í Bláa lóninu. „Röðin var útá bílastæði(tímabilið áður en þurfti að bóka). Hann var ekki kátur. Aðrir gestir voru það.“ Örsaga vikunnar: Kona fer í apótek. Tekur númer. Sjö að bíða. Bubbi labbar inn. Beint að afgreiðsluborðinu. Daman spyr: Ertu með númer? Svar: Nei. Biður um vöru. Fær hana. Labbar út. Hinir með númer standa og brosa.— Bára Huld Beck (@barahuldbeck) June 9, 2021 Guðrún Jóna leggur orð í belg, segist reyndar ekki eiga orð en nefnir að hún hafi beðið í röð ásamt sjálfum danska prinsinum. „Hann kom inn, tók númer. Beið. Það er auðvelt að ást og umhyggja allan daginn ef reglur samfélagsins ná bara ekki til þín - þú þarft ekki að bíða í röð eins og pöppúlinn.“ En Árni Páll Árnason, fyrrverandi ráðherra, bendir á sem rétt er að Bubbi sé enginn prins. „Hann er kóngur.“ Löngu hættur á nikótíntyggjóinu Vísir bar þetta atvik sem lýst er undir Bubba og hann taldi ekki ólíklegt að nákvæmlega svona hafi þetta verið. „Gæti alveg verið. Ég á ADHD-degi. Ég get verið alveg svakalega utan við mig. Þetta rímar alveg við mig.“ En, hvað varstu að sækja í apótekið? Nikótíntyggjó, geri ég ráð fyrir? „Það er nú það? Nei, ég er löngu hættur því. En, já, ég held að þetta sé satt.“ Og ekki er hægt að áfellast Bubba fyrir að vera annars hugar. Hann er nú að undirbúa stórtónleika sem haldnir verða í Hörpu 16. júní. „Klikkað band,“ segir Bubbi. Og svo er að sjá á þessu myndbroti sem er frá æfingu nú fyrr í dag.
Heilbrigðismál Tónlist Bólusetningar Mest lesið Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Lífið Komin með nýjan rappara í sigtið Lífið Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Lífið Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí Lífið Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Lífið „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Lífið Elva fann sjálfa sig aftur Lífið Sextíu fermetrar og fagurrautt Lífið Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa Lífið „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Lífið Fleiri fréttir Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Sextíu fermetrar og fagurrautt Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Allur tilfinningaskalinn á Ungfrú Ísland Teen Elva fann sjálfa sig aftur Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Komin með nýjan rappara í sigtið Kosning hafin um sjónvarpsefni ársins Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Líf, fjör og einmanaleiki Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Bleikir og hollir molar að hætti Jönu Musk æstur í Reðasafnið Ása og Leo héldu tvöfalda skírnarveislu Tróð matnum upp í sig til að reyna fá andstæðinga sína til að hlæja „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ „Pylsusala“ á Lækjartorgi á kvennafrídaginn Lovísa Rós er Ungfrú Ísland Teen Gerðið verði besti staðurinn nálægt borginni til að skoða stjörnur Heitasta listapar landsins á djamminu „Er ekki hrædd við að vera ég sjálf“ Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Sýna(r)brjóstin, sýna stuðning Brjánn ávarpaði alla áhorfendur leiksins rétt fyrir upphafsflautið Innlit í þriggja hæða veitingastaðinn Bryggjuhúsið sem er í húsi frá 1863 Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ Sjá meira