Framhaldsskólinn og nemendur í ólgusjó COVID Steinn Jóhannsson skrifar 10. júní 2021 14:00 Nemendur sem útskrifuðust í vor úr íslenskum framhaldsskólum urðu fyrir barðinu á COVID síðustu þrjár annir skólagöngunnar. Óværan COVID setti miklar takmarkanir á skólastarfið og jafnt nemendur sem starfsfólk og kennarar þurftu reglulega að laga sig að nýjum aðstæðum. Það er einsdæmi að ljúka námi þar sem hátt í helmingur námstímans var óhefðbundinn í eiginlegum skilningi. Námið var ýmist í beinni á bak við skjáinn, í dreifnámi (blanda af staðnámi og námi í beinni/fjarnámi), fjarnámi og staðnámi í skóla með ýmsum takmörkunum. Nýjar reglugerðir heilbrigðisráðherra settu starfinu miklar takmarkanir og tók skólahald hröðum breytingum til að vera innan ramma laganna. Þá kynslóð sem útskrifaðist í vor má kalla sérfræðinga í breytingastjórnun en nemendur og ekki síður kennarar þurftu hvað eftir annað að endurskipuleggja sig í nýjum og jafnvel framandi aðstæðum. Þessi dýrmæta reynsla mun eflaust gera nemendur tilbúna til að mæta hvaða aðstæðum sem er í námi, á vinnumarkaði og í lífinu sjálfu. Í nágrannalöndum okkar var kennsla felld niður og skólahald lítið sem ekkert víða í Evrópu á tímum COVID. Íslendingar brettu upp ermarnar og tókust á við áður ókunnar aðstæður af miklum glæsibrag. Nemendur eiga hrós skilið og prófgráðan í vor eru verðlaunin. Það mun styrkja íslenskan vinnumarkað og ekki síður háskólana að fá þessa nemendur í nám eða til starfa. Unga fólkið okkar er svo sannarlega tilbúið að kljást við erfiðar og flóknar áskoranir eins og síðustu misseri hafa sannað. Eins og fram hefur komið var ekki sjálfgefið í upphafi COVID að það tækist að halda uppi kennslu en það tókst með samstilltu átaki skólanna, menntamálayfirvalda, starfsfólks og kennara sem og nemenda. Stuðningur yfirvalda við skólakerfið á tímum COVID var mikill. Mennta- og menningarmálaráðherra fundaði reglulega með stjórnendum framhaldsskólanna og urðu fundirnir um tveir tugir á liðnum vetri. Samráð og samtal milli aðila skilaði svo sannarlega árangri og vonandi er það komið til að vera. Reynslunni var miðlað á milli skóla og skólar báru sig saman hvernig skólastarfið var skipulagt og leiðbeindu hver öðrum í framhaldinu. Þannig mátti strax greina hvað gekk vel og hvað þurfti að bæta í þessum aðstæðum. Aðrar þjóðir gætu vissulega tekið okkur Íslendinga til fyrirmyndar hvað varðar að halda uppi skólastarfi í ólgusjó COVID. Þegar horft er til framtíðar berum við þá von í brjósti að skólahald verði með eðlilegum hætti þegar vel á fimmta þúsund nýnemar (2005 árangurinn) koma til náms í framhaldsskólunum í haust. Reynslan úr COVID-tímabilinu í skólastarfinu mun nýtast okkur vel í verkefnum framtíðarinnar. Höfundur er rektor Menntaskólans við Hamrahlíð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Framhaldsskólar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Sjá meira
Nemendur sem útskrifuðust í vor úr íslenskum framhaldsskólum urðu fyrir barðinu á COVID síðustu þrjár annir skólagöngunnar. Óværan COVID setti miklar takmarkanir á skólastarfið og jafnt nemendur sem starfsfólk og kennarar þurftu reglulega að laga sig að nýjum aðstæðum. Það er einsdæmi að ljúka námi þar sem hátt í helmingur námstímans var óhefðbundinn í eiginlegum skilningi. Námið var ýmist í beinni á bak við skjáinn, í dreifnámi (blanda af staðnámi og námi í beinni/fjarnámi), fjarnámi og staðnámi í skóla með ýmsum takmörkunum. Nýjar reglugerðir heilbrigðisráðherra settu starfinu miklar takmarkanir og tók skólahald hröðum breytingum til að vera innan ramma laganna. Þá kynslóð sem útskrifaðist í vor má kalla sérfræðinga í breytingastjórnun en nemendur og ekki síður kennarar þurftu hvað eftir annað að endurskipuleggja sig í nýjum og jafnvel framandi aðstæðum. Þessi dýrmæta reynsla mun eflaust gera nemendur tilbúna til að mæta hvaða aðstæðum sem er í námi, á vinnumarkaði og í lífinu sjálfu. Í nágrannalöndum okkar var kennsla felld niður og skólahald lítið sem ekkert víða í Evrópu á tímum COVID. Íslendingar brettu upp ermarnar og tókust á við áður ókunnar aðstæður af miklum glæsibrag. Nemendur eiga hrós skilið og prófgráðan í vor eru verðlaunin. Það mun styrkja íslenskan vinnumarkað og ekki síður háskólana að fá þessa nemendur í nám eða til starfa. Unga fólkið okkar er svo sannarlega tilbúið að kljást við erfiðar og flóknar áskoranir eins og síðustu misseri hafa sannað. Eins og fram hefur komið var ekki sjálfgefið í upphafi COVID að það tækist að halda uppi kennslu en það tókst með samstilltu átaki skólanna, menntamálayfirvalda, starfsfólks og kennara sem og nemenda. Stuðningur yfirvalda við skólakerfið á tímum COVID var mikill. Mennta- og menningarmálaráðherra fundaði reglulega með stjórnendum framhaldsskólanna og urðu fundirnir um tveir tugir á liðnum vetri. Samráð og samtal milli aðila skilaði svo sannarlega árangri og vonandi er það komið til að vera. Reynslunni var miðlað á milli skóla og skólar báru sig saman hvernig skólastarfið var skipulagt og leiðbeindu hver öðrum í framhaldinu. Þannig mátti strax greina hvað gekk vel og hvað þurfti að bæta í þessum aðstæðum. Aðrar þjóðir gætu vissulega tekið okkur Íslendinga til fyrirmyndar hvað varðar að halda uppi skólastarfi í ólgusjó COVID. Þegar horft er til framtíðar berum við þá von í brjósti að skólahald verði með eðlilegum hætti þegar vel á fimmta þúsund nýnemar (2005 árangurinn) koma til náms í framhaldsskólunum í haust. Reynslan úr COVID-tímabilinu í skólastarfinu mun nýtast okkur vel í verkefnum framtíðarinnar. Höfundur er rektor Menntaskólans við Hamrahlíð.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun