Leita að besta hamborgara Íslands SMASH 11. júní 2021 11:46 Siggi hvetur fólk til að senda inn sinn besta borgara. Taktu þátt í grillkeppni og þú gætir unnið glæsileg verðlaun. Bylgjan í samstarfi við SMASH hamborgara leitar að Íslandsmeistaranum í hamborgaragerð SMASH 2021. „Við ætlum að draga alla grillsérfræðinga landsins út í dagsljósið og leyfa þeim að monta sig af sínum besta hamborgara við alþjóð. Dómnefndin verður skipuð alvöru matgæðingum af götunni en ekki neinum útlærðum kokkum. Þessir faglærðu er oft svo dómharðir, þetta er keppni fyrir „okkur hin“,“ segir Sigurður Hlöðversson dagskrárgerðarmaður á Bylgjunni en Bylgjan leitar nú að Íslandsmeistaranum í hamborgaragerð í samstarfi við SMASH hamborgara. Allir geta tekið þátt í leiknum. Það eina sem þarf að gera er að gefa hugmyndafluginu lausan tauminn á grillinu, taka mynd af borgaranum og setja inn á síðuna ferskar.is, ásamt stuttri lýsingu á aðferð og hráefnum. Þar með ertu komin/nn í pottinn. „Í þessari keppni er allt leyfilegt, það eiga allir séns. Alls ekki vera feimin/nn heldur senda inn og leyfa þjóðinni að njóta,“ segir Siggi. „Þú gætir haldið að borgarinn þinn sé „bara venjulegur“ en hver veit, kannski ertu með verðlaunaborgara í höndunum! Svo eru auðvitað þessir sem segjast alltaf grilla besta borgara í heimi og þá segi ég bara „sannaðu það!“ En hverskonar trix gætu hrifið dómnefndina? „Auðvitað má næla í athygli með einhverju furðulegu en þetta þarf að vera girnilegt. Ég veit ekki hvort við eigum eftir að sjá hamborgara með harðfiski á eða eitthvað álíka en hvað veit maður. Þegar maður heldur að búið sé að finna upp á öllu þá kemur einhver með tvist sem enginn sá fyrir. Þá þýðir ekkert að ætla að slá í gegn með því að bæta bara eggi og beikoni á borgarann, það er löngu orðið „lame“,“ segir Siggi. Þrjú efstu sætin verða verðlaunuð og 1. sætið fær titilinn Íslandsmeistari í hamborgaragerð SMASH 2021. Verðlaunin eru ekki af verri endanum, Charbroil 4 brennara gas- og kolagrill, 20 manna SMASH hamborgaraveisla frá Ferskum kjötvörum, gjafabréf frá Hagkaup, Bónus og Olís auk léttöls frá Staropramen. Leikurinn hefst í dag. Dregið verður þann 25. júní hjá Ívari Guðmunds á Bylgjunni. Taktu þátt inni á ferskar.is Matur Grillréttir Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Fleiri fréttir BYKO með ánægðustu viðskiptavinina áttunda árið í röð Greiðsluáskorun Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Góð kjör á afmælissýningu Toyota Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Smitten á lista yfir mesta tekjuaukningu á Norðurlöndum Jólagjöfin sem kemur sér alltaf vel Ævintýrið heldur áfram með Discovery! Halda jólin frítt með inneign í appinu Sjá meira
Bylgjan í samstarfi við SMASH hamborgara leitar að Íslandsmeistaranum í hamborgaragerð SMASH 2021. „Við ætlum að draga alla grillsérfræðinga landsins út í dagsljósið og leyfa þeim að monta sig af sínum besta hamborgara við alþjóð. Dómnefndin verður skipuð alvöru matgæðingum af götunni en ekki neinum útlærðum kokkum. Þessir faglærðu er oft svo dómharðir, þetta er keppni fyrir „okkur hin“,“ segir Sigurður Hlöðversson dagskrárgerðarmaður á Bylgjunni en Bylgjan leitar nú að Íslandsmeistaranum í hamborgaragerð í samstarfi við SMASH hamborgara. Allir geta tekið þátt í leiknum. Það eina sem þarf að gera er að gefa hugmyndafluginu lausan tauminn á grillinu, taka mynd af borgaranum og setja inn á síðuna ferskar.is, ásamt stuttri lýsingu á aðferð og hráefnum. Þar með ertu komin/nn í pottinn. „Í þessari keppni er allt leyfilegt, það eiga allir séns. Alls ekki vera feimin/nn heldur senda inn og leyfa þjóðinni að njóta,“ segir Siggi. „Þú gætir haldið að borgarinn þinn sé „bara venjulegur“ en hver veit, kannski ertu með verðlaunaborgara í höndunum! Svo eru auðvitað þessir sem segjast alltaf grilla besta borgara í heimi og þá segi ég bara „sannaðu það!“ En hverskonar trix gætu hrifið dómnefndina? „Auðvitað má næla í athygli með einhverju furðulegu en þetta þarf að vera girnilegt. Ég veit ekki hvort við eigum eftir að sjá hamborgara með harðfiski á eða eitthvað álíka en hvað veit maður. Þegar maður heldur að búið sé að finna upp á öllu þá kemur einhver með tvist sem enginn sá fyrir. Þá þýðir ekkert að ætla að slá í gegn með því að bæta bara eggi og beikoni á borgarann, það er löngu orðið „lame“,“ segir Siggi. Þrjú efstu sætin verða verðlaunuð og 1. sætið fær titilinn Íslandsmeistari í hamborgaragerð SMASH 2021. Verðlaunin eru ekki af verri endanum, Charbroil 4 brennara gas- og kolagrill, 20 manna SMASH hamborgaraveisla frá Ferskum kjötvörum, gjafabréf frá Hagkaup, Bónus og Olís auk léttöls frá Staropramen. Leikurinn hefst í dag. Dregið verður þann 25. júní hjá Ívari Guðmunds á Bylgjunni. Taktu þátt inni á ferskar.is
Leikurinn hefst í dag. Dregið verður þann 25. júní hjá Ívari Guðmunds á Bylgjunni. Taktu þátt inni á ferskar.is
Matur Grillréttir Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Fleiri fréttir BYKO með ánægðustu viðskiptavinina áttunda árið í röð Greiðsluáskorun Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Góð kjör á afmælissýningu Toyota Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Smitten á lista yfir mesta tekjuaukningu á Norðurlöndum Jólagjöfin sem kemur sér alltaf vel Ævintýrið heldur áfram með Discovery! Halda jólin frítt með inneign í appinu Sjá meira